Öldin - 01.06.1895, Page 9
ÖLDIN.
89
ar endur, þér skuluð samansafna fjöðrum
þeirra og fiðri, þér skuluð fylla stóra sjó-
skel með feiti og að því búnu kasta öllu
þessu & logandi fórnareld.”
Margt fleira sagði andinn áður en
hann hætti að tala yfir mannsöfnuðinum,
og endaði ræðuna með heitingum og áskor-
unum á víxl. Svo hvarf hann frá þeim og
hélt til undirheima og þaðan stýrir hann
gangi hlutanna og verndar jörðina frá eyði-
leggingu.*
Á meðal hinna mörgu sem andinn
hafði vakið upp frá dauðum— heldur þjóð-
sagan áfram — var stúlka, sem fyrir flóðið,
alt frá hernsku-árum, haf'ði verið veik, og
hún var það enn. Enginn læknir Indíána
eða töframaður gat fundið henni meinabót,
eðajafnvel linað þjáningar hennar. Yegna
þessa ólæknandi sjúkdóms vildi enginn
maður taka hana fyrir konu, en meðal
Haida-Indíána, —- eins og annars meðal
flestra villimanna-flokka — er það álitin
smán mikil að vera ógift. Hin sjúka stúlka
stóðst ekki skens og stríð félagsbræðra og
systra, tók sig því út úr hópnum og hélt út
í mirkviðinn, burt frá mannabygðum og
bar aleigu sína með sér, sem ekki var fyr-
irferðarmeiri en svo, að hún vafði hana
innan í eina mottu úr hálmi. Niður við
sjó á vesturströnd eyjarinnar bygði hún sér
byrgi úr trjágreinum og birki-berki og afl-
aði sér til íæðis róta nokkurra, sem enn
eru brúliaðar til manneldis. Einu sinni
þegar liún var að grafa eftir þessum rótum
kom hún niður á rót eina einkennilega,
sem mjög er sjaldgæf á Queen Charlotte
eyjum, og át hún nokkuð at’ henni. Það er
trú Indíána, að þessari rótartegund fylgi
sá töfrakraftur, að sö hún étin ný og fersk
*) Þegar jarðskjálftai' ganga, hafa Indí-
ánar þessir þann sið enn, að kynda fórnareld
og kasta á hann fiðri og feiti, sem hór segir, og
Þylja svo á meðan á þeirri athöfn stendur :
l‘Ha, ha, ha, ha. Þú ert herra jarðarinnar og
hér færi ég þór fórn.” Þeir trúa því greini-
lega, aö h irði þeir ekki um að frambera fórn-
ma farist jörðin í hristingnum.
úr jörðunni, uppfylli hún hverja þá ósk
sem sá eða sú ber fram, sem fann hana og
neytti hennar. Daginn eftir, þegar ein-
setustúlkan var orðin leið á að grafa eftir
rótum, gekk hún niður í íjöru og fór að
tína upp sjóskeljar. Að nokkrum tíma
liðnum hafði hún fylt körfu sina og snéri
heimleiðis. Hún var komin upp að skóg-
arjaðrinum þegar hún heyrði ungbarns-
raust niður í flæðarmáli og virtist henni
kallað á sig og hún beðin að koma. Hún
snéri sér við, horfði niður um fjöruna, en
sá ekki neitt. Næsta dag aftur heyrði hún
sömu raustina og enn þriðja daginn, en
aldiæi gat hún séð neitt óvanalegt í fjör-
unni. Henni féll þctta illa, en fjórða dtvg-
inn, þegar liún var komin upp undir skóg-
inn, heyi’ði hún hrópið enn og enn greini-
legar en áður. Enn snéri hún við og lit-
aðist um, í það skiftið með ákjósanlegasta
árangri. Hún kom auga á skel í sandin-
um sem hljóðið kom frá. Nærri frá sér
nunún af fögnuði tók liún skelina, bar
hana heim í hreisi sitt og vaktaði liana
eins og sjáaldur auga síns. Á fjói'ða degi
opnaðist skelin og gægðist út höfuð á svo
ofurlitlum og undurfallegum dreng. llún
réði sér naumast fyrir glcði og þá því síð-
ur á fjórða degi þar frá, því þá skreið litli
maðurinn alveg úr skel sinni. Ilún helg-
aði honum alla sina ást og annaðist um
hann eins og árvakrasta og ástríkasta móð-
ir. Drengurinn óx og dafnaði og fékk
málið fyrri miklu en börn venjulega gora.
Hann var heilsugóður og stór og sterkur
ekki síður en bi'áðþroska, og var því sann-
arleg't eftirlæti fósturmóður sinnar.
Einu sinni, þegar sveinninn var að
leika sér úti fyrir húsinu, sá hann fugl einn
lítinn, sem hann vildi handsama og sem
hann eltist lengi við, en til einskis. Hann
náði honum ckki og kvartaði yfir óhepni
sinni við fóstru sina. Bað hann hana þá
að gcfa sér boga og örfar og bjó hún hon
um til skotfæri þau úr tré, en þau uppfylíu
ekki kröfur hans og gerðist hann ekki á-