Öldin - 01.06.1894, Síða 12
92
ÖLDIN.
ingja barnið er búið, hirðir úr því ekkert
um, Jx5tt hinn vegsamlegi sigurvegari só
svarinn fjandmaður hennar trúar og
kyrkju ogætli hvorttveggja að eyðileggja.”
Eegína snéri tárvotum og skínandi augum
frá hafinu og leit við ráðanaut sínum með
dsegjanlegri efasýki. “Segðu mér,” sagði
hún nærri því byrst í málinu, “er það
hugsanlegt að maður geti undir eins verið
engill að eðallyndi og óvættur af illsku ?
Er nokkrum unt að vera hinn allra mesti
maður og allra versti í einu ? ”
Regína horfði aftur út á hafið. Morg-
unsins friðsæla kyrð hvíldi yfir hinum
skinandi sæ og svæfði alla ólgustorma
hjartans. Hin unga mær stóð og þagði.
En Dóróþea sagði: “Af þeirra ávöxfcum
skulu þér þekkja þá. Minnist þcss, kær:i
jungfrú, hve mikið tjón liinn óguðlegi kon-
ungur hefir gjört oss og vorri kyrkju.
Hann hefir líflátið mörg þúsund liðsmanna
vorra, hann hefir rænt og ruplað klaustur
og borgir, hann hefir út rekið nunnur og
heilaga feður út úr þeirra guði vígðu
griðastöðum, og hinn guðhrædda Hieróny-
mus hafa menn hans, hinir heiðnu Finn-
ar, hræðilega útleikið. Okkur sjálfar hef-
ir hann rekið í útlegð og út á enda ver-
aldarinnar”.
Aftur leit Regina yfir eyjar og sund,
senx blöstu við í morgundýrðinni. Meðan
myrkranna andi hvíslaði liatur í eyra
hennar, sýndist lienni hin skínandi nátt-
úra vera að boða henni eilífa ást og elsku.
Og sú hugsun var nærri orðin lijá henni
að orðum, sem sagði: “Hvað gjörir það,
þótt liann hafi tekið þúsundir manna af
lífi, þótt liann hafi útrekið nunnur og
múnka, þótt hann hafi vísað okkur í út-
legð, hvað hefir það alt að þýða, ef liann
er stórmenni í öllu og breytir samkvæmt
boðum trúar sinnar ?” En hún þagði sak
ir ótta, hún þorði ekki að brjóta um þvert
frá öllu sínu undangengna lífi. I stað
þess greip hún til eins orðs, sem Dóróþea
liafði sagt, eins og hún vikli burt leiða
þrumuský þeirrar heiptar og íyrirmunun-
ar, sem dró saman dimman þokumökk ut-
an um hjarta hennar—þessa óstöðugu en
yndælu skuggsjá hafsins, sem skín af
sumarmorgunsins fersku dýrð.
“Veistu, Dóróþea”. sagði hún, “að
Finnarnir, sem þú hatar, búa við strendur
þcssa hafs ? Sérðu þessa rönd, sem kem-
ur þarna upp í austrinu ? Það er Finn-
land. Eg er ekki enn búin að sjá strönd
þess, og þó get ég ekki fyrirlitið það land
sem laugast af svo björtu hafi. Ég get
ekki hugsað mér að illir menn megi vaxa
upp við hjarta slíkrar náttúru”.
“Allir heilagir náði okkur!” hrópaði
liin gamla, rétti sína mögru hönd og gerði
krossmark. “Er þá þetta Finnland ? Sá
heilagi Patríarkus varðveiti okkur frá að
setja okkar fætui' á þá fordæmdu strönd.
Þér hafið þá, kæra jnngfrú, aldrei heyrt,
hvað sagt er um þetta land og þess heiðna
fólk? Þar er sífeld nótt, snjórinn bráðn-
ar þar aldrei, og hin villtu dýr og enn
villtari rnenn sofa þar saman í gjám og
grifjum. í skógunum er svo fullt af árum
og óvættum, að kalli maður á einn þeirra
með nafni líða óðara fram hundrað ófreskj
ur undan limi og greinum. Og sín á milli
ofsækir þar hver annan með göldrum á
alla vegu, svo í hvert sinn sem einhver
hatar annan, galdrar hann óvin sinn og
færir hann í úlfsham, og hvert orð, sem
þeir tala., er svo magnað, að þegar þeir
vilja búa til bát cða öxi, segja þeir að svo
skuli verða, og svo fá þeir hvað sem þeir
vilja.
“Það er dáfögur mynd, sem þú mál-
ar”, sagði Regína, og hló í fyrsta sinni
eftir langan tíma, enda hafði heilnæmi
liafsins stórum hresst við hennar draum-
sjúku sál. “Farsælt er það land í sann-
leika, þar sem menn geta veitt sér alt sem
þeir óska sér, með einu orði! Ef ég er
svöng, óska ég að fá fallegt aldini, og
segi: aldini! Þá er það komið. Ef mig
þyrstir scgi ég: lækur ! þá rennur þar óð-