Sunnanfari - 01.07.1912, Qupperneq 4

Sunnanfari - 01.07.1912, Qupperneq 4
52 Helga in fagra. Eptir Guðm. Guðniundsson. I. Mjer leiðist við lín og sauma og langdegisglauminn á Borg! Jeg hlakka til dúra’ og drauma, en dögunin vekur mjer sorg. — í sól-löndum duiræðra drauma er jeg drottning í skínandi borg. „ C)g kóngurinn? Mjer er sem kenni jeg karlmennsku-svipinn hans, og bjart er um brá hans og enni, — í bragði hins unga manns jeg Ormstungu ættarmót kenni og augun hin náttmyrku hans. Mig dottar við dúka’ og sauma og dyngjan er orðin mjer leið: Á land minna ijósu drauma mig langar hvert dægurskeið. — Til hans ber mig dularvald drauma, en — dreyri’ er á miðri leið! II. Hve einbeitt og fast var hans augnaiáð hvasst og alvara’ i gamansvörum! Og hvernig sem fer, mig festi hann sjer með fallega brosið á vörum, og bráleiptur tindruðu’ und brúnaskörum. En föður míns brún var mjer ráðgáta’ og rún, er rjetti’ hann fram liöndina tregu, og svipurinn hans á mjer sýndist þá, að sæi’ hann um óra vegu — um ókomnu daganna dularvegu. En lund mín er síðan svo ljetl og blíð og Ijóst yíir öllum dögum. Hvort ljeku þeir sjer, eða sannleikur er að sitji ’eg í festum að lögum, jeg brýt um það heilann, — barn í lögum! III. Ó, að jeg valkyrja væri! Gegnum reiðarslög, yfir lopt og lög á vinar míns fund jeg færi, hvort sem lífs eða liðinn hann væri! En — jeg er svanur í sárum, — varpa einatt önd, hugsa út í lönd, — hver dagur er orðinn að árum, þessi þrjú ár að þúsund árum! IV. Þungt stynur hafið! .... Til brúðkaups að Borg er boðið um hjeruð víða. Dimmt er í lopti .... Jeg sá með sorg hann sjálfan að garði riða. — Hugurinn reikar svo víða,— víða! þær bundu mjer nálín: mitt brúðarlín! — Hve brimið í fjarska drynur! — Og Hra/ni var gefin höndin mín. En, hjartað mitt, elsku vinur, það áttu lifs og liðinn, vinur! V. Hans svipur er mikill. — Við Oxará jeg áðan hann sá litverpan hólmgöngu hverfa frá með herklæðin dreyra roðin, — með ægishjáhn víkingsins undir brá í elskunnar kvöldbjarma roðinn. Þeir settu sjer mót fyrir handan haf. Og himninum af síðasta geislanna gullinstaf í grátskýjum sá jeg renna. — Hve langt ber Gunnlaugur öllum af, — en — enginn má sköpum renna! VI. þeir hjetu mig Helgu ina fögru, en hver er mjer styrkur í því, er helgasta kennd míns hjarta’ er meidd og helgasta ást min er rjetti sneydd?

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.