Öldin - 01.02.1894, Qupperneq 15
ÖLDIN.
31
eða önnur trúarjátning væri gerð að skil-
yrði, því sumir eru gyðingar, sumir eru
agnostics, sumir em guðspekismenn. En
þeir eru allir eins hrcinir og einlægir í trú
sinni eins og höfundurinn að “The New
Redemption,” og allir brenna þeir af hei-
■ lögum áliuga að efla og styrkja bróður-
bandið manna á millum. Um eitt verða
endurbótamenn um lieim allan að vera
sáttir, ef menn eiga að geta átt von á að
steypa auðvaldinu, en setja hið sanna lýð-
veldi í staðinn, en það er, að láta engan
mismun í trúarskoðunum skilja þá, sem
berjast fyrir réttlætinu og velliðan mann-
kynsins. Auðvalds-úlfaldinn má ckki
reka snoppuna inn í tjald hins nýja lýð-
veldis. Hver og einn, hvort sem hann er
prótestanti, kaþólskur, gyðingur, Buddh-
isti cða agnostic — ég hirði ekkert livcrju
þeir trúa — ættu að vera velkomnir liðs-
menn í liinni miklu lireyfingu, að efla bróð-
urkærleikann manna á mcðal og stofna liið
sanna guðsríki á jörðu, með því að innleiða
réttlætið, kærleikann og írelsið.
Það gctur hver maður séð, að væri
hugsunarliáttur sá, sem hér er lýst, ríkjandi
manna á meðal, mundi minna vera af hatri
og deilum og hræsni og lygi og ómensku.
Það væri meira starfað til velferðar mann-
kyninu, og störfin yrðu happadrýgri fyrir
land og lýð, en nú á sér stað.
DJARFUR ÞJÓFUR.
Hinn nafnkunni fregnriti Julian Ralph
segir eftirfylgjandi sögu í unglingablaðinu
“Harpers Young People,’- en túlkur Svart-
fætlinga (Blackfeet) Indíána í Alberta,
Canada, sagði honum:
“Það eru ekki mörg ár síðan — það
var eftir að núverandi höfðingi flokksins,
Three Bulls að nafni, fæddist — að Svart-
fætlinga Indíánar áttu hest sem átti engan
sinn jafna, svo ferðmikill var hann. llann
var hrafnsvartur á lit og gljáði skrokkurinn
eins og atlasilki, en takmarkalaust fjör titr-
aðí í hverri taug. Ýmsir í fiokki Svartfell-
inga sjálfra áttu góða hesta, en enginn
þeirra komst neitt nærri Brún á sprettin-
um. Sögurnar um flýtir hans flugu eins
og hvalsaga um allar Indíána-bygðir nær-
lendis, og allir helztu flokkar Indíána í ná-
grenninu (Crows, Bloods, Sarcis, Stonies og
Gros Ventres) höfðu oftar en einu sinni
leitt fram sína beztu gæðinga á vcðreiða-
fundum til að þrcyta við Brún, en alt til
einskis. Hann fór laugt fram úr þeim öll-
um, hvar og hvenær sem reynt var og
unnu Svartfætlingar bæði fé og frægð í
hverri atrennu — því Indíánar eru fullir
jafningjar hinna hvítu bræðra sinna í því,
að veðja öllu, sem þeir geta við sig losað,
við öll tækifæri. Þeir veðjuðu aleigu sinni
á Brún livað eftir annað, og í hvert skifti
tvöfaldaði hann þannig eigur þeirra. Rúm-
fatnaður, dýrafeldir, byssur, hestar og í
einu orði alt, sem Indíánar gátu til tínt
barst í haugum til búða Svartfætlinga á eft-
ir hverri veðreið. Það var því ekki neitt
undarlegt, þótt þeir væru stoltir af Brún sín-
um, enda voru þeir það í fullkomnasta, stýl.
Indíánar allir eru þjófgefnir. Þeirra
skoðun í því efni er yfir höfuð að tala sú,
að það sé rangt að stela frá eigin flokks-
manni, en rétt að stela frá óviðkomandi
mönnum, og þá að sjálfsögðu frá óvina-
floklcum; galdurinn sé að eins að komast
undan með það sem stolið er. Allir ná-
granna-flokkar Indíána öfunduðu Svartfætl-
inga af Brún, og margar tilraunir gerðu
hugrakkir “stríðsmenn” (warriors) úr ýms-
um flokkum Indíána að stela honum. Rak
svo langt, að Svartfætlingar óttuðust og
gerðu ráðstafanir til að verja Brún. Varð
það úr, að bygt var stórt og sérlega vand-
að byrgi úr vísundafeldum mitt á milli búð-
anna, og þar var Brúnn bundinn við hæl á
hverri nóttu, en tveir valdir stríðsmenn og
vel vopnaðir stóðu vörð í byrginu, þ. e.,
þeir sváfu sinn hvoru megin við gæðinginn
eftir að hafa fjötrað saman dyrnar með
reipum svo illmögulegt var að komast inn
nema ristar væru húðirnar. Að öllu þessu
loknu þóttust Svartfætlingar öraggir, og
ldógu dátt að ímynduðum tilraunum Gros
Ventre eða Stony-flækinga að stela Brún
hinum mikla og fagra.
En það er oft, að það kemur fyrir scm
síst þykir líklegt. Það er eins og gamli
málshátturinn segir, að enginn er í eins
mikilli hættu og sá, sem ætlar sig óhultan.
Einmitt þegar Svartfætlingar vora að guma
af vígi Brúns, sín á millum, var ungur hug-
djarfur “stríðsmaður” Hrefningja- (Crow)
Indíána að brjóta heilann um það, hvemig
hann gæti stolið Brún og þannig áunnið sér
ódauðlegan heiður. Hann hafði kvöld eft-
ir kvöld hætt lífi sínu með því að skríða í
grasinu fast að búðum Svartfætlinga, svo
nærri, að ekki mátti feti muna til þess, að