Öldin - 01.01.1896, Side 7
ÖLDIN.
7
vöxt og viðgang fi-elsisins, verður aukning
og umbót aðferðar allrar, í þessu landi, á
Englandi og á Frakklandi, scm ■'dðhöfð cr
til þess lýðurinn geti sýnt skipanir sínar,
eða vilja sinn. Það sem sérstaklega er átt
við hér, cr rynbót á kosninga-aðferð og
kosningalögum ; Astraliska kjörseðlakosn-
ingin verður almenn og kjör registur Myers,
—vélin sem teluratkvæðin jafnóttog þcim
er kastað, vcrður við tekið og jafnframt
því lög til að koma í veg fyrir ólögmætt
athæíi við kosningar. Þess má og vænta,
að í framtíðinni taki löggjafarþingin meira
tillit en að andanförnu til þess: að mciri
hlutinn hefir engan rétt til meira en sann-
gjarns liluta af völdunum ; að viðhald iýð-
vmldisstofnana útheimtir þá sjálfstjórnar
hæfileika hjá borgar-búum öilum, að borg-
unum vcrði stjórnað svo röggsamlcga og
réttvíslega, að borgai'stjórnirnar þurfi ekk-
ert að sækja til löggjafar-þinganna, engin
ráð, engan styrk, engin lög. lívernig ait
þetta gerist er óhægtað segja, enþaðgerist
einhvernveginn, það er alveg áreiðaniegt.
Þjóð vor leyfir iýðveldinu ekki að iíða
undir lok. Nú þegar liöfum vér lært að
skiija útskýring Miltons á orðinu frelsi, þ.
e., “borgariegur réttur og upphefð allra
eftir verðleikum.” Ogþegar men nú hafa
lært að skilja þetta, þá liður ekki langt til
þess menn einnig læra að skilja ástæðurnar
fyrir óbeitinni, sem þeir menn ílestir hafa
á skyldu-prófi fyrir skrifstofustörf, sem
gera politiskan mála rekstur að aðal-
atvinnu sinni. En of miklar vonir mega
menn ekki gera sér. Það iiða eins víst
meira en lrundrað ár áður en Englendingar
eða Ameríku-menn viðurkenna svo heilag-
leik frelsisins,að þeir leyíi musterum sínum
að standa opnum á sunnudögum. Það
verður ef til vill langt þangað til bæði
Frakkland og Ameríka viðurkenna þær
sannanir Bretlandseyja, að iðnaður þrífst
bezt þar sem stjórnin skiftir sér minsr af
bonum og að þegar stjórn tekst í fang að
“ vernda ” þjóðarinnar veikustu iðnaðar-
greinar, þá skaðar hún þær sem sterkastar
eru og gagnsmestar. Einstaklingsfrelsið
verður tæpast í hættu fyrir köfnun vegna
vaxtar og þroska alþýðlegrar konungs-
stjórnar, því hvorugt þrífst nema hitt komi
sem hjálparlið. En eins víst er að meira
en ein öld líði áður en öllum slíkum ltröf-
um verður fullnægt svo að sátt og samlyndi
ríki.
Alt þetta er sjálfsagt þunglamalegt í
augum þeirra, ertrúa á slíka spámenn sem
þeir eru Charies H. Pearsou og Hfenry
Lazarus. Hinn fyrgreindi spáir því, að
þær þjóðirnar, sem til þessa hafa verið
íremstar í röð og mestu ráðið, verði að
þoka, en að í þeirra stað komi Kínverjar,
Hindúar og Suður-Ameríku-menn, sem
ráðandi þjóðirnar, eða stórveldin. Spá-
dómur liins síðartalda, “um cnsku bylt-
inguna á tuttugustu öldinni,” á að koma
fram á degi liins helga Valentínusar (14.
Febrúar). Á þcim degi á sáluhjálparher-
inn að grundvalla sósíal-stjórn. Verður
þá konunginum gert ómögulegt að haida
konungsnafni nema hann tafarlaust lofi
tveimur mikiisverðum umbótum: Banni
þegnum sínum að brúka nokkurt gull eða
gimsteina-skart og banni konum að koma
á mannamót í búningi, sem sýnir nakinn
háls og brjóst og liandleggi! En livað sem
þessum spádómum líður, þá er það víst að
menn hræðast ekkí her Kínverjanna leng-
ur. Iívað sósíalismus snertir þá er svo
mikið víst, að á Frakklandi er hann hvergi
nærri eins útþreiddur nú eins og 1848,
þegar ríkisstjórnin lofaði öllum þegnum
sínmn atvinnu. Hann er heldur ekki eins
útbreiddurí Bandaríkjum nú eins og 1843,
þegar rithöfundarnir flestir prédikuðu þann
iærdóm og þegar um tuttugu bygðarlög
reyndu þá búnaðaraðferð, þó ekki yrði hún
úthaldsgóð. Þauáform sem voru meiri ráð-
gátur en svo, að þær næðu tökum á liinni
gruflgjörnu nítjándu öld, þau áf'orm eru
þá því síður líkleg til að vinna sér alþýðu
hylli á tuttugustu öldinni, þcgar vísindaleg