Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.07.1912, Blaðsíða 6
54 glaður í huga gerist strax, nær glóandi fær hann séð, rósir gullroða raeð :,: runninn úr ægi röðull fagur gyllir'). Páll og Jóhanna ykkur æ almættis leiði hönd, hvort andviðris hreppið ólgusæ eða með grænni strönd :,: siglið með seglin þönd, :,: þá mótlætisboðar brotna fjarri stafni. Ef ykkur barna auðið er, þau efnileg verði’ og góð, lifl til heiðurs sjálfum sér og sinna feðra lóð. :,: Heilagi herra bjóð :,: blessan þinni að búa lijá þeirra kyni. Úr bréfi til Jóhönnu systur sinnar rituðu i Kaupmannahöfn 18402). Man eg ei, mær, meira að þessu sinni; hugur við hlær, hygg eg þig br^ðum finni; við skulum masa og mælgja þá, á miða því setja ei tjáir, utan það fara alstaðar má, — einginn á bréfunum fái. Brýt eg svo blað; berðu þeim kveðju mína öllum, sem að atlot vinar þér sýna, því vinur þinna vina eg er, — vaxi með árum fjölgandi heiður, vinsæld og hamingja þér, unz heim ferð að ódáins landi. Jóhanna systir Jóns komst eitt sinn í syrpu hans og skrifaði nokkuð í hana. Kastaði Jón þá þessu fram í glensi, en systir hans hafði hrugðið honum um, að hann væri skammhentur og þykkhentur3): t) Margrét segir að eitt erindi vanti í vísur þessar. Pað mun hafa komið á eptir þessu. 2) Jóhanna var vel hagorð. Eitt sinn kvað hún þetta til Margrétar dóttur sinnar, þegar Margrét var langvistum að heiman. Yndið minna augna dvín, autt er rúm og sæti, héðan burt hvarf mærin mín, minkar^hugarkæti. 3) Sbr. orð Gríms Thomsens eitt sinn við Jón á Hafnarárum þeirra. Grímur tók um hönd hans Að heflr skotizt ill-genta, ekki er nokkur friður; hér heflr Ljótunn langhenla löppinni krafsað niður. Kallar hann systur sína Ljótunni. Jóhanna þótti fríðleikskona. Þó að bögur þessar auki ekki miklu við skáldfrægð Jóns Thoroddsens, hefir þó þótt rétt að halda þeim til haga, euda ekki eptir neinu að bíða um að hirða þær. Þjóðvinafélagsbækurnar 1912 eru nú að verða tilbúnar og verða sendar út um land í næsta mánuði. Eru þær 3 eins og vant er. Andvari XXXVII. ár. Honum fylgir mynd af Einari Ásmundssyni í Nesi með æfiágripi, og skrá um rit Einars eptir Jón Borgfirðing. Er Andvari nú með fjölbreyttasta móti, og er efni hans þetta: Æðsta dómsvald i islenzkum málum, eptir Einar prófessor Arnórsson, Um heimilisiðnað á Norðurlöndum eptir Ingu Láru Lárusdóttur frá Selárdal, Um jarlsstjórn hér á landi, eptir Einar Hjörleifsson, Um túnrœkt, eptir Torfa Bjarnason í Ólafsdal; liikisráð Norðmanna og Dana gagnvart Islandi, eptir Einar prótessor Arnórsson; Frá einokunartíð- inni; Avarp Pingeyinga til Trampe’s sliptamt- manns 1852; Fjögur kvœði frá ijmsum timum; Hvernig skrija sumir Islendingar um réttindi landsins; Skýrsla um Pjóðvinafélagið og stöij þess. Almanakið hefir jafnan verið íjölbreytt og skemtilegt, og nú er það efnismeira og fjöl- breyttara en nokkru sinni fyrr, og þó ekki hækkað verð á því (0,60). í því er nú meðal annars Pjóðréttindaskjöl lslands, sem hver maður i landinu þarf að kunna, Aldarhœttir og œttjarðarvísur, Arbók íslands og útlanda 1911, Æfiágrip Michelsens ráðlierra hins norska með mynd, Strindberg Svíaskáld, með mynd, og spurði hann, hvenær hann ætlaði að fara að sjóða þessi krof. (Sögn síra Jónasar Guðmunds- sonar 1894).

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.