Öldin - 01.01.1896, Side 18
18
ÖLDIN.
íslendingar og fsiandsvinir. “0g þó léztu,
að íjölmörgum betur en mér,” segir Stephan
einhversstaðar þar sem hann er að tala til
íslands. Þetta geta háðir sagt og með
sönnu, án tillits til þeirra sérstaka álits á
landinu. En það hyggjum vér og, að
Kristinn einnig geti tekið undir með
Stepháni þar sem hann segir: “Og svo ert
þú ísland í eðli mitt fest, að einungis gröfln
oss skilur.” Að Kristinn geti þannig sagt,
það ráðum vér meðal annars af þessum
orðum hans til Íslands: “Ogharmasköp
og skaði þinn, það sker oss inn að hjarta.”
En svo hafa þessir menn, eins og ann-
ars allur fjöldi Vestur-Islendinga, tísköp
lítið að þakka Ameríku, þ. e. a. s. heinlínis,
að því er snertir tækifæri til að ná skóla-
mentun. Óbeinlínis eiga þeir henni að
vísu mildð að þakka í því efni. Hér heflr
þeim mitt í nýbyggja-andstreyminu geflst
kostur á að nema þjóðmálið til hlítar og þá
um leið geflst kostur á að verða hluthafar
í hinum óþrotlega andlega fjársjóði, er
fylgir hinni stórráðu ensku tungu. Á
þennan hátt hefir þeim gefist kostur á að
auðga anda sinn svo miklu meir, en við
mátti búast á ættlandinu. Að Það hafl
þessir menn líka gert það mun hver sá
sannfærast um, sem heflr þá ánægju að
kynnast þeim og líta yflr þeirra sívaxandi
safn af úrvalsritum skálda og naínfrægra
höfunda. Það er efasamt ef margir “lærðu”
mennirnir á íslandi fylgja eins vel og
þessir menn, hvað þá betur, bókmentum
nútíðarinnar, eða geta talað greindarlegar
en þeir um stefnu alla í bókmentaheimin-
um. En þeir eru ekki “lærðir.” Eins og
flestir fulltíða Vestur-íslendingar voru þeir
háðir þeim örlögum fslendinga, að mega
sjálflr á fullorðins aldri afla sér mentunar í
þeim molum, er frístundir frá striti og
stríði geta veitt, e3a vera án hennar að
öðrum kosti.
Því heflr verið haldið fram að frum-
byggjar íslands hafl ekki getað ort alt sem
þeim er eignað, mitt í nýbyggja basli sínu.
Vitaskuld höfðu þeir, sem eðlilegt var á
þeim tíma, við margt það að stríða, sem
íslenzkir eða aðrir nýbyggjar nútíðarinnar
í þessu landi hafa sem betur fer ekkert af
að segja. Vor vestur-íslenzku skáld eru
líka lifandi vottar þess, að nýbyggjaþraut-
irnar allar og hrakningurinn úr einum
stað í annan, megnar ekki að takmarka
Ijóðagerðina eina ögn. Öll vor vestur-
fslenzku skáld hafa fengið sinn fulla skerf
af þrautunum og óþægindunum, sem ætíð
hljóta að vera samfara frumbýlingsárun-
um, en ef til vill þó enginn þeiira eins
átakanlega eins og Stephan O. Stephanson.
Að minsta kosti heflr enginn þeirra eins
stöðugt staðið einmana, utan við allan
félagsskap, er æfinlega lífgar og hressir,
þó liann máskc gcri ekki annað gagn. Þeir
sem í Winnipeg búa eru talsvert nærstadd-
ir útjöðrum bókmentaheimsins, en þó hefir
St. G. St. verið nær þeim til þeosa. Iíann
var úti í sveit í Winconsin, úti í sveit í
Dakota, og nú að síðustu að heita má á út-
jöðrum mannheima, út við rætur Klctta-
fjalla. Og þó heflr hann kveðið svo mikið
og svo vel. Hvað mikið hann heflr kveðið
látum vér ósagt, en látum þess eins getið,
að í Heimskringlu og Öldinni á hann nú
um ef ekki yflr 100 kvæði alls og mörg
þeirra löng. Það útaf fyrir sig, er ekki
nein smáræðis syrpa. Að þvi er alþýðu er
kunnugt, er hann þessvegna mikilvirkari
en allir aðrir bragsmiðir vorir vestan hafs,
ef ekki austan. Að svo sé í virkileikanum,
látum vér alveg ósagt.
Oss kemur ekki í hug að gera tilraun
til að leggjadómáljóðagerðþessaramanna.
Þeir, eins og annars fleiri af skáldum
vorum hér vestra, eiga skilið að fá óhlut-
drægan ritdóm frá einhverjum hinna
“lærðu” Iiterary stórmcnnum íslendinga
og leiðtogum íslands í þeirri grein. Ann-
ara dómur gerir þcim ekkert gagn. Á
sínum tíma kemur líka þessi l itdómur, en
þó ekki fyrri en íslcnzkir ritfræðingar
hafa slitið af sör höft Ilafnar-i eglunnar, er