Öldin - 01.02.1894, Síða 5
ÖLDIN.
21
hennar : “Fáðu mér beinið mitt, Gunna,”
og varð hún þá að skila af sér kúpunni.
Eða sögunaum “kjálkamir mínir,” eðaum
mannsneíið, sem stúlkan hafði sem þráðar-
kefli og vildi eigí láta af hendi fyr en
draugsi kom, og sagði presti frá tiltæki
stúíkunnar o. s. frv. Það sýnist svo sem
menn snemma hafi tekið eftir því, hvað
friðlítið oft vill verða í kyrkjugörðunum.
Þcgar menn nú liugsa ofrlítið út í
þetta, þá munu þeir kannast við, að lík-
brenslan er þó að mun fegurri og hrein-
legri en þessar greftrunar aðfarir, sem nú
tíðkast. Það líða ekki nema tvær klukku-
stundir frá því hinum tíðkanlegu sorgum
og ræðuhöldum yfir kistunni er lokið og
þangað til að líkaminn er leystur í frum-
efni sín og horflnn inn í skaut náttúruun-
ar, og er þá réttmæli, að segja, “að hann
sé kominn aftur þangað seni hann var
áður”. Mestur hlutinn hefir þá samlagað
sig himinloftinu og leifarnar er snjóhvítt
duft óblandað að öllu leyti, og má geyma
það í leir eða silfurkeri, ef vill; það skaðar
engan mann og það er hinar sönnu leifar.
Það má og jarða, ef menn vilja.
Það hefir og reynslan kennt, að þegar
mestu breytinga viðbrigði eru frá, þá
velcur þessi aðferð enga óþægilega hugsun
á neinn hátt, en er að öllu leyti hreinni og
fcgurri og samboðnari siðuðum og skyn-
semi gæddum verum, er það sem nú tíðk-
ast, auk þess sem girt er fyrir alla hættu.
Allstaðar þar sem líkbrensla er kom-
in á fót, er hún einstöku manna verk og
landstjórnir og yflrvöld hafa víðast látið
hana fara leiðar sinnar án þess að hlutast
til um það mál. Víðast heflr hún komizt
svo á, að menn hafa gengið í félög og aflað
sér ofna, og svo brent bæði lík félagsmanna
og annara, sem hafa ráðstafað útför sinni
á þann liátt. Það hafa þó sumstaðar risið
upp einstakir menn á móti því og helzt
viljað láta brenna öll slík félög lifandi í
sínum eigin ofnum, en lögin hafa eigi fund
ist til að dæma þó eftir, því að þau banna
hvergi að mannlegur líkami sé gerður að
dufti á þann hátt, og þessir menn hafa því
neyðzt til að horfa á að menn fengu leyfi
til að ráðstafá líkama sínum andvana, og
eins og félögin hafa breiðzt út óðfluga og
ofnum heflr fjölgað að því skapi. Slík fé-
lög eru nú í flestum löndum norðurálfunn-
ar og eins hér í Vesturheimi. I Italíu,
þar sem líltbrenslan heflr fengið beztar
móttökur, eru yflr 20slík félög, og á 9 síð-
ustu árunum hafa þar verið brend 445 lík.
Auk þess eru samskonar félög bæði á Þjóð-
verjalandi, Frakklandi, Englandi, Sviss-
aralandi, Austurríki, Ilollandi, Belgíu,
Svíþjóð, Danmörk og víða hér í Vestur-
heimi.
Það er mjög erfltt að gera lesendunum
skiljanlegt, hvernig brensla verður í þess-
um ofnum. Til þess þarf helzt mynd,
sem nú er eigi fyrir hendi; auk þess eru
allir ofnarnir eigi eins, og kostnaðurinn
misjafn; í sumum kostar það eigi meira en
um 10 krónur, en í sumum er það dýrara.
Dr. med. Levison, danskur læknir, lýsir
í einu riti sínu líkb’rensluofni, og skal hér
setja ágrip af því, sem þar segir.
Sjálfur ofninn er eins og stórt her-
bergi, 6—7 álnir í hvert horn og að hæð á
borð við það. Því er aftur skift í sundur
í miðju frá gólfi til lofts og hlaðin úr tíg-
ulsteinum í annan endann holóttur stöp-
ull, svo loginn geti leikið um hann á alla
vegu sem hægast og hitað hann sem mest
og fljótast. Hinum endanum er og skif't
svo, að loft úr járngrindum er sett í hann
í miðja veggi í gólfið, má og vera hærra í
þeim endanum svo að rúmið fyrir ofan og
neðan grindaloftið verði eigi nema svo sem
tveim álnum hærri eða þar á við. Ofnin-
um fylgir sérstök vél, þar sem kveikjulofti
er náð úr kolum, mó eða þesskonar elds-
neyti, og svo er kveikjuloftið leitt um járn
pípu inn í þann enda ofnsins neðanverðan,
sem steinstöpullinn er í, svo er látið vera
opið lítið gat við hlið járnpípunnar og þar
streymir loftið eftir þörfum. Siðan er