Sunnanfari - 01.11.1912, Page 3

Sunnanfari - 01.11.1912, Page 3
83 Veiztu, að ekkert auðnuleysi Er af völdum lians, sem spáði, Þó við höfum óbreytt yfir Álög sköpuð slærnu ráði. Vildum Sigurð sóknar-rækan, Svíðing þinn er traðkar lögum. Og til þess við Mókoll myndum, Móðir, skifta okkar sögum.1) IV. 1‘egar við erum aftur falin Okkar vega fjærðar-hulu, Huglægustu óskir okkar Oft þín, móðir, vitja skulu. Vildum gjarnan, að þá eygðist Eftir skip vor, fyrri róin, Út til hafs úr liöfnum þínum: Huldu-rák í afla-sjóinn.2) Yrði á hökum hart í ári, Heyrðust Ijóð, er að því stafi: Vildum kveða áhríns-orðum Upp að skögum björg úr hafi.3) Eins, er vætu-veðra horfur Vofa yfir dala-brúnuni, Öll í ljá er óhirt taðan Al-ílekkjuð á slegnum túnum: Lyfta henni heim í tóftir Hjálpa vildurn fyrir kvöldin, Orðin væltir verka-léttis — Vikin burt um töðugjöldin. Og við skyldum skiprúm bjóða Skjöktu-dreng, á leið sem finnum, Móðir, orðinn út’ í veri Einn af þínum fyrirvinnum. Yfir vetrar-vertíðina Vildum hann af skipi, og fleiru, Bæri hærri hlut frá borði Held’r en þó hann reri í Leiru.4) 1) Smbr. Mókollur, í íslenzkum þjóðsögum og Æfintýrum. Álfar, bls: 74. 2) Smbr. sögnina, að lognrákir á sjó, sé kjöl- far huldufólks skipa. 3) Grímsborg ísl. þjóðs. og Æfint.: Álfar, bls.: 27. 4) Grimshóll. ísl. þjóðs. og Æfint.: Álfar, bls. 79. V. Og þó minning okkar verði, Eítir því sem líður timi, Uppi bara i æfintýri Eða nafn á gömlu rími: Kannske yrði annað-slagið, Út’ um bæi í sveit og hvömmum, Þjóðsagan og ljúflings-lagið Lengi til lijá fróðum ömmum. Stephan G. Stephansson. Elzta manneskja á landinu var Vilborg Stígsdóttir, þegar manntalið var tekið 1. December 1910. Hún lézt 23. Febr. nú í ár, og skorti þá tvo mánuði á 99 ára. Sunnanfari flyt- ur nú mynd af þessari gömlu konu, og gerir það ekki að eins sökum þess, að hún væri elzt ís- lendinga, þegar hún lézt, lieldur og meðfram af því að liún var sæmdarkona í alla staði. Vilborg var fædd á Langholti í Meðallandi 23. Apríl 1813, og og voru foreldrar hennar Stígur Jónsson bóndi á Langholti og Ingibjörg Sigurðardóttir kona hans. Albróðir Vilborgar var Jón Stígsson, er andaðist 90 ára gamall 1910. Vilborg giptist 33 ára gömul 15. Ágúsl 1846 Sverri Bjarnasyni bónda á Grimsstöð- um í Meðallandi. Var Sverrir bróðir Bjarna á Keldunúpi, er um langa æfi var hreppstjóri Síðumanna, föður Bjarna hreppstjóra í Hörgs- dal (d. 1900), föður Bjarna, er nú býr þar. Vilborg Stigsdóltir.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.