Öldin - 01.01.1896, Qupperneq 22
22
ÖLDIN.
undir Noregskonung, tók þeim að hrörna,
og þegar ríkin (Noregur og Danmörk) sam-
einuðust við Kalmarfriðinn, þá lögðustþær
alveg í dá. Tóku þá við rímurnar, þurrir
annálar og nokkrar ferðasögur.
Það er fyrst eftir miðja 16. öld, að menn
fara að sjá nokkurn vott þess, að farið sé
að rofa til. Þá koma fram sálmaskáld, rit-
höfundar kyrkjusagna, rímnaskáld, lyrisk
skáld, fornfræðingar, lögmenn og sagnfræð-
ingar og meðal þeirra nokkrir, sem orð
hefir horist af út fyrir þcirra eigin land.
Einkum er það 17. og 18. öldin, sem kall-
að er “lærðramanna tímabil” (Gelehrte
Zeitalter)..
Þó er það fyrst við lok 18. aldar, að
fram koma þeir andans menn, sem eru for-
boði nýrrar aldar í menningarlegu tilliti.
Þcir beina hinu andlega lífi á nýjar brautir
er það geti þroskast og vaxið á. Þeir búa
í haginn fyrir komandi frægð. Fremur
öllu öðru þurftu þeir að hreinsa og endur-
bæta móðurmálið, sem um langa hríð liafði
orðið fyrir útiendum áhrifum og var orðið
spilt og bjagað. Og þegar er farið var að
laga það, tók hin þjóðlega sjálfsvitund að
vakna; tilfinningin fyrir sjálfum þeim reis
þá úr hinu ianga dái, er hún hafði iegið í.
'Eggert Olafsson er fyrstur merkis-
beri hinna. nýrri tíma. Var hann manna
lærðastur sinnar tiðar, skáld, lieimspeking-
ur, náttúrufræðingur, sagnfræðingur og
málfræðingur. Maður sem hægt erað segja
um, að honum hafi verið flest til lista lagt,
og jafnvel verið langt á unjjan tíma sínum.
Kunnastur er hann fyrir náttúrufræðisrit
sín um Island. En auk þessa var hann
skáld mikið. Það sem hann er þó merk.
astur fyrir er það, að hann beindi hinum
íslenzka skáldskap á nýja braut. I skáld-
skap sínum er sem hann líti yfir alt og sjá-
ist hvergi yfir. Ilugmyndir hans og skoð-
anir hans á náttúrunni eru dásamlega fall-
egar. Hann lýsir náttúrunni eins og hún í
raun og veru er. Hann býr til liti sína og
myndir, ekki úr fylgsnum ímyndunarafis-
ins, heldur tekur hann þáúrlífinu, úr nátt-
úrunni sjálfri. Mál hans er mjög gott og
liefir hann jafnvel ritað ritgerðir nokkrar
um íslenzka tungu.
En þó að Eggert Olafsson væri for-
boði hins sérstaka andlega lífs Islendinga á
nýrri tímum, þá voru það þó þeir Jón Þor-
láksson (1744—1849), Sigurdur Péturs-
son (1759—1827), Benedikt Jónsson
Gröndal (1762—1825) og Magnós Ólafs-
son Stephensen (1762—1833), er leituðu
fegurðar skáldskaparins í því sem var
náttúrlegt, einfalt og blátt áfram. Þeir
gátu því nálgast alþýðuna, lrætt hana og
upplýst, og orðið henni að gagni, og með
þeim má segja að fyllilega hafi roðað fyrir
hinum nýrri tímum.
Hinn fyrsti þessara manna (J. Þ.) tók
sér fyrir hendur að þýða úr dönsku, þýzku
og ensku. Eru merkastar þýðingar hans
af Klopstocks “Messias” og Miltons “Para-
dísarmissir.” Það sem hann hefir frum-
kvcðið er fagurt og náttúrlegt. Iláðkvæði
hans eru bítandi hvöss. Einkennilegt er
það um hann sem um sutna aðra, að hann
alla æfi átti að berjast við fátækt og basl,
og gat jafnve) ekki sjálfur keypt sér bæk-
ur þær, er hann þýddi.
Sigurður Pétuisson er einkum háð-
skáld. Þegar liann var í Kaupmannahöfn
gaf hann sig mikið að Norðmönnum og
var i;íðum með Vessel. Auk þess að vera
háðskáld, var hann og lyriskt skáhl, og er
hið fyrsta sjónleikaskáld Islendinga. Hafa
leikrit hans á sér einkennilegan íslenzkan
blæ. — Benedikt Gröndal þýddi mestmegn-
is iatncsk kvæði, og eru frumkvæði hans
því fá, on fvrirtaks fögur.
Loks er Magnús Stephensen. Er hann
í rauninni ekkert skáld, en liann er merkis-
beri upplýsingar og liggur mikið eftir liann
af ritstörfum, bæði sem sagnaritara og rit-
stjóra og svo hcfir hann ritað mikið til að
fræða og menta þjóð sína. Það var hann
sem árið 1794 stofnaði “Lærdómslistafé-
lagið.” Hann vai ríkur maður og sparaði