Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 3
51 „Skálinn á Keldum“. Svo nefnist gömul bygging (líkl. nokkurra alda gömul), sem enn er til á Keldum á Rang- árvöllum. Skáli þessi hefir verið mjög vel gerður i upphafi og lítt til hans sparað, en þó mun það aðallega að þakka fyrirhyggju og hirðusemi búenda þeirra, sem á Keldum hafa verið, að hann hefir staðið svo lengi. Lýsingu á skálanum geta menn séð í »Ár- l)ók hins íslenzka fornleifafélags« 1900, bls. 7, og verður því ekki farið frekar út í það at- riði hér. »Sunnanfari« mun síðar llytja les- endum sínum mynd af skálanum að utan, sem tekin var í fyrra sumar; því miður var myndin ekki tilbúin til prentunar í þetta sinn. Nú vildi svo óheppilega til, að skálinn skemdist að nokkrum mun í jarðskjálftanum í vor og þarf því talsverðrar búningsbólar við, ef hann á að geta staðið framvegis. Það hefi eg fyrir satt, að í ráði sje að sækja um einhvern lítilsháttar styrk til þingsins til við- halds skálanum. Bóndinn á Keldum mun neyðast til að rífa skálann að öllu niður ef alþingi vill ekki gefa máli þessu neinn gaum, því að ekki mun hann telja sér skylt að halda honum við upp á eigin spítur. Hing- að til mun honum fremur hafa verið haldið við af gamalli trygð, heldur en af þeim á- stæðum, að skálinn væri svo þarft bæjarhús; eftir því sem mér skilst, mun hann fremur hafa verið til óþæginda fyrir búendur, hvað góða húsaskipun snertir. Það mundi víst mörgum þykja ver farið, sem hafa áhuga á fornmenjageymslu, ef skál- inn eyðilegðist fyrir sinnuleysi þeirra, sem völdin hafa. Undarlegt mætti það og virð- ast, að töluverðu fé er varið á ári hverju til fornmenjarannsókna og fornmenjaverndunar, et menn svo vildu ekki sýna þeim forn- oienjum neinn sóma, sem bera ljósan vott uni byggingarmáta fyrri tíma; það virðist þó Vera talsvert fróðlegt að sjá, hvernig menn liafa útbúið hús sín fyrir nokkrum öldum. Hingað til liafa víst fáir aðrir en fornfræð- ingar gefið skálanum viðeigandi gaum, og mun það stafa af því, að athygli almennings hefir ekki ver- ið vakin á honum nægi- lega. Ef nú að skálanum yrði haldið við framvegis, þá er senni- legt, að mörg- um þeim, sem leið eiga um Rangárvelli, oggamanhafa af fornum munum, þætti fróðlegt að koma að Keldlim til Frú Herdís Benediktsen. þess að skoða skálann, og þar koma menn ekki að tómum kofunum; Skúli hóndi Guðmundsson er marg- fróður um forna hluti og kann manna hezt alla sögu skálans, enda telur hann ekki eftir sér að fræða gesti um skálann, því að hann er uppáhald hans. Þess skal nú getið að lokum, að bezt hefði átt við, að fornmenjavörðurinn hefði ritað um þetta mál, en þvi miður var ekki hægt til hans að ná í þetta sinn, með því að hann er fjarverandi, og eru línur þessar skrifaðar af ótornfróðum manni, en vart mun það saka, þótt fleiri ræði um málið en sérfræðingar. B. Vísa, sem sugt cr, að sé írA siða- skiptnnum. Danskurinn hefir dindil og horn, — dauf er þessi ’hans nýja trú; sárt er það, ef siður forn svíkst úr voru landi nú. (Sögn Lárusar Thorarensens, d. 1912).

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.