Öldin - 01.06.1895, Side 7
ÖLDIN.
87
Hergilsey]ar=bondinn.
Hana stóð npp á hamrinum — Súgandi sjó
Að sunnan kom Börkur með íiintán manns,
Og skeiðin sem /ivalfiskur kvikuna smó ;
Af kappi var róið af skipverjum hans,
Þeir hlummana knúðu í harðspentri greip
Svo hrikti í súðum og marraði’ í keip.
Hann stóð upp á hamrinum — horfði’ inn á
sund
í*ar háskinn og G-ísli’ áttu tveir einir leik !
Hve skamt honum miðaði’ úr stað hverja
stund
Sem strengd væri’ á hafflötinn kænan hans
veik,
Og honum fanst rétt sem hann gæti’ yfir gjálp
Til Gísla sér kastað með bjargráð og hjálp.
En kominn var Börkur og kallaði hátt :
“TJm kosti þú, Ingjaldur, velja mátt tvo.
Að segja til Gísla’ eða lúta hér lágt;
Mtt líf er í hendi’ okkar fimtán — sko !”
— Þá létti’ yfir Ingjaldi’ og áhyggju-nótt
Af enni hans leið, og hann svaraði rótt:
*‘Ég ei fyrir svívirðu sæmd mina gef,
Þú selur mér tórandi aldi'ei mitt líf !
En Gísla, þinn útlaga, haldið ég hef
Og hvenær sem get skal ég vera’ honum hlíf.
Aið kjör þau að skilja ei kalla ég aumt
Sem klæða mig ræflum og skamta mér
naumt !”
Því sál hans var stælt af því eðli sem er
í ættlandi hrjóstugu’, er veitir svo fátt,
Sem fóstrar við hættur — því það kennir þér
Að þrjóskast við dauðann og treysta’ á þinn
mátt,
í voðanum skyldunni’ að víkja’ ekki úr
Og vera í lífinu sjálfum þér trúr !
Mjöll dottir Snæs konungs.
Og hún var fríð, en heldur föl á brún,
Og hyggjufróð og kunni rúna-letur.
Tvö leiksyskin í æsku átti hún :
Ið úfna Norðurhaf og langan Yetur.
Og svipheið eins og sól og vetrar hjarn,
Sem silfurhökli vefur fjalla-dalinn,
Og aldrei Norðrið bjarteigara harn
Enn bar, en Mjöll, sem kóngi Snæ var alin.
Menn sögðu’ hún hefði setið marga nátt
A seiðhjall úti, því hún kunni bæði :
Ur fornum sögum sérhvern týndan þátt
Og söng og numdi öll hin gömlu kvæði.
Því andinn hennar öll in köldu kvöld,
Þá kraftar manns og landsins inni frjósa,
I geisla vorsins vafði liðna öld,
Sem vetrar-himin heltin norðurljósa.
Svo liðu tímar. Gest að garði har,
Sem glaum er slær í einveruna hljóða ;
Og Sturlaugs konungs sendisveinn hann var,
Frá sölum kominn ríkra’ og göfgra þjóða.
Þau áttu stefnur, stofuþing og mót
Um Sturlaugs frægð og yndið suð’r i löndum;
Og henni fanst þá höll sín vera ljót
Og hagur dapur þar á auðum ströndum.
Og hónorð Sturlaugs flutti oft og fast
In fagurmálga, slæga hirðmanns tunga,
Uns alt sem heima spekir, harnið hrast
Og burt með honum leyndist Mjöll in unga.
En það var fals. — Og þó var hún svo spök
Að þá fanst engi’ í hygðum heimsins landa,
Nema hún, sem kunni’ að rekja rök
Sem ríkan konung gátu leyst úr vanda.
Og getið þess um afdrif hennar er :
Til ösku létu kóngar hana brenda.
-----En mér finst sagan hafa ruglast hér
Og hlotið annan langtum betri enda.
Því enn, er vetur felur dal og fjöll,
Og frostin störfum íslenzks hónda hamla,
Mér virðist fornar sögur segi Mjöll
Og syngi kvæði, dóttir Snæs ins gamla !
* *
*
Ég þekki land sem ískalt Norðrið ól,
Með eldhraun dökk og jökulbreiður gráar,
Og þar reis dagur óðs og sögu-sól
Er suðurlanda stjörnur skinu fáar.