Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 7
55 Héraðavísur frá ýmsurn tímum, Vísur eptir Látra-Björgú. Gamlar venjur, Steinatökin i Dritvik, Mannskaðar á Íslandi 1881 —1910, eptir Guðmund landlækni, Gaungu-Hrólfur með 3 myndum, Um verndun tannanna eptir Brynjólf tannlækni Björnsson, Veðurspár, Atta- vísur, Hvað er um sullaveikina, eptir Guðmund háslcólarektor Magnússon, Ragnar Lundborg, eptir Bjarna Jónsson frá Vogi, með mynd, Gjelsvík, með mynd, Hróaldur Amundason, eptir Benedikt alþm. Sveinsson, með mynd, Tíundaskrár Örœfinga fgrir 3A0 árum og fyrir 40 árum, Fólksfjöldi á Islandi eptir Georg Ólafs- son, Tíningur ýms og fróðleikur, Tvö mikil- menni (Kínamenn) eptir Benedikt Sveinsson, með myndum, Agrip nr landshagsskýrslum, eptir Georg Ólafsson, Metramálstöftur, miklar, nákvæmar og handhægar, eptir Bögnvald Ól- afsson, Útsýni yfir jörðina, eptir Bjarna skóla- kennara Sæmundsson, Pétur Guðjónsson, með mynd, (aldarminning) eptir Jónas skáld Jóns- son, Selma Lagerlöf, skáldkonan sænska, eptir Ingu Láru Lárusdóttur, með mynd, Skritlur og ýmislegt smávegis. Þriðja bókin frá félaginu i þetta sinn er œfisaga Warren Hastings eptir Macaulay, í íslenzkri þýðing eptir Einar Hjörleifsson, annálað merkisrit, um það, hvernig Englend- ingar náðu yfirráðum á Indlandi. Bækur félagsins eru í ár með langbezta móti, og fá félagsmenn þetta ár fram undir 30 arkir fyrir einar 2,00. Y i s u r. Bptir Sigurjón Kristjánsson í Krumshólum. I. Staka. Gleðstu meðan æskan ör að þér blítt vill láta, er þreytir ellin þrek og fjör þá er tími’ að gráta. II. Hestavísur. G1 etta. Fráneyg Gletta, fótanett fetar létt um grunair; þvitum skvettir, þrffur sprett þegar slétt er undir. G r á n i. Makkann sveigir hraustur hann hár og knár á velli, fótinn beygir bráðlipran(n), búkinn teygir mjallhvítan(n). Jarpur. Þyrlar grjóti’ og mold í mökk mjög á sprettum snarpur; þó ei öðrum endist stökk altaf skeiðar Jarpur. Þokki. Mig eg reiði’ á máttinn þinn, minn þótt bili þróttinn: Þú munt rata Þokki minn, þú að dimm sé nóttin. III. Kvenvargurinn. Hrokafulla hugarkró hylur flærðar blaðra; saurgan lepur lyga róg lævís eiturnaðra. IV. Til Ijóðadísarinnar. Eflaust mér eg feingi fest framtíð glæsibjarta, ef að sú, er ann eg mest ynni mér af hjarta. V. Þorsteinn „pylsusteggur". Hefir ljóta lastasál lævis klækjaseggur; dável þrífst við þrætumál Þorsteinn „pylsusteggur". VI. Ráð. Samvizkunni synja’ ei máls, — sýndu hvern þú göfgar. — Lát ei smiði lyga-táls leiða þig í öfgar. Islenzlm glímnmennirnir i Stoltlthölmi hafa, eptir því, sem blöðin skýra frá, staðið sig vel á margan veg eptir atvikum um glímurnar og framkomu sína sem íslendingar. Linari eru þeir, þar sem kemur til lærdóms þeirra um sögu íslenzkra glimna. í einu blaðinu segir svo: »Einn þeirra glímu- mannanna, Guðmundsson að nafni, skýrði oss (þ. e. svenska blaðinu) frá því, að þjóðglíma

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.