Öldin - 01.01.1896, Page 24
24
ÖLDIN.
Upphaf tíma'rþessara getum vér miðað
við útkomu tímaritsins “Ármann á al-
þingi’' (1829 —1832). Yar það upp-
fræðingar rit, erFgefið var út í Kaup-
mannahöfn og var tilgangur þess, að
vekja sjálfstraust þjóðarinnar. Var aðal-
útgefandinn Baldvin Einarsson (1801—■
1833). Lét hann sér mjög ant um að
gjöra|hlægilegt'málsull það, er talað var í
höfuðstað ^landsins, Reykjavílc, þar sem
helztu embættismenn landsins voru, og
þóttust ekki þurfa, eða hálf-skömmuðust
sín fyrir, að tala íslenzku. Sjálfur leitað-
ist hann við að rita málið sem réttast.
Fyllilega hófst þó þessi hin nýja öld
fyrst 1835. Þá byrjaði að koma út tímarit
eitt nýtt, er barðist fyrir öllu því, sem
“gagnlegt” var, “fagi rt” og “satt”. Það
var tímaritið “Fjölnir” (1835 — 1847).
Og hefir tímarit það verið þýðingarmeira
fyrir landið, en nokkurt rit annað. Aðal-
stofnandi þess var Tómas Sæmundsson
(1807 — 1841). Hafði hann ferðast um
alla Norðurálfu og snéri heim aftur 1834
og hafði því nóg að segja mönnum og
fræða þi urn. Gekk hann í félag við þá
Bryniólf Pétursson (1810 -— 1851),
Konráð Gíslason [(1800—1891) og Jónas
Hallgrímsson (1807 — 1845), og stofn-
uðu þeir svo ritið “Fjölnir”. Átti og
Rask mikinn þátt í því, hve ötullega
“Fjölnir” barðist fyrir | því að hreinsa
íslcnzka tungu.
Ritið byrjaði með|[skarplega skrifuð-
um inngangi. Svo kom hið nafnkunna
kvæði Jónasar Hallgrítnssonar “ísland’,.
Atti það að[vekja ást til fósturjarðarinnar
og frelsisins. Þá þýddu;þeir og ýms bylt-
ingarit, endirinn á “Reisebilder” Hinriks
Heines. Konráð Gíslason kom með góða
ritgerð umb'senzka réttritun. Þá réðust
þeir og á rímnaskáldskapinn, er farinn
var að spilla öllum skáldlegum smekk
manna, og í 4. árganginum kom Jónas
Hallgrímsson fram með hið dásamlega
kvæði sitt “Gunnarshólmi”. Er mælt að
Bjarni Thorarensen hafi sagt, ea hann sá
það: “Nú held ég mér sé bezt að fara
að hætta að yrkja”.
En nú erum vér komnir mitt á hinn
klassiska tíma hins unga Islands, þar sem
þeir eru komnir fram Fjölniskapparnir og
þjóðskáldin Bjarni Tliorarensen og Jónas
Hallgn'msson. Fremstur þeirra og til-
komumestur var þó Bjarni Thorarensen
(1786 —1841); er hann hið hugmynda-
rikasta, fjörugasta og kraftmesta íslands
skáld. Enginn gat vakið upp hina ís-
lenzku þjóð, sem hann, og enginn var
hin sanna ímynd íslenzks þjóðernis sem
hann. Bjarni var íslendingur frá hvirfli
til ilja. í honum voru einkenni þjóðar
haps þroskuð í fyllsta máta. Svo bættist
þar við að hann var áhrifa maður hinn
mesti. Hann var þó aldrei kennari þjóðar
sinnar, og vildi ekki vera það.—Hann var
eitthvað æðra. Ilann var fyrirmynd
hennar, meistarinn. I öllum orðum hans,
skáldskap hans, hugsunum og tilfinning-
um, gat þjóðin séð sig sjálfa.
Þetta var nú blómatími íslenzkrar
menningar og þegar gamli þjóðarandinn
var vaknaður, gamla þjóðar tilfinningin,
stoltið, þá komu hin fyrstu andans verk
fram, eitt á eftir öðru.
Við endurfæðingu skáldskaparins og
menningarinnar hafa áður komið fram
tvær gersamlega nýjar skáldskaparstefnur:
dramatik og novelistik. Hin fyrri stefn-
an getum vér sagt, að enn sé í reifum, og
þó að ýmislegt sé þarl upprunalegt, þá
getur hún þó ekkert sýnt er hafi verulegt
gildi fyrir heiminn. Hina síðari stefnuna
getum vér virt og má þar margt gott
finna. En ef tala skal um lyrikina,
æðstu tegund skáldlegrar listar, þá getum
vér með réttu^sagt, að liinn nýrri íslenzki
skáldskapur hafi sýnt svo margt stórt og
meistaralegt, að menn geti borið það ó-
feilið saman við [diin beztu andans verk
annara þjóða.
Þá biður höfundurinn lesandann að