Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 8
56 þeirra (þ. e. íslendinga) hefði verið tíðkuð þar (þ. e. á íslandi) í fornöld, en fallið í gleymsku í langa tíð, og svo risið upp aptur við þjóðvakningu síðasta áratugs«. Samskonar bull hefir verið haft eptir þess- um piltum áður hér og hvar í útlöndum. Þessu þvaðri ættu þeir að hætta, og kynna sér málið betur áður en þeir fræða útlend- inga næst um glímurnar. Glímur ha/a aldrei fallið niður hér á landi. Menn hafa iðkað þær á öllum öldum og alla tíma alt fram á vora daga, ekki hvað sizt í skólunum og útverunum. Svo kvað síra Ei- rikur Hallsson (d. 1688) í elli: Eiríkur nú er mér sagt eigi að kveða rímur, en hann þykist af hafa lagt útróðra og glímur. En það er sómi vorra ungu manna, að þeir hafa tekið að iðka glímurnar sem íþrótt, og þann sóma verða þeir og eiga að láta sér nægja. 45 ára stúdentar íslenzkir og eldri enn á lífi. 6i árs stúdent. 1851. Steingrímur Thorsteinsson rektor (f. 1831). 57 ára stúdent. 1855. Magnús Stephensen fv. landshöfðingi (f. 1836). 56 ára stúdentar. 1856. Ólafur Johnsen fv. yfirkennari ( Óðinsey (f. 1837). Stephán Stephensen fv. prestur á Mosfelli (f. 1832). Eiríkur Magnússon fv. bókavörður í Kambryggju (f. i833> Þorsteinn Þórarinsson prestur í Eydölum (f. 1832). 55 ára stúdent. 1857. Þorvaldur Jónsson fv. héraðslæknir (f. 1837). 53 ára stúdentar. 1859. Júlíus Havsteen fv. amtmaður (f. 1839). Jakob Björnsson prestur í Saurbæ (f. 1836)'). 52 ára stúdent. 1860. Þorgrímur Johnsen fv. héraðslæknir (f. 1838). 49 ára stúdentar. 1863. Matthías Jochumsson fv. prestur (f. 1835). Benedikt Kristjánsson fv. prestur á Grenjaðar- stað (f. 1840). 48 ára stúdentar. 1864. Jens Hjaltalín prestur á Setbergi (f. 1842). 1) 1859 útskrifuðust tveir synir Trampe’s stiptamtmanns. Þeir voru fæddir i Danmörku og íleingdust þar. 1864. Lárus Benediktsson fv. prestur í Selárdal (f. 1841). Eiríkur Briem prófessor fv. prestaskólakennari (f. 1846). 47 ára stúdent. 1865. Tómas Björnsson fv. prestur á Barði (f. 1841). 46 ára stúdentar. 1866. Dr. Jón Bjarnason prestur í Winnipeg (f. 1845). Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld í Edinborg (f. 1847). 45 ára stúdentar. 1867. Þorvaldur Jónsson prófastur á ísafirði (f. 1847). Jónas Hallgrímsson prestur á Kolfreyjustað (f. 1846). Af þessum mönnum eru enn 6 í embættum hér á landi. Elztur allra íslenzkra „lærðra" manna er nú Steingrímur Thorsteinsson. Síra Magnús Hákonarson og Friðrik VI, Vísa sú eptir síra Magnús, sem prentuð var í Maí- blaði Sunnanfara, kvað ekki vera um Friðrik konung ung VII., heldur um Friðrik VI., er lézt 3. Dec. 1839. Vísan þykir og réttari svona: Þá var úti frost með fjúki, er Friðriks öndin skrapp úr búki, vistaðist hún á himna hnúki hærra en Jovis ales kemst, er ekki flýgur fugla skemst. Kroppurinn liggur kaldur í dúki. Krunka hrafnar úti sem yfir hrúti, — sem yfir dauðum hrúti. Lá síra Magnús þá í mislingum á spítala í Khöfn. Og enn kvað hann: Friðrik sjötti fallinn er fylkir hvítur Dana; var á ferli geira grér gráan fram í bana. Meðan hallar húsa þjón hilmi dró á plástra, eptir liðið æfinón animus rupit claustra1)- Um Vilhelminu það vitnað er, vífið frfða með andann sæta2), að hún svo núi augu á sér ilmandi tár að kinnar væta. Karólína hið fríða fljóð3) feldi á vörina neðri af trega svo mikið táraflóð, að tognaði á hökuleðri. (Sögn Magnúsar landshöfðingja Stephensens 3/6 1912). 1) rauf (braut) andinn lokurnar (frá). 2) Þótti andftíl. 3) Þótti ófríð. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.