Öldin - 01.01.1896, Side 23
ÖLDIN.
23
ekki auð sinn, hvar sem hann gat komið
þjóð sinni að gagni. Óþreytandi starfs-
maður var hanu, skynsemistrúarmaður
hinn rammasti, en enginn átakanlegur föð-
urlandsvinur. MálícJ 4 hinum mörgu rit-
um hans er hið aumasta. Þð heíir hann
unnið þjóð sinni mikið og varanlegt gagn,
og m4 það aldrei gieymast, að hann var
oinhver hinn fyrsti, sem gekk 4 móti hj4*
trú og hindurvitnum, sérstaklega hamraði
hann oft og einatt 4 djöflatrúnni og vildi
uppræta hana.
(Aunað og þriðja hefti mun einkum
tala um verk þessara manna.)
I byrjun 19. aldar tóku þjóðernis-
hreyfingar að vakna um þvera og endi-
langa Norðurálfu. Þjóðirnar hrópuðu um
eining og frelsi, um betri stjórnarskipun
og hagkvæmari lög og bergmálaði óp það
land úr landi, mann frá manni.
A Norðurlöndum vaknaði og tilfinn-
ing þessi og var skáldið Öhlenschlager
þar fremstur í broddi. A þeim timum
sóktu margir Islendingar nám sitt til
Kaupmannahafnar og er þangað kom urðu
þeir hrifnir af þessum andlega straumi og
gegnum þá fluttist hreyfing þessi til Is-
iands. Með því að stofna félög og með
ritum sínum, er mestmegnis voru gefin út
í Kaupmannahöfn, leituðust þeir við að
bæta hag þjóðar sinnar og í rauninni voru
það skáldhetjurnar miklu,er hreyfing þessi
vakti, sem breyttu stefnu menningar og
skáldskapar landa sinna, rnynduðu alger-
lega nýjan tíma í sögu landsins og nýtt
þjóðlíf. Breytingin 4 Islandi var raunar
ekki svohröð sem sunnará Norðurlöndum,
en hún var því vissari og áreiðanlegri.
Þessir fjórir forkólfar upplýsingar-
innar voru að nokkru leiti í brennípunkti
hreyfingarinnar og voru því nauðsynlega
knúðir áfram af henni. En auk þeirra
störfuðu og á þessum tíma mörg skáld
önnur, einkum rímna og sálmaskáld. En
með þeim má þó teljaað Ijúki upplýsingar-
tíma landsins og nálægt árinu 1830 hlaut
nýtt tímabii að hefjast.
En áður en farið er að lýsa þessurn
nýja tíma, þarf þó að geta mans eins, sem
raunar var ekki íslendingur, en starfaði
þó sérstaklega fyrir tungu landsins og
verðskuldar hið mesta lof af öllum sönnum
Islendingum. Það er hinn nafnkunni
Rasmus Kristjan Rask. Þegar á skóla-
aldri tók Raslc að fást við íslenzka tungu,
bjó sér sjálfur til orðbók og málfræði, er
liann seinna lagði til grundvallar fyrir
líkum störfum. Svo tók hann að lesa
íslenzka tungu með tilsögn hinna fróðustu
íslendinga, er voru honum samtíða á
“Regensen” og nam hann þá málið svo vel
að hann varð leikinn í því, bæði að tala
það og rita. Árið 1813 fór hann til ís-
lands, og dvaldi þar í þrjú ár. Þar réði
hann af að stofna íslenzkt ‘bókmentafélag’
og starfaði með hinum beztu mönnum að
endurfæðingu íslenzkrar tungu. Rask tók
saman tvær íslenzkar lcstrarbækur; rétt-
ritun hans var alment viðtekin; hann
myndaði mikinn fjölda nýrra orða og
kastaði burtu mörgu orðskrípinu, er flutt
var inn úr öðrum tungum. Hann gaf
nöfn flestum málfræðislegum hugmyndum
og samdi rit mörg á íslenzku í óbundnum
stíl og orkti jafnvel nokkur kvæði. En
aðal-verk hans var þó að stofna „Ilið
íslenska bóltmentafjélag”, sem varð svo
áhrifamikið og afleiðingaríkt fyrir íslenzka
tungu, bókmentir og vísindi, sem hefir
lialdið og heldur enn uppi andlegu lífi
þjóðarinnar. Er það enn í fullum blóma
og er í tveim deildum, 'nnur í Kaup-
mannahöfn, en önnur í Reykjavík.
Með þessum forkólfum, sem nú hefir
getið verið, hófust bókmentir Islendinga
upp til þroska og ágætis. Svo kom júlí-
byltingin 1830 og vakti menn upp af
doðanum og svefninum og frá þeim tíma
getum vér því með góðum ástæðum talað
um Islands nýrri tíma í bókmenta-
legu tilliti.