Öldin - 01.06.1894, Qupperneq 9
ÖLDIN.
89
“Kemur hann bráðum heim ?” spurði
Emma hálf-hrædd.
“Hann Gústi ? Yíst mun hann láta sín
lengi biða”, svaraði faðir hennar beisklega.
“Iíann er sem sé orðinn aðalsmaður, hann
skammast sín fyrir föður sinn.. skammast
sín fyrir bóndanafnið ! ”
SUÐURLANDA-STÚLKAN á NORÐURLÖNDUM.
Fáar mílur fyrir sunnan Vasa, um 63.
brciddar stig, snýr strönd Finnlands frá
sínu beina striki í hí.norður og stefnir til
landnorðurs. Hinn víði, blái Helsingjabotn
stefnir sömu leið, mjókkar snöggvast við
“Kverkina”, breikkar þá aftur, og liallar
sinni háu brún að brjósti landsins. Norð-
anvindurinn, sem kemur frá íshafinu, nær
þar til að næða og blása með fvllra frelsi
en annarsstaðar, engist saman idragsúg
milli stranda Kverkarinnar, og hryndir
öldunum með ógnar-æði inn á sjávarklett-
ana. I miðju þessu stórviðrahafi liggja
hin graslausu Gaddasker með vitaturnin-
um og löngu sandrifi. Þegar fjallstorm-
urinn hristir vængina ýfir þcssum hættu-
legu skerjum, þá er livert far í veði, sem
hættir sér inn gegnum mjósundið við Und
irstein, hafi það ekki öruggan stjórnara og
liðuga sigling. En um hásumarið þegar
vindur stendur móti sólu, boðar norðan-
áttin, þótt undarlegt þyki, hið hagstæðasta
vcðurlag og liina fegurstu daga, heiðríkj-
ur í sífellu og sólbráð, þá svífa skipin
hundruðum saman út frá ströndunum
gcgu um cyjar og grynningar til að legga
nct fyrir síldartorfurnar, og liin vanstilta,
Kán hjalar þá sem mildust móðir við dæt-
ur sínar, hinar fagurgrænu eyjar, sem
hvíla við brjóst hennar.
Þegar Áland líður, er ekkert hérað á
Finnlandi jafn-auðugt af frjósömum eyj-
um scm Kverkin og ströndin næst fyrir
austan hana. Ótal eyjar og 'hólmar—stærst
er Vallgrund og Bjarkey—liggja þar á
við og dreif, eins og grænir dropar á blá-
um feldi, og mynda sérstaka sókn, scm
kennd er við Replót, eintómir hólmar og
sker, og búa þar fiskimenn einir. Svo
margir eru þessir eyja-klasar, svo breyti-
leg eru sundin og leiðirnar slíkir refilstíg-
ar, að út úr einum þessara klasa, Milcaels-
eyjunum, sem mörg-himdruð smáhólmar
mynda, mundi enginn lifandi maður rata,
ef inn væri kominn, sem ekki hefði með
sér þar innborinn mann til leiðsagnar.
Þrjátíu gæzluskútur myndu ekki duga þar
til að varna tollsvikum; það er einuiigis
eitt meðal til, sem bætir þá erfðasynd
allra strandbyggja, og það er mild og væg
tollskrá með fáum banngreinum, og þctta
hefir Fnnland reynt á seinni árum með
stórum hagnaði.
Á sama tíma og þeir atburðir gerðust,
sem sagt var frá f næstu köflum að fram-
a.n, var það, að í miðjum Ágústmánuði
1632 risti herskipið María Eleónora öldur
Helsingjabotns; kom það frá Stokkhólmi
og stefndi norður til Vasa; skyldi það
sækja útboðslið frá Austurbotni og flytja
til þýzka ófriðarins. Það var heiður og
fagur sumardagsmorgun. Á hinum vítt-
þanda haffleti lélc hið óumræðilega sólblik
sem í einu er svo gagntakandi, áhrifamik-
ið og gagntakandi blítt. Ómælandi snjó-
bteiður, sem sólin skfn á, má við það jafna
hvað fegurðarskraut snertir, en snærinn
er kyrrð og dauði, en særinn líf og hreyf-
ing. Iíafið með livíld og ijóma er ímynd
stórleikans með yndis-brosi, það cr sofandi
jötun, sem dreymir um ljós og lilj-ur.
Bringa hans bifast hægt og hægt; skips-
íjölin skelftr þig ekki þótt hún vaggi þér ;
liægt ætti hann með að soga þig niður í
sitt gin, en hann er hógværðin sjálfj og
breiðir sinn silfurfeld undir kjöl þinn, og
liann, tröllið, ber þig, sinn vesæla dverg,
sem barn á örmum.
Sólin var nýlega runnin upp. A þilj-
um briggskipsins var alt þegjandalcgt cins