Öldin - 01.01.1896, Blaðsíða 21
ÖLDIN.
21
Skáldsagnagerð
/
Islendinga.
íslandsvinurinn prófessor Carl Kuch-
ler í Leipzig þreytist ekki gott að gera fyr-
ir Islendinga. Hann lætur fá tækifæri ó-
notuð til að segja eitthvað Islandi til gagns.
I háskólamálið hefir hann tekið betur en
flestir aðrir í útlöndum og gert alvarlegar
tilraunir að vekja áhuga fyrir því málefni
í þýzkum löndum og safna fé til styrktar
þvf fyrirtæki. I haust er leið reit hann
markverða grein um hafþráðarlagning til
Islands og tilraunir allar sem gerðar hafa
verið til þess (í vikuritinu “DieKritik,”
Berlin 2. Nóv. 1895). Verður sú ritgerð,
og er máske nú þegar orðin, gagnleg því
fyrirtæki, sem svo er áríðandi að hafl fram-
gang, viðskiftanna og veðurfræðinnar
vegna. Og nú er próf. Kuehler að vinna
það, sem mestu varðar fyrir íslenzkar bók-
mentir. Hann er nú að láta prenta (hjá
Ilermann Ilaacke í Leipzig) bók sem höndl-
ár um söguskáldskap íslendinga frá 1800
til 1890. Er það fyrsti parturinn af rit-
gerðum hans um íslenzkar bókmentir. Síð-
ar er von á bók hans með dómi um íslenzka
Ijóðagerð m. m. Það er óhætt að segja að
þessi bók hans, sem nú er að koma út
(verður alprentuð snemma í Apríl) fær
mikla útbreiðslu, og það enda í Ameríku.
ísland á einn ötulan vin í Bandarikjunum,
bankastjóra Geo. Wilson í Lexington, Mis-
souri, og liann heflr ásctt sér að gera þessa
bók Kuchlcrs kunnuga alþýðu. Það er
lmns áliugamál, að auka þekkingu á íslenzk-
um bókmentum, enda er hann að gera öfl-
uga tilraun til að fá íslenzku viðtekna sem
námsgrein í einum stóra, viðurkenda há-
skólanum í Bandaríkjunum. Af þessu öllu
drögum vér þá ályktun, að með þessari
bók sinni vinni Mag. Phil. Kuchler íslenzk-
um bókmentum meira gagn meðal erlendra
þjóða, en nokkur einn maður hefir áður
gert. Að minsta kosti er óhætt að segja
að þær verða betur auglýstar nú, en nokkru
sinni áður, og er þá ekki ólíklegt að kvikni
forvitni hjá mörgum til að kynnast þeim
betur.
Höfundurinn hefir verið svo góður að
senda oss fyrstu örkina af bók sinni og
setjum vér hér aðalatriðin úr innihaldinu
í innganginum, eða formála bókarinnar.
Þessi sami inngangur er nú í millitíðinni
útkominn í vikuritinu “Die Zukunft”
(Framtíðin) í Berlin. Eftirfylgjandi er þá
inngangur bókarinnar í lauslegri þýðingu.
Inngangur.
Hinar elztu bókmentir Islands eru
Ijðð fornskáldanna frá byrjun miðrar 12.
aldar. Gengu Ijóð þau mann frá manni,
svo að einn nam at öðrum, og höfðu mörg
af þeim elztu verið til frá landnámstíð.
Eitthvað 50 kvæði eða brot af kvæðum
þessurn getum vér fundið í Sæmundar-
Eddu.
Þegar farið var að nota latneska stafa-
gerð í stað rúnanna gömlu, lók bókagerð
stórum að aukast. Auk skáldskapar fóru
menn að rita sögur, um málfræði, um
landafræði, æfisögur, um lög, og er margt
af því allmikil rit. En mestu og víðfræg-
ustu ritin eru þó Snorra Edda, Heiins-
kringla og fornmannasögurnar.
Seinna voru þjóðsögurnar færðar í let-
ui'. Menn fóru að þýða úr öðrum málum og
rita heilmikið af' guðsorðabókum, yrkja
sálma og því unf líkt og á ekki lengri tíma
en tveim öldum, til miðju 14. aldar, blómg-
uðust hjá þessari fámennu þjóð bókmentir,
með svo miklum listaverkum, að margt af
þeim getur talist með hinuin stærstu og
meistaralegustu og fullkomnustu bókment-
um allra þjóða á öllum tímum.
En frá 1400, eða þar um, kemur ann-
ar tími, svefn og doði eftir fjörið og fram-
kvæmdina. Þá er blómi hinna ísleiizku
bókmenta liðinn. Hann var mestur með-
an landið var frjálst. Þegar landið kom