Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 2
50 aðstoðar við, þá var hans örláta hönd útrélt til hlítðarlausrar hjálpar, og ekki horft í neinn tilkostnað, og það hvað stórkostlegast, þegar hann varð sjálfur fyrir stórskaða við mann- tjón og missi á skipastól sínum. Þá heyrð- ist hann ekki tala orð um skaða sinn, en breiddi verndarhönd sína yfir ekkjur og börn þeirra, sem höfðu orðið að hverfa frá ástvin- um sínum. Það er að eins eilt dæmi af mörgum úr æfisögu hans, að þegar hann misti hákarlaskipið »Snarfara« á jólaföstu 1861, með 12 mönnum, og yfir 20 börn voru eptir föðurlaus, þá gekk hann þeim öllum í föðurstað að meira eða minna leyti, alt fratn yfir fermingaraldur. Skipið rak heilt út undir Jökli, þetta vandaða og mikla skip, en hann bannaði að láta það koma fyrir augu sér; gaf það fátæklingum til eldiviðar. En færi eitthvað forgörðum af eigum hans, sem mjög lítið var í varið, fyrir vangá annara, þá þótti mörgum undarlegt að heyra umrnæli lians, því að maðurinn var að náttúrufari skapbráður, þótt hið blíða og viðkvæma náttúrufar hans sæti jafnan í fyrinúmi. Hann hafði stórbú og mjög mikið yfir að líta, — svo mikið, að ílestum mundi ofvaxið, — en hann gaf sér samt tíma til þess að taka marga pilta árum saman, kenna þeim sjálfur undir skóla og styðja þá á allan hátt til menningar, og er einn þeirra þjóðskáldið fræga síra Matthías Jochumsson; þar lagði Brynjólfur stúdent góð- an skerf til sæmdar ættjörð sinni, að koma þeim manni á mentabrautina. Það yrði langur uppi að telja alla þá, sem hann kendi og tók, sem kalla má, upp af götu sinni. Hann hafði yndi af að kenna og fræða aðra og hafði aldrei svo annríkt, að hann gæfi sér ekki tíma til viðtals, þegar einhver fróðleikur var annarsvegar. Hann mun hafa verið einn með betri latínumönnum sér samtíða, og mæta vel að sér í lögum, en þó var það sú hliðin, sem honum var inndælust og Hklega sterkust, það var saga íslands og ættfræðin. Þar hefði mátt kasta manni á móti að standa honum á sporði, þegar farið var í þá sálma, og þessi göfuglyndi höfðingi fékk ást og virð- ingu fyrir þeim »fáu og smáu«, sem reyndu til að verða honum eitthvað samferða'í þeim efnum, þótt í veikleika væri. Það var yndi hans að finna hvað smátt fræ sem var, sem hann áleit að gæti borið ávöxt til einhvers góðs, og hann lét ekki á sér standa að hlúa að því, ef kostur var. Hann var hæði lipur og fjölhæfur gáfumaður og djúphygginn, og einn sá þrautbezti og ráðhollasti öllum þeim, sem leituðu hans, og öll sin mörgu og opt stóru mannkærleiksverk leitaðist hann við að gera svo sem minst bæri á; það voru ekki nema nákunnugir menn, sem vissu um mörg þeirra. Hann gat eingan hjálpþurfandi séð eða vitað án þess að rétta honum hjálpar- hönd, og vildi helzt, að einginn vissi það, ef kostur hefði verið að dylja. Það er sjaldgæít að finna þá menn hér í landi, sem liafa gnægð fjár og gjafmilt hjarta, stjórna vel auð sínum og ávaxta hann, en vera þó hinn örlátasti höfðingi; en þetta var þó alt samfara hjá Brynjólfi Bogasyni Bene- diktsen. Þau hjón áttu saman 14 börn;dóu öll þeirra í æsku nema ein stúlka, sem dó ógipt um tvitugs aldur. Frú Herdís lifði mann sinn og er mynd hennar með snoturri minningargrein prentuð i Nýju Kirkjublaði 1911, bls. 281—282, og er þar sagt frá sjóð- stofnun liennar með 40,000 kr., en sem nú má ætla, að sé yfir 70,000 kr.; ákvað hún, að með því fé skyldi koma upp kvennaskóla á Vesturlandi, en sem ekki er enn komið í framkvæmd. Þess má geta frú Herdísi til maklegs heið- urs, að liún sá um það, eptir fráfall manns síns, að hið merkilega handritasafn hans hefir komizt á Landsbókasafnið, en það var að mestu erfðafé frá foreldrum hans, því að þótt Brynjólfur stúdent væri afbragðs skrifari, þá rnun hann lítið hafa unnið að bókagerð, nema viðaukum við ættartölubækur eldri höfunda. Sighu. Gr. Borgfirdingur.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.