Öldin - 01.02.1894, Side 11

Öldin - 01.02.1894, Side 11
ÖLDIN. 27 í faðma,- þegar þessi uppgjörðar orrusta er úti og lilægja svo dátt að náunganum, sem þeir hafa gabbað. Þessir hinir sömu spá- menn alþyðunnar sýna fram á það, að ekkert annað, en gjörsamleg bylting í borgaralegu félagi geti fullnægt kröfum hins yíirstandandi tíma; það verði að af- nema öil einkaréttindi vissra flokka manna allir verði að hafa “jafnt tækifæri”, og þetta segja þeir, að sé ið mesta stig í þrosk- un mannkynsins. Nýlega er komin út lx»k ein mjög merkilog, sem óefað mun hafa mjög mikil áhrií á karla og konur, einkum innan kyrkjunnar. Það er “The New Re- demption” (In nýja endrlausn) eftir G. D. Herron ; er btík sú rödd hrópandans í eyðimörkinni til kyrkjunnar. Bók þessi logar af háfleygri mannást og sýnir oss sálu, sem titrar af réttlætistilflnningu. Þó að höfundrinn sé rétttrúaðr að nafninu, þá er lianu þó ekki vel sporrækr á hinar lögðu slóðir. Kristr kenir honum ekki fyrir sjónir seni draumóramaðr, þcgar hinn mikli Nazareni talar um samband manna iivers við annan. “Fjallræðan” segii hann,“er vísindi mannfélagsins. Hún er fyrirlestr um “political economy”, hún er verulegt réttlætis-kcrfi. í mörg ár hefl ég ekki séð jafn-drengilegt og djarflegt rit eftir rétttrúaðan mann eins og þessíi merkilegu litlu bók. Hún verðr þyrnir á holdi hinna kærleiksiýru kyrkjumanna, sem heiðra guð með vörunum, meðan hjörtu þeirra cru fjarri honum. Með ein- beittum lmga ræðst próf. Ilerron á alt hið illa, er auðvaidið hefir í för mcð sér, með oiðum, sem hijóta að hrífa hvern þann, er rettlætið elskar. Hann segir hinni sofandi kyrkju til skyldu sinnar. Tek ég hér sem sýnishorn nokkur atriði úr boðskap hans til liinna kristnu bræðra sinna. Vér trúum ekki á Krist fremr en vér crum reiðubúnir ;ið hlýða boðum hans. f>að cr trúarleg sjálfblinda kyrkjunnar nú á dögum, að kalla Ivrist drottinn, en dreyma þó ekki um að fylgja boðum hans Ef að kristnin vill ekki leggja sig niðr við að gera sér ant um daglegt líf manna, ef að hin “gullna regla” (að breyta svo við aðra, sem menn vilja að þeir breyti við sig) verðr ekki framkvæmd í daglegu lífi, ef að leitun eftir réttlætí er ekki hið eðli- lega framsóknarlögmál, þá eru orð guðs eigi sannleikr og hann hefir ekki opinber- að sig í Kristi, Holdið er valdrænn harð- stjóri og eyðileggjari þegar það fær að stjórna andanum, þegar það fyllir kvið sinn munaði og tímanlegum hagsmunum, sem ekki eru neitt lífsmark í sjálfu sér, en hljóta að líða undir lok jafnótt og þær myndast. Það sem vér köllum að ná í stöðu eða embætti ætti að eins að vera aukaat- riði, sem að eins væri notað til að ná kristilegum þroska. Það er ekis siðferðis- spillandi fyrir oss að binda hugann við líkamlega vellíðan og líkamlega hagsmuni eins og það liefði verið fyrir Krist að gjöra kraftaverkin í þcim tilgangi að bæta líkamlega vellíðun sfna, eða safna sér fé. Eigingirnin réði öðrum gjörðum stjórnenda heimsins, en hugmynd Krists var að fóma sjálfum sér. Hann boðaði mönnum hina “gullnu reglu” sem megin- reglu, svo að menn fyrir hana öðluðust guðs rlki, hans réttlæti og bróðurband kær leikans. Hann sagði að sjálfselskan væri rót allrar þeirrar eymdar, er syndin hefir í för með sér”. í kap’tulanum um “mannfélagsbilt- inguna” sjáum vér að próf, Herron líkist hinum nafnfræga ítalska siðbótarmanni Savonarola. Siðferðishugmyndir hans og háfleygi skína þar með eldskærri birtu og sýna oss sálu, sem brennur af' guðdóm- legri ást til réttlætisins. “Stórkostlegar hugmyndir fylla nú lijörtu manna og lyfta upp vonum þeirra. Allsstaðar sjáum vér merki til almennra breytinga á hugsunarhætti manna. Mann- kynið bíðr vonarfullt hins komandi tíma, þar til hinni nýju skfrn sé lokið. Hver

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.