Öldin - 01.06.1895, Page 8
88
ÖLDIN.
Hvar leita ætti’ sinni fornöld frá
Aö fólgnura auð, er þjóðir stóðu’ í vanda,
Það aleitt kunni’ að þýða gátu þá ;
Því það var tunga gömlu Nurðurlaiula.
Að lokum tók það langvint smánargjald,
Er leitt af slægð og fávizkunni sinni
Það kaus að ganga konungsstjórn á vald,
Og krafta þess er sagt hún brendi inni.
En ég trúi ekki’ að feðra grund
Sé eydd að krafti.— Bráðum við hann raknar!
I þjóð og hjörgum blundar hann um stund;
Sem Brynhildur hann hertýgjaður vaknar.
Því saga’ er lesin enn á bóndans bæ,
Og bragir sungnir, oft með fögrum hljómi,
Þó skorti kaimske lcunnuglegan blœ,
Og kveðið sé í annarlegum rómi.
Það færir vor — þó beri’ ei allan brag
Af blómum þeim, sem að eins spretta’ í móum;
Það fyllir sveit með glaum og gleði-lag,
Þó gleymi’ að holtin eru’ ei þakin skógum.
Og loks, er vaknar landsms eigin sdl
Og lítur eins og vorsól yfir dalinn,
Hún fær í aríieifð öllum dýrra mál
Og auð í huga sögu-þjóðar falinn!
Og þá sér fólk að sögu einnig á
Inn ungi smali, er villist fram á heiði
Og þreytir kraft við kulda’ og vetrar-snjá,
Uns klaka-skaflinn verður honum leiði.
Og þá með vissu vitað eins það fær,
Þó vanta kunni auð og jarðveg frjóvan:
Ið bezta, sem á grundu hverri grær,
Er göfugþjóð með andans fjársjóð nógan !
Og falin eru’ í landsins svellga svörð
Þau sönghljóð djúp sem náð enn hefur enginn.
— En þá mun verða glatt við fjall og' fjörð
Er fæst sú hönd, cr lcann að s'penna strenginn.
Mimnmælasögur Indíána.
Flóðið mikla o. fl.
Eftir F. .1 ncobsou.
(Lauzleg þýðiwj).
Niðurlag.
Þannig hélt töframaður þcssi hinn
mikli áfram, með konu sinni. Þau fóru
stað úr stað, týndu saman leifar mannanna
og skipuðu beinum í iéttar skorður og
vöktu þá svo til lífsins. Þannig bygðist
jörðin á ný. A meðan hinn góði andi vann
að þessu, var hrafninn óþarfa gestur í ná-
grenninu. Hann sveimaði yfir beinaköst-
unum, hjó í þau og bar enda bein og bein
á burtu. Hafði þá andinn ekki önnur ráð
cn að tálga spítu til þess hún íélli í farið
og 'láta hana síðan gilda sem bein. Eðli-
leg afieiðing af þessu var sú, að margír
kvörtuðu um gigt og stirðleika um liða-
mótin, þegar þeir vöknuðu. En svo mátti
nú færa það til sem sennilega ástæðu, að
beinin höfðu svo lengi legið í vatni. Allír
þessir upprisnu menn álitu að þcir hcfðu
bara lcgið og soíið sætt og lengi, og höfðu
ekki minstu hugmynd um hvað gerst hafði
Eftir að hafa þannig endurskapað mann-
kynið, kallaði þessi skapandi andi fólkið
alt saman á fund og talaði þannig við það:
“Fyrir stuttri stundu kom íióð mikið
yfir jörðina svo að líf alt týndist. Sama
skelfingin getur dunið á síðarmeir, eftir að
ég, sem nú hefi lokið verki mínu ofanjarð-
ar, liverf heim aftur í djúpið undjr jörð-
unni, studdur við töfrasprotann, sem nú
hvílir á brjósti mínu. Þegai' jörðin hrist-
ist, þá er það ég sem teigi útlimi hennar,
þreyttur og þjakaður undir hennar þungu
byrði. Það er þá yðar skylda að fram-
bjóða sæmiiegt offur og á þann hátt létta
undir með mér, jafnf'ramt því, sem þér með
því tryggið sjálfum yður vinf'engi mitt og
góðsemi, og undir því er komin öll yðar
ánægja og friður. Þér skuluð steikja viit-