Öldin - 01.01.1896, Page 13
ÖLDIN.
13
Ef þingmenn virkilega vilja ckki frekari
umræður, en einhver þeirra vill ekki trúa
því, keinst hann fljátt að raun um, hvað
mikil eða lítil þolinmæði er til, ef hann þá
gerir tilraun til að standa á fætur og byrja
að ræða málið. Er honum þá heppilegra
miklu að setjast niður sem iljðtast. Býður
forseti þá dyraverðinum að kalla inn þing-
mcnnina og er sú skipun algert bann. Eft-
ir að hún er útgengin má enginn bera við
að tala um málið. Eftir að þingmenn eru
komnir í sæti sín, stendur forseti upp aftur
og ber fram uppástungurnar, les þær enn
einu sinni, fyrst aðaluppSstunguna og svo
breytingaruppástunguna. Eftir að hann
hefiL’ lesið þær, fer þingritarinn til og les
þær báðar á frönsku. Undir eins og þeim
Icstri er lokið segir forsetinn, sem ekki
heflr setst niður meðan á lestrinum stóð .
“Atkvæðin eru um breytingaruppástung-
una. Þeir sem eru með henni, geri.svo
vel og rísi á fætur.” Reglan er að þing-
ritari geri merki viðnafn hvcrs þingmanns
scm á fætur heflr staðið, og sem aðstoðar-
ritarinn nefnir með nafni. Af þessn leiðii’,
að aðstoðarritarinn verður að þokkja nafn
og andlit hvers einasta af þeim 215 mönn-
um, sem sitja-í fulltrúadeildinni. Það gæti
orðið vandræði, ef nafnavilt væri farið í
einu einasta tilfelli, og þó væri það ekkert
hjá því, ef aðstoðarritarinn ruglaðist alger-
lega svo>'sem drykklanga stund. En slíkt
heflr aldrei komið tyrir enn í þingsögu
vorri, þó ekki séu ósjaldan greidd um flOO
atkvæoi á einhi klukkustund, eða um það
bil Þegar tekin hafa verið nöfn þcirra,
sem eru meö breytingunni, er kallað eftir
nöfnum þeirra sem á móti eru, og er þá á
ný hafmn sami leikur og áður. Sé bi eyt-
ingaruppástungan feld, skýrir forseti frá
því, og byrjar þá þegar sarna aðferðin við
að fti atkvæði um aðalnppástunguna. Að
atkvæðagrciðslunni lokinni, los þingritari
nöfn þeiria er greiddu atkvæði með og
móti hverri uppástungunni fyrir sig. Fyrri
en það er um garð gengið má enginn þing-
maður ganga yfir þvert þingliússgólfið, né
víkja úr sæti sínu. Geri einhver það,
heyrir hann undir eins hrópað “reglu” og
er það orð öflugra en nokkurt líin li! að
halda honum í sætinu. Ógilt er atkvæði
hvers þess þingmanns, sem ekki var í sæti
sínu þegar uppástungan var fyi’st borin
upp, en kom inn tneðan á atkvæðagreiðslu
stóð. Þingmennirnir standa í röðum og
sezt hver niður undir eins og nafn hans
heflr verið nefnt.
Þingsályktun ein bindur þingið sjálft,
en ef hún á að verða bindandi fyrir þjóð-
ina sem lög, þarf hún að koma í frumvarps-
fornii fyrir þingið og gegnumganga báðar
þingdeildir. Frumvörp eru tvenskonar,
opmber og heimuleg. Opinfcer eru þau
sem snerta almennings mál einungis, en
heimuleg þau, sem ei u ábrærandi félög eða
einstaklinga. Opinberu frumvörpin eru
framborin, eins og almenn uppástunga,
með þeim formála, að “leyfi sé veitt til að
bera fram frumvarp um” (þá fylgir nafnið
og frumvarpið alt). En lieimuleg frum-
vörp verða að hafa bænarskrá fyrir formála,
og áður en þau eru framborin verður það
að hafa verið tilkynt í stjórnartíðindunum
(“Gazette”) ogíeinhverju blaði í h rnðinu,
scm fyrirhuguð lög sérstaklega sncrta.
Þurfa þær auglýsingar að standa um
ákveðinn tíma í því skyni aðöllum verði
kunnugt hvað áformað cr. Auk þessa
þurfa heimuleg frumvörp að gegnum ganga
ósvikinn hreinsunareld þegar á þing- er
komið. Sérstök nefnd er skipuð til að
athuga þau með nákvæmni og hefir sú
nefnd nokkurskonar dómsvald I þvi máli.
Að öðru leyti eiga öll frumvörp, hvert
heldur oþinber eða heimuleg, sammerkt í
því. að öll þarf að lesa þiisvar á þingi og
má helzt ekki líða minna en einn dagur á
milli þess, sem þau eru lesin. Þegar frum-
vörp cru lesin í annað sinn, fer fram aðal-
umræður um þau, þó ekki þurfi það endi-
lega að vera, þegar um fceimuleg frumvörp
er að ræða. Auk þess sem þau eru lesin