Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 5
53 Já, kvöl er að vera kona, og seld eins og þræll og þý! Hvers á jeg, guð minn, að gjalda? Hví gafstu mjer hjarta’ og mál, er minninga’ að njóta í náðum mjer með nýju valdboði meinað er? O, drep þú ei svo í dróma dætranna minna sál! VII. Látið skíðin loga, svo skikkjuna hans við skinið jeg sjái’ að rekja! I hinnsta sinn vil jeg svipinn hans, er syrgt hef jeg elskandi, vekja. Og lofið mjer höfuð að hneigja að hægindi. — Gott er að deyja!......... Fjær, fjær mjer himneskir brúðsöngvar hljóma! Nær, nær hann kemur í litbrigða Ijóma! Við þennan síðasta sólskinsblett fær sorg mín og ást sinn heilagan rjett. Ogsveipiðmigskikkjunni!— Svonaerljett að sofna — og elska — og deyja! Jón skáld Thoroddsen. Mynd sú af Jóni Thoroddsen (f. 1819, d. 1868), sem hér birtist, hefir áður verið ókunn almenningi, og lílt verið þekt af honum önn- ur mynd en sú, er fylgir kvæðabók hans, og þólt liefir miður góð. Mynd þessi er frá efstu árum Jóns, og er hún nákvæmlega gerð eptir ljósmynd, sem nú er í eigu frú Bryn- dísar Zoéga hér í Reykjavík. Skeikar því ekld að myndin er lík Jóni eins og hann var a r°sknum aldri, og hefir Sunnanfara þótt aríðandi að ganga svo frá því, að hún geymd- ist frá glötun úr þessu, enda má ætla, að morgum sé mynd þessi kærkomin, því að enn er Jón Thoroddsen hugþekkur lands- fólkinu. Skáldsögur hans liafa verið og eru enn einhver bezta skemlun landsmanna og hollar lýðnum. Kvæði hans voru og á sinni tíð lærð og sungin um land alt og i hinu mesta afhaldi. Sum af þeim munu og seint fyrnast. Kvæðabók lians var gefin út af Bók- mentafélaginu 1871, og er nú ófáanleg og uppseld fyrir laungu. Fátt mun vera til af ljóðmælum eptir Jón, sem ekki sé prentað í Ijóðabókinni. Ein vísa er þó tilfærð í Sunnanfara I, 16, eptir Andrési Fjeldsted, er Jón skáld Thoroddsen. Jón orti 1866, þegar Andrés rauf Skallagríms- haug, og ekki hafði verið prentuð áður. En nú getur það, sem eptir fer komið i viðhót, og er það alt tekið (23. júlí 1912) eptir minni Margrétar Pálsdóttur, Guðmunds- sonar prófasts á Staðarstað, systurdóttur Jóus Thoroddsens. Er hún hér í Reykjavík og komin á áttræðisaldur: Brúðkaupsvisur til (foreldra Margrétar Páts- dóttur) Jóliönnu Thoroddsen og Páls Guðmunds- sonar á Regkhólum. Ortar i Kaupmannahöfn 18á0 og sendar til Islands. Sem aldingarösmaður árla dags aldina geingur beð,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.