Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 1
SUNNAN FARI XI, 7. REYKJAVÍK * JÚLÍMÁN. 1912 Brynjólfur Bogason Benediktsen var fæddur á Bíldudal 30. December 1807. Foreldrar hans voru Bogi stúdent, síðar bóndi á Staðarfelli, Benediktsson, og Jarþrúður Jónsdóttir prests í Holti í Önundarfirði. Hann fóstraðist fyrst þar vestra með afasystur sinni Ragnheiði Bogadóttur, en fór síðan með foreldrum sínum í Stykkishólm; þar var hann staðfestur vorið 1827 af síra Sæmundi Hólm, með þeim vitnisburði, að hann væri frábærlega vel kunnandi og skiljandi. — Haustið 1825 fór hann frá foreldrum sínum í Bessa- staðaskóla og útskrifaðist þaðan 1829, með bezta vitnisburði. Eptir það dvaldi hann nokkur ár hjá bróður sínum Jens kaup- manni á Skutulsfjarðareyri (ísafirði), en fór ulan á haustum til Kaupmanna- hafnar og var þar á vetr- um, þar til hann stofnaði félagsverzlun í Stykkis- hólmi, með þeim Benedikl bróður sínum og Pétri, syni Jóns kaupmanns Kolbeinssonar. Fann 8. Febrúar 1838 giptist hann Herdísi dóttur Guðmundar Schevings agents og kaup- tnanns í Flatey, Bjarnasonar sýslumanns í Raga, Einarssonar; en er hann liafði búið tvo Vetur í Slykkishólmi með konu sinni, skildi hann verzlunarfélag við þá Benedikt bróður sinn og Pétur, og flutti til Fiateyjar 1840. Far var hann siðan til þess hann dó, eptir sárar þjáningar af garnaflækju, mánudaginn 24. Janúar 1870, á 63. ári. Hann var þrisvar settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu, og þjóðfundarmaður 1851. Árið 1857 gaf hann frá sér alla verzlun, og lifði upp frá því af búi sínu og sínuin miklu eignum, en liafði jafnan þilskipa- og sjávarútveg og mikið um sig í húnaði; enda var skaplyndi lians svo, að liann kunni því illa að hafa ekki eitthvað það fyrir stafni, sem hafði nokkur áhrif út á við. Pað er miklu meiri vandi að lýsa Brynjólfi stúdent Benediktsen að öllu rétt, og að ekkert sé af honum dregið, lieldur en að eg geli lalið mig færan til þess. Hann var svo mik- ill hæfileikamaður og svo miklum kostnm búinn, að þeir, sem ekkert þekkja til, liafa nokkra orsök lil að ætla, að sú frásögn sé of- lof, enda þótt ekki væri nema liálfsögð saga lians, og í þessari örstuttu grein verður ekkert sagt um lrann til fulls. Þeir, seni liöfðu kynni af þessum einkennilega, stórauðuga manni, vinsæla héraðshöfðingja og margfróða fræðimanni, þeir munu eiga næsta erfitt með að gleyrna honum, og það var svo margt i fari hans, sem vakti aðdáun, en sem nienn eiga nálega aldrei kost á að finna hjá einum og sama inanni. Hann var einn hinn mesti auðmaður og fjárgæzlumaður vestanlands um sína daga. En þegar ekkjur og börn þurftu

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.