Öldin - 01.02.1894, Blaðsíða 7
ÖLDIN.
23
MAURAR
eftir F. A. Pouchet.
“L’ univers”
Þegar vér rannsökum sögu skorkvik-
indanna, vekr það sórstaklega undrun
vora, að svo ákafar ástríður eins og þau
lýsa skuli geta búið í svo veikburða skepn-
um; hatr er lífshvöt þeirra; óseðjandi rán-
girni lífs-leiðtogi þeirra. Til að friða
Þenna eðlis-ofsa heyja þau blóðuga bar-
daga, og gjerast reglulegir land-víkingar.
Maðrinn fer í hernað með heljarmikl-
ar lestir burðar- og akdýra; skorkvikindin
fara sínar herferðir alslypp. Sex þúsund
fíla setti Porus konungr til að veita Alex-
andri viðnám á sigrför lians; en enginn
þeirra hreyfði sig til að berjast fyrr enn
æfðir filarekar settu þá af stað; enn maur-
ar, látnir alvcg einir um sína reiðu,
heygja stórkostlega bardaga'og, hvað ó-
trúlegt sem mönnum kann að virðast það,
sýna þeir í þessum bardögum mikla kunn-
áttu í herskipunarlist.
Hjá þessari tegund skorkvikinda ber
mjög svo mikið á þeirri ástríðu, að afla sér
þræla mcð ránum. Þau geta ekki án ver-
verið nákvæmra og eftirlitssamra þjóna;
enn til að útvega sér þá fara þessir maur-
ar að öldungis eins og fantalegir þræla-
ræningjar.
Menn höfðu lengi tekið eftir því, að
vissar maurategundir ferðuðust hingað og
þangað með aðra maura í kjaptinum, cnn
enginn gat í ráðið hverju þetta mundí
gegna. Það var Pétr Huber, sem framm
úr þessum leyndardóm fékk ráðið. Þessi
ferðalög mauranna eru ekki annað en her-
ferðir, sem þeir leggja í í þjónustu og
þarfir mauraríkis síns — þau eru þræla-
leiðangrar þar er skriðið er til skarar með
líkamlegu ofrefli. Þessir smáræningja
herskarar fara ekki á markaði til að selja
bándingja sína á uppboði; þeir eru sællcer-
ar og letimagar heima fyrir, og nota band-
ingjana til að þræla 1 allri heimilis vinnu
fyrir sig svo að þeir sjálflr þurfl til einskis
að hreyfa sig.
Andvegishölda allra þessara djörfu
þræla-þjófa meðal maura má telja rauða
maurinn, sem náttúrufræðingar nefna
Amazon. Að leiðangrum hans hans hafa
náttúrufræðingar vorra daga liugað vand-
legast. Herferðir hans eru svo tíðar, að
gætinn maðr getr séð þær á hverjum degi
alt sumarið, þegar vel viðrar. Huber
segir að erindi allra leiðangra þessa her-
skáa kyns só ávalt éitt og hið sama : Það
“nefnilega að ræna öðrum maurum með-
an þeir”, eins og hann kemst að orði, “eru
enn í reifum”, út úr höndunum á starf-
sömu fólki og gjöra þá áð réttlausum
þrælum, er vinna skuli öll verlc fyrir hinn
“Rauða”.
Þegar Rauðr leggr í hcrnað til að
ræna þrælum, þá fer hann að engu ótt, en
skipulega mjög og með fastri reglu. Ó-
vininn sem hann kýs sér er venjuleg-
ast námumaurinn (svo nefndr af þeim
göngum sem hann grefr sér í jörð fyrir
híbýli). Leiðangrinn hefst ávalt, þegar að
líðr nóttu. Þegar víkingar eru komnir
út, skipa þeir liði sínu í þéttar fylkingar.
Þegar það er búið, leggr herirín af stað í
átt maurahreíðrs þess, sem þegar hefir
verið ráðið að ræna skuli. Þegar nú þeir
sem þar eru fyrir verða þess varir, að ó-
friðr fer að þeim, hlaða þeir upp í allar
dyr og smugur, hvar sem við verðr kom-
ið. Enn þetta kemr fyrir ekki. Vík-
ingar róta öllu niðr, vaða inn í herbergin
og alla leið inst inn í mauraborgina og
skima um í hverj um krók og kima til að
velja sér bandingja sína, maura-ungana á
yrmlings og hálfþroska skeiði (larvae,
nymphæ). Vöxnu maurunum, sem við-
nám veita, velta víkingar um koll og
leika ómjúkt og drepa hrönnum saman;
enn ekki gjöra þeir þá að bandingjum,
vegna þess, auðsælega, að þeir eru of
gamlir til að verða fyrirhafnar lltið tamd-