Sunnanfari - 01.07.1914, Side 3

Sunnanfari - 01.07.1914, Side 3
51 berjast mér í brjósti ráð um býsna tilburð þann1. Tregur em eg að trúa því, trautt sem heyra vildi, en gef þó málið guðs vald í, — gerla hver það skildi, að veður var ófært; aungvu skipi voru vér vissum þvtlíkt bært, getur dauðans geri því mér um göfugmennið kært. Um hans háttu’ og æfistund ætla eg þeim að skýra, sem kunnast var um líf og lund listamannsins dýra, en fagurt fanst mér alt, vitugt, stöðugt, gætið, glögt, glaðlynt, hófsamt, snjalt, en þvt varð svo snúið snögt og snotran lögð í salt. Ef hann sjálfur salti ( sefur á mararbotni, auðgeingt mönnum er að þvf, að aldrei þessi rotni, hans æran ódauðleg, flutt með honum í hærri stað, hefst á allan veg, finst þar alt það fullkomnað, sem frestar hérvist treg. Vor á meðal minning hans mun ófúin vara utan bæði og innanlands, ei til rýrðar fara; ungur ávann það, á roskins aldri reyndist meir en rétt í hverjum stað; öfundar skeytti lítt um leir og lágt hann fótum trað. Vér þótt söknum vinir hans, vandamenn og frændur, i) Það er sagt, að vinir og ættfólk Eggerts hafi leingi vel ekki getað trúað því, að Eggert væri drukkn- aður, Síra Björn Halldórsson skrifar svo í kirkjubók- ina í Sauðlaussdal 1768: „30. Maii lagði héðan frá Skor vicelögmaður herra Eggert Ólafsson 42í* ára, haldinn lærðasti og siðbezti maður einn hér á landi, með honum hústrú hans Ingibjörg Guðmundardóttir, góðkvendi, 34ra ára, þénari hans Ófeigur Vernharðs- son, 24 ára, og hennar þjónustustúlka Valgerður Jóns- dóttir 18 ára. Þetta fólk var á skipi með 4“™ mönn- um frá Jökli, og hélt yfir á Breiðafjörð. Kom ei fram, og þótti um alt land mesti mannskaði". vitum samt, að víst til sanns var hann eingu rændur, en fluttur í fegri stað, alt hefir betra þegið þar, það var áformað; reiðubúinn að vísu var ( vistaskiptið það. Veraldarglampinn vilti hann ei, var það miklu dýrra, hér sem rækti í hugarþey, heldur en mart hið nýrra himneskt, líkamlegt, orða og hugar iðka vann ágætasta spekt, glaðlegt, fróðlegt, gagnsamt fann, það gekk honum ekki tregt. Alt ef vilda eg tína og tjá, til sem hafa kynni, tafsamt yrði tal mitt þá til þess út það rynni, en hvergi hálftalað, öðrum slíks eg ur.na vil, sem yrkja ei skjálftalað, líka sumt eg lýðum skil ljóst og sjálftalað. Einginn hlaut þar upp á sjá, að hann sjúkur lægi, einginn liðinn Kta ná; listamaðurinn frægi heill frá heilum fór; einginn grafar grátur varð, gerzt sem hefði stór; leit ei ekkja skjaldar skarð, þau skildi ei land né sjór. Samati glaðir vorum vér vinir opt og t(ðum, á soddan hvarfi hægast ber, hels það léttir stríðum, nær sæll fer sælum frá; aptur munum sælli sjást síðar himnum á, búa saman með yndi og ást eilífum guði hjá. Um einskis heyrða eg annars Iát alment feingizt meira, tal og seðlar tjá þann grát, eg tala ei þar um fleira; en soddan sæmdar volt hvers manns brjósti að hafa í held eg mikið gott, vel nær komist var að þvf, en vélin fæða spott.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.