Öldin - 01.06.1894, Qupperneq 16

Öldin - 01.06.1894, Qupperneq 16
9G ÖLDIN. sér ckki, “þá mundi ég kunna að virða heiðarlegan mann í húsi hans og gamals manns hærur. Og væri ég Bent Kristins- son og þóég hefði yflrunnið rússneska keis- arann og kloflð í herðar sautján lifandi striðsmarskálka, þá mundi ég engu síður muna, að faðir hans Bents Kristinssonar hét Kristiun Nielsson, var bóndi í Limingo og féll á Ilmólu ísi sem vaskur maður, móti harðstjóranum honum Fleming.” Undirforinginn stóð litla stund eins og áttaviltur. Síðan geklc hann beint að mót- stöðumanni sínum. “Veiztu, bóndi, að ég er búinn til að ncgla þig, sko!” mæiti hann með grimdarsvip og dró til hálfs úr sliðrum sinn skelfllega langa sköfnung. Bertila brá sér hvergi og krosslagði hendur á brjósti. “Ertu ekki smeikur, karl ?” sagði sig- urvegari hins rómverska ríkis, sem liinn gamli sló af laginu með einurð sinni. Fann Bertila nú, að liann liafði yfirtakið. “Hve- nær sástu flnskan mann verða hræddan ?” sagði liann. Undirforinginn var ekkert illmenni. Það var að lionum komið að gerast göfug- lyndur, grimdin í svip lians breyttist í hið hranalega kátínufas, sem fór lionum miklu betur. “Vitið þið það, piltar,” sagði liann og leit til sveitunganna, “þennan afgamla uxa vantar hvorki liorn né klaufir. Það liefði víst mátt verða eíttlivað úr honum hefði liann fengið að vera með stórliöfðingj- um. I gær, þegar þeir voru fimtán um einn — því það megið þið vita, að fullir fjórtán voru þeir um að koma mér upp á bakið á karlinum, og merki bera þeir allir eftir mig —r já, það scgi ég, ég hefði lúbar- ið karlinn til óbóta í gær, hefði kvenfólkið ekki verið, því stelpurnar sátu líka við borðið. En í dag erum við flmtán umcinn, mér sýnist að við lofum karlinum að lilaupa.” “Ilann er vellríkur eins og skrattinn,” kallaði eiun í liópnum, “hann á að.gcfa okkur öltunnu.” Bertila tók upp litla leðurpingju og úr henni nokkra silfurpeninga frá dögum Karls níunda; þeim þeytti liann út í ösina með fyrirlitningarsvip. Þetta espaði aftur dát- ana, ýmsir hnefar komu á loft og það lá við að alt færi aftur í bál, en í því snéri allur flokkurinn við og hlupu þeir sem fæt- ur toguðti niður til hafnarinnar. Menn heyrðu fallbyssuskot; það var herskipið María Eleonóra, sem heilsaði Krosshólmi. JUNGFRÓ KeGÍNA KEMUR TIL KrOSSHÓLMS. Allir, sem fætur höfðu í Vasa, fiyktust piður til liafnarinnar til að sjá uýkomna herskipið; slíkt var þar sjaldséð sjón. Fi'mm eða sex hundruð manns stóðu þar í fjörunni, réru út á bátum, klifruðu upp í siglutrén á skútunum á höfninni, en sumir fóru upp á þökin á forðabúrunum, til þess að fá sem bezt útsýni. 200 nýir liðsmenn horfðu með undrun og metnaði á skip það, sem skyldi flytja þá frá fósturjörðinni, ef til vildi fyrir fult og alt. Og bak við þá stóð stór hópur af mæðrum, systrum og unnust- um og grétu beiskum tárum, svo kviðu þær fyrir skilnaðinum. Úlfsparri var í Svíaríki. Ilans næsti undirmaður fógetinn Pétur Thún, ásamt fyrirliðum liðsins, tóku á móti komumönn- unum. Nýju hermennirnir stóðu í röðum og foringinn af herskipinu bauð jungfrú Regínu hæversklega arm sinn, að hann leiddi liana til kastalans. En í þeirri svip- an fann hin stórlynda ungmær að hún var fangi. Hún þáði ekki hönd foringjans, heldur gekk óstudd, bein og skörugleg sem [Framh.] E F N I : Heiuíert SrENCER : Um líkams- bygginguna. — Topelius : Sögur her- læknisins. Ritstjóri : Eggert Jóhannsson. Útgofandi: Hkií. Prtg. & Puiil. Co.

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.