Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 10

Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 10
90 ÖLDIN. nægður fyr en hún b.jó honum til boga úr eir. Þá var liann ánægður og upp frá því hneigðist hugur hans najðg að veiðum. Iiann dróg til húsins mikið af fuglum og fyrir beiðni lians safnaði móðir hans afl- taugum öllum úr fuglum og geymdi. Með tímanum hugsaði pilturinn öllu fremur um fugla og dýraveiðar og dvaldi miklu meir í skógum úti en við heimilið. Á veiði- stöðvum sínum í skóginum bygði hann sér íaufskála og dróg þangað veiði sína, sem aðallega var: endur og gæsir og aðrar fuglategundir. Þegar kvöld var komið, lagði liann svo af' stað heim með stórar byrðar og voru því að venju alsnægtir af fæðu á heimilinu. Þannig liðu árin. Pilturinn óx og færðist á unglings aldurinn. Einu sinni bar það þá til, er hann var á ferð um skóg- inn, að hann hitti aðra menn. Hann hafði nefnilega farið svo langt, að hann kom 1 hoimkynni þeirra ættingja fóstru sinnar, og er hann kom heim u.n kveldið, spurði hann hana hvers kyns náungar það væru, þctta ókunna fólk. Sagði hún honum þá raunasögu sína, svo að hann varð þess nú vísari, hversu illa þetta fölk hennar hafði farið með liana, skensað hana og smánað. Honum þótti vænt um hana og tók sárt að heyra söguna; strengdi hann þess þá heit, að hefna hennar rækilega, og næstn nótt dreymdi hann draum, sem enn betur styrkti hann í því áformi. Hann drevmdi að storkur sat á tré framundan húsinu, og þótti honum hann ávarpa sig á þessa leið : “Þegar næst þú fer á veiðar, muntu sjá mig sitjandi uppi í tré einu; þegar ég lyfti mér til flugs, mun bein detta úr líkama mínum. Þú skalt taka bemið og halda svo til þorpsins þar sem ættfólk fóstru þinnar býr. Gakk með fram veggnum á húsi föðurbróður fóstru þinnar og muntu sjá rifu á veggnum; líttu inn um rifuna og muntu þá sjá son höfðingjans inni. Bein- inu skaltu kasta inn um rifuna og mun það ganga innum bringu hans, en hann mun þegar leggjast veikur.” • Daginn eftir fór hann að venju á veið- ar út í skóg og fór alt fram sem fuglinn í draumnum hafði sagt honum. Hann sá stork sitja í tré, sem flaug upp er hann sá piltinn, en bein datt niður og tók hann það og hélt svo til Indíánabygða. Hann fann húsið og rifuna á veggnum og mn um hana sá hann son höfðingjans og skaut hann þegar beininu, en það festist í brjósti sveinsins. Föður hans varð hverft við, er drengurinn sýktist svo snögglega, og svo geyst, og voru þegar kallaðir saman allir læknar og töframenn í nágrenninu. Þeir komu og skoðuðu sveininn, en gátu ekkert að gert, af því beinið var þeim ósýnilegt. Næsti dagur varð tíðindaríkur. Söguhetj- an sat við dyrnar á liúsi sjúka drengsins og sá jafnvel þaðan beinið í brjósti hans. Yar hann þá að hugsa um, hve undarlegt væri að hann einn skyldi sjá það, en engir hinna frægu, stoltu töframanna gátu séð það eða fundið. Á meðan liann var að hugsa um þetta, kom gamall töframaður að húsinu og settist líka niður hjá dyrun- um. Hann var mjög dökkur ásýndar með liár mikið, gróft og úflð í þófum niður á herðar, en vaxtarlag hans þannig og til- burðir allir, að hann var til að sjá alls ekki ólíkur hnísu.* Þegar gamli maðurinn hafði setið um stund og hagað sér eins og væri hann að lilusta á eitthvað með athygli, stökk hann alt í einu á fætur og sagði: “Heyrið þið, hvað þessi ungi maður sem hjá mér er, er að hugsa um ? Hann er að undrast yfir því, að enginn af okkur skuli sjá beinið, sem kastað var í brjóst sjúklingsins.” Þegar fóstursonur einsetukonunnar *) Meðal Haida-Indíána er sú trú ríkj- andi, að hnísan sé ímynd töfra eða læknisfræð- innar. í þetta skifti hafði hnísan tekið á sig mannsmynd og hafði svo að sjálfsögðu verið kölluð til hins sjúka drengs. I þessu sam- bandi má geba þess, að Indíánar auðvitað trúa því alment, að töframenn þeirra geti á augna- bliki umhverft sér í mynd hvers dýrs sem þeir helzt kjósa.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.