Öldin - 01.01.1896, Blaðsíða 19

Öldin - 01.01.1896, Blaðsíða 19
ÖLDIN. 19 gefur fóstbræðrunum frá “Garði’' enn sem komið er svo lítið tækifæri til að viður- keuna skáldskap sjálfmentaðra manna. Það er grunur vor, á hversu góðum rökum sem hann kann að vera byggður, að áður en mjög langt líður geflst mönnum virkilegt tækifæri til að sjá hvert “Hafnar” fóstbræð- urnir nokkrir vilja gefa vestur íslenzkum Jjóðasmið óvilhallan ritdóm. Það sem sé er grunur vor, að annar þeirra manna, sem hér er sérstaklega um að ræða, hafi í hug að gefa út ijóðasafn í Reykjavík, áður en langir tímar líða. Yér vifdutn mega vona, að þeir báðir sæju sér fært að gera það. Bókagerðin á Islandi, að endur- prentunum undanteknum, er ekki svo mikil um þessar mundir, að hætta væri á of-fermi, þó í flokkinn bættust tvær eða þrjár nýjar bækur, ættaðar vestan yflr haf. I millitíðinni, í stað þess að búa til ritdóm, sem höfundunum kæmi að engu haidi, leyfum vér oss að minna á þá viður- kenning, scm þcssir mcnn fengu hjá Jóni ritstjóra Ólafssyni, í Öldinni II. 1, 13 bls. Niðurlagsorðin í þeim orðfáa ritdómi, eru þannig: “Meðan ÖJdin gctur flutt kvæði eins of þessi” (Úti á víðavangi.—FJokkur af tíu smá-kvæðum, eftir Stephan G. Stephanson), eða kvæðið “ Ástagöngur1” (efcir Kristinn Stefánson) í 3. blaði f. á., þurfa vorar 16,000 Vestur-íslendinga ekki að bera kinnroða íyrir hinum 70,000 frænda vorra heima.” Án þcss að leggja nokkurn dóm á slcáldskap Stepháns, viljum vér samt í þessu Sambandi, af því hann heflr heiðrað Öldina með svo mörgum kvæoutn og af því að vér svo oft höfum fengið að heyra að hann sé torskilinn og bindi sig sjaldan við alþýð- lega bragarhætti, minnast á þessar tvær kærur með fáum orðum. Þetta, að hann hirðir ekki æfinlega um “liátt” og eins hitt, að hann er stund- um torskilinn fjöldanum, er auðvitað sprottið af þvi, að hann þræðir sína sér- stöku braut, en bindur sig ekki neinum áliveðnum skáldflokkaböndn m. Aul: þessa, tekur hann það ekki ósjaldan fyrir yrkis- efni, sem ósköp fáir láta hugann dvelja við, veitir öllu ettirtekt, sem fyrir augun ber, og sér samlíkingar og ættarmót með hlut- um, sem í fljótu bragði sýnast allra hluta fjarskyldastir. Þetta bera mörg kvæði hans með sér, en vér látum nægja að benda á eitt þessu til sönnunar, kvæðið “Gamlárs- kvöld” í Hkr. 29, Des. 1894. Skáldskapar trúarjátning hans, ef svo máað orði kveða, er út af fyrir sig nægiJeg orsök til þess að sum af kvæðum hans þykja torskilin. Og eftir því sem vér höfum lcomist næst, er Jiún á þessa leið: “ Að skáldskapurinn sé ekki blómið sjálft, heldur regnið og sól- sltinið, sem lífgar blómið ; að hann séekki gull og gimsteinahellirinn Sesam, heldur töfra orðið, sem opnar hann—lyltilinn að fólgnu fjársjóðunum; að skáldskapurinn sé ekki úrlausnin sjálf, heldur það, sem eggjar fram mátt og megin mannsandans til úr- lausnar. Seinasta atriðið út af fyrir sig getur vcrið ósvikin orsök í torskildum kvæðum, só því framfylgt bókstaflega. Hvcrt það, að kvæði hans mörg eru tor- skilin, rýrir gildi þeirra, er nokkuð, sem vér eftirlátum öðrum að úrskurða. Hvað snertir Itæruna um skort á alþýðlegum bragarháttum, þá höfuin vér ekkert um liana að segja annað en það, að höf. hefir ekki ósjaldan sýnt, að honum er eklvi þungt um að yrkja undir alþýðleg- um söng og kvæðalögum, þegar honum ræður svo við að liorfa. Til að sannaþað, þarf ekld að leita lengra en í flokkinn af kvæðum hans hér að framan. Kvæðið “Jólavaka” er fullgild sönnunfyrir því, að hann geti ort undir alþýðlegum bragar- hætti, þegar hann svo vill. En, torslvilin eins og sum kvæði hans þykja og óviðkunnanleg fyrir bragarhátt- inn önnur, þá er þó æfinlega eitt, sem gengur í gegnum þau eins og rauður þráð- ur, nokkuð sem allir lesendur þeirra hafa tekið eftir, það, að þau hvetja jafnt til

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.