Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 6

Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 6
86 ÖLDIN. Varð ei //.verft við konungs-reiði, Kærleik vann úr sök ; Kveykt i muna hilmis hafði Hugsun nýja’ og rök. — Heim þó stjórni hnefa-réttur, Heimska’ og öfund trylcl, Meira gildir gáfa skáldsins, Gæfa hans og snild. Þú, sem færð við óðar-arfi Öllum taka lians, Láttu aldrei eign þá beztu’ í Umráð fjdrh 'lds-manns. Skín þú eins og geisli gegnum Glugga aumingjans, Nýja hugsun heimsku kveyktu’ í Höfði ofstopans. Sig lyng-holtin móhrún við fifusund feldu, Og flatlend og skvompótt var jörðin á Kcldu Og fjallið með tindum og teigum var fjærri ■Og túnið var þýft og flóinn nærri Og höggdofa’ og fálátt var fólk á því setri Af fannmokstri’ og vatnsburði’ á sérhverjum vetri, Og meðan að sumarið lýsti yfir landi Af langvinnu og stirðu votabandi. En þó að þar fátt væri’ um framför og hægðir I fóðursælt búrið þar skorti’ engar nægðir ; Hver unan sér gleymdi og gekk að því nauð- Að gera með striti búið auöugt. | ugt En þó var sá brestur á búandans Jáni Að barnið hans, frumvaxta sonur, var bjáni, 'Og lagðist í eldskála, kúrði í krónni Á kolabyngnum hjá öskustónni. ‘Og piltinn þann héldu menn hrakmenni vera, Að höfðingja slíkum þá smán skildi gera. — Því lofi á auðlegð og meðal-mensku Lauk múvurinn þar, eftir sveitar-lenzku. Og skotspónn í hjúanna önugu aggi, I ertingum, launklípni, griðkvenna naggi Var fiflið—á bænum því minst hann sín mátti Hann mest af ónotum bera átti. Hans athvarf var móðir hans einasta’ og bezta, Sem aldrei Jét traustið á krakkann sinn bresta Og henni fanst einatt som eygði hún bauga Af ægis-hjálmi i fiílsins auga. Hann þroskaðist—vildi’ ei til þarfa neitt gera ; En þó sýndist mannsbragur á honum wia Er sögur um kappanna afrek, við eldinn, Frá ómuna tíð menn sögðu um kveldin. Og átján vetranna var hann nú orðinn, — Og vogurinn leystur og snæfjötruð storðin Og alt það að viðrakna’ er veturiun liuldi, Því vorhlákan úti’ á þekjum buldi. . Þann morguninn árla úr fletinu fór hann, Til föður síns gekk—allir kváðu hann stórann, “Mér liamingju’ að leita’ út í heiminn ég stefni, En herklæði skortir og farar-efni.” En faðirinn liæddist að heimtingum slikum, Og henti’ í hann gömlum og óvöldum flíkum. “Slík klæði’ eru fullkostug flakkara’ að slíta ! Og föruprik mun landeyðu Jilýta.” Og hæddur og félaus úr föðursins garði Gekk fíflið í burt — en móðirin starði Með sorg á þau málslok er sjá hún ei vildi. Hún syninum alein á götu fylgdi. Að skilnað’ hún gaf honum gullhjalta friðan Sem gripur var bezti i ætt Jiennar, síöan Að forfeður báru’ hann á fornaldar-dögum. Það fylgdi’ honum grúi af hetju-sögum. “Þó smærri sé gjöfin en heimtar minn hugi, Við hjör þessum taktu, og vel þér hann dugi, Og auðnan þér fylgi og góð verði gangan, Og garplega berir þú Ættar-tangann !” ------ Þó seint bærust fréttir um sjó og um strindi, Kom samt þar að móðirin heyrði með jmdi Um afreksverk fíflsins í framandi löndum, Sem frægðarlaun tók af konungs höndum. Og þeir, sem sinn skildleik við fábjánann földu í frændsemd við íþróttumanrnnn sig töldu. Þeir skildu, að orðin um aldurdaga Að ættar-hróðri var fíflsins saga. ----Og enn þá í heiminum margt hvað ið mesta Sem mannkynið eignast, ið djarfasta, bezta, Er ræktarlaust fóstrað í kofa-krónni Á kolabyngnum hjá öskustónni.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.