Öldin - 01.01.1896, Side 20

Öldin - 01.01.1896, Side 20
20 ÖLDIN. stríðs og þroskunar. Þetta er boðskapur- inn, sem þau öll flytja í einhverri mynd: “ Heyrðu mifc, bróðir, hví hikar þú. við'? Til herskara lúðrarnír kaiia. Þú berst moð Iiéðni, ef hann á þitt lið, Með Hcigcna þó cy eigi’ að falla.” Og þetta: “Sæla reynast sönn á storð Sú mun ein — að yróa.” Stephan (j. Stephansson er fæddur 3. Október 1853, á Ivyrkjuhóli í Skagaflrði. Foreldrar hans vora þau Guð- muxdur bóndi Stepánssox frá Kroppi í Eyjafirði,og Guðb.törg Hannesdóttir Þor- valdssonar, bónda á Reykjarhóli' Skaga- flrði. Ætt hans kunnum vér svo ekki að rekja lengra. Faðir hans er dáinn (lézt í Wisconsin ríki), en móðir hans er enn á lífi. Hann ólst upp á Kyrkjuhóli til þess hann var 8 ára. Þá fluttu foreldrar hans að Syðri-Míelifellsá og þaðan eftir tvö ár í Víðimýrarsel, á Vatnsskarði austanverðu. Þar var hann 4 eða 5 ár, en flutti þaðan með foreldrum sínum austur í Þingeyjar- sýslu og 15 ára gamall fór liann í vist, til Jóns bónda Jónssonar í Mjóadal og var hjá honum í 3 ár. Á meðan hann var í Víði- mýrarseli, hafði hann, að mestu af sjálfum sér eða tilsagnarlítið, lært að lesa dönsku. En á meðan hann var í Mjóadal fór hann með tilsögn sóknarprests síns, séra Jóns Austmanns, að lesa enskú og komst tals- vert niður í henni. Sumarið 1873 flutti hann með foreldr- um sínum til Ameríku og settist að í Wis- consin. Eftir eins árs dvöl í grend við þorpið Stoughton flutti hann í norðaustur- hluta ríkisins og nam land í Shawano Co., í grend við kauptúnið Pulcifer. Land hans var alt skógi vaxið og þess vegna erfitt bláfátækum innflytjendum. Einu úr- ræðin voru að vinna út á sumrum, til að afla sér viðurværis, kaupa fénað o. s. frv., en á vetrum að standa í skógarhöggi. Við þessi kjör barðist hann til þess 1880, að hann flutti vestur til Dakota og nam land í grend við Garðar í Pembina County, og þar bjó hann í 9 ár, til þess 1890. Það ár flutti hann vestar enn, til Alberta í Canada og býr þar síðan, í skugga hinna voldugu Klettafjalla og um 900 milur í beina línu vest-norðvestur frá Winnipeg. Árið 1878 kvæntist hann ungfrú Helgu Sigríði Jóns- dóttur, bónda frá Mjóadal. Heflr þeim hjónum orðið 7 barna auðið og eru 6 þeirra á lífi, 4 drengir og 2 stúlkur, en eitt (dreng- ur) “liggur lágt í mold ” í Garðarkyrkju- garði í Dakota. Kristinn Stefansson er fæddur 9. Júlí 1850, að Egilsá í Norð- urárdal í Skagafirði. Ætt hans kunnum vér ekki að rekja, en foreldrar hans voru þau Stefán læknir Tómasson, skagfirskur að ætt, og Vigdís Magnósdóttir, ættuð úr Eyjafirði. Olst hann upp á Egilsá, en föð- ur síns misti liann við þegar hann var 8 ára gamall og 12 ára gamall flutti hann með móður sinni og systkynum norður í Eyjafjörð. Átti hann þá heimili á Akur- eyri og í grcnd við kaupstaðinn til þess hann flutti af landi burt, til Ameríku, árið 1873, skömmu eftir lát móður sinnar, þá 17 ára gamall. Eftir að á land kom í Ameríku stað- næmdist hann, eins og flestir Islendingar gerðu þá, í Ontario. Var hann þar á ýms- um stöðum við allskonar fáanlega vinnu, og settist að iyktumað í norðurhluta fyllc- isias, í Muskoka héraðinu. Átti hann þar heimili í Gravenhurst, Rosseau og öðrum nágrannaþorpum. Stundum dvaldi hann og tíma og tíma í hinni litlu nýbyg-ð ís- lendinga þar í grendinni, og sem enn helzt við, þó fátt sé þar orðið af Islendingum. Á þessum stöðvum dvaldi hann í 8 ár, eða til þess 1881, að hann tók sig upp og flutti til Winnipeg. Síðan hefir hann búið í bænum ogbúnast vel. Árið 1884 kvænt- ist hann ungfrú Guðrónu Jónsdóttur Árnasonar bónda af Tjörnnesi í Norður- Þingeyjarsýslu. Ekki hefir þeim hjónum orðið barna auðið.

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.