Öldin - 01.01.1896, Side 17

Öldin - 01.01.1896, Side 17
ÖLDIN. 17 St. G. Stephansson — Kr. Stefansson. í þet.ta skifti veitist Öldinni sú ánægja, að færa lesendum sínmn andlits- mynd tveggja þeirra manna, er svo oít og vel haí'a skemt Vestur-íslendingum með ijóðum sínum. Þeirerubáðir alþýðuskáld Vestur-Islendinga, sem af eigin ramleik liafa brotið scr veg að því takmarki, að liverri þjóð sem er, er sómi í slíkum Ijóða- smiðum. Þcir eiga sammerkt að því Stbphan G. Stílphansson. leytinu, að hvorugur hefir gengið skóla- veginn. Efnaleysi foreldranna og vöntun mentastofnana annarsstaðar en í Reykja- vík, Ibannaði alla reglubundna mentun á æskuárum. Þegar fullorðins árin náJguðust voru báðir framandi og fákunnandi menn í framandi iandi og háðir öllum þeim margföldu nýbyggja - þrautum, spm þeir sem nú koma að lieiman haf'a helzt ekkert af að segja. Islandi ciga þeir þess vegn.a lítið upp að inna, í mentalegu tilliti, nema það, að þar fengu þó báðir að læra lestur og skrift í heimahúsum. Og báðir fengu þeir sinn fulla skerf af því, sem Isiand svo ósparlega veitir öllum sveitapiltum, að “sitja hjá ám” og að “smala.” Að þeir hafi leyst það verk sitt vel af hendi, efum vér ekki, en svo efum vér það ekki heldur, að marga stund hafi þeir þá haft augun bundnari við blaðsiðuna í einhverri bók- Kristinn Stki-ansson. inni, heldur en við “rollurnar,” hreyfingar þeirra og rás úr einu leytinu i annað. Þar, uppi í hlíðum eða frammi á dal, umkringdir af háfjöllum og djúpum döJum, þar sem ekkert var til að rjúfa hina eilíf'u ró, nema straumniðurinn í læknum eða þytur vinds- ins í puntgresinu, þar var þeirra skóli og þar fengu þeir fyrst að kvnnast íslenzkum bókmentum. Af öðrutn skóia en þersum og þeim við móðurknén höfðu þeir ekki að segja á ættlandi sínu. Þó eru báðir sannir

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.