Öldin - 01.02.1894, Qupperneq 1
Oldirx
Entered at the Winnipeg Post Office as second class matter.
II., 2. Winnipeg, Man. Febrúar 1894.
LlKBRENNSLA.
Brot af fyrirlestri
eftir De. M. Halldórsson.
Það er hvorki lærdómstildur né nýj-
ungagirni, som heflr fundið upp líkhrennsl-
una, og gert bæði lækna og aðra að tals-
mönnum hennar. Það er þvert á rnóti um-
hyggjan fyrir lífl og heilbrigði mannkyns-
ins, og hún ein, sem því hefir komið á gang.
Svartidauði, stórabóla og aðrar hamslausar
landplágur af líku tagi, voru fyr meir á Is-
landi, eins og annarstaðar, skoðaðar sem
refsidómar guðs fyrir sindir mannanna og
guðleysi. Þessi skoðun var þá almenn urn
heim allan, og á Egyptalandi var það
inorðengill, scm lét greipar sópa um ung-
viðið, eins og kunnugt er af biblíunni.
Þessi sama trú hélzt lengi fram eftir öldum
og hefir verið þjóðtrú heima á Islandi, eins
og sjá má a.f sögunni um bóndann, sem
svarti dauði vildi eigi sækja heim. Bóndi
var vanur að lesa á hverjum morgni alt ár-
ið um kring. Eitt sinn var verið að taka
saman hey, því rigningarlcga leit út. Vildi
nú bóndi fara heim að lesa, en sumir löttu
þesss, og sögðu, að nær væri að bjarga hey-
inu. Varð það þó úr, að bóndi hafði sínu
fram, og fór hann og las lesturinn. Um
daginn sáust tveir skýhnoðrar, er færðust
nær og stækkuðu og urðu loksins að karl-
manni og konu, sem riðu á gráum hcstum.
Þau riðu fyrir ofan garð hjá bónda; sagði
þá kvenmaðurinn: “Skal hér heim?”
‘Nei,” sagði hann, “það var oss eigi boðið.”
Svo dundi svartidauði yflr, en á þennan bæ
kom hann aldrei.
“Ég veikist ef égá að veilyast,” hugs-
aði hver um sig, og svo umgengust þeir
sjúklingana eins og ekkert væri í húfl,
hugsunarlaust og varúðarlaust. Atu mat,
sem staðið hafði inni í sóttarlierbergjunum,
fóra í klæði sjúklinganna undir eins og
öndin var skilin við líkamann, og vora
inni í veikindaholunum án þess að þvo
gólf eða hleypa inn hreinu lofti. Það er
einmitt í frásögum haffc, að plágan mikla,
sem kom út til íslands árið 1493, og sem
byrjaði um alþing og geysaði í algleym-
ingi sínum fram á haust, til þess er veður
kólnaði, og nær gjöreyddi alla bygð á Suð-
ur og Vesturlandi, hafi flutzt í klæðum, er
enskir kaupmenn í Ilafnarflrði höfðu á boð-
stólum, ásamt öðrum varningi. I klæðun-
um leyndist einmitt pestarefnið. Líkar
frásagnir ganga um upprana annara drep-
sótta. Þeir sem varlega vildu fara, voru
liæddir og spjáðir fyrir hræðslu og sérvizku
af því að þeir veiktust og dóu eins og hin-
ir, og tókst eigi að verja sig sakir heimsku
og sóðaskapar annara manna, og vanþekk-
ingar sjálfra sín. Sannarlega hefir þurft
meira en meðalmanns þrek og vit, til að
breyta eins og Torfl Jónsson á Klofa gerði
þá. Undir eins og liann frétti að drepsótt
þessi var komin austur yfir Hellisheiði,
austur í Ölfus, tolc hann upp búslóð sína
og fór burt frá Klofa með alt, er hann mátti
með komast, og fór með það og hyslti sitt
alt upp á Landmanna-afrétt í afdal einn, og
liafðist þar við alt sumarið unz hann frétti,
að sóttin væri rénuð. En það var bæði, að
hann var ríkur maður og höfðingi mesti,
og þurfti Íítt að hirðaum, livað aðrir glömr-
uðu.' Það eitt varð því til úrræða fyr á