Öldin - 01.01.1896, Síða 26

Öldin - 01.01.1896, Síða 26
26 ÖLDIN. 20 milunum nærri því 1151 á mílunni. Er það ýmist að brautin er hringuð umhverfls fjallshnjúk, eða hún þræðir eftir hamra- hrúnum yfir ómælandi djúpum gjám og giijum. Ekki er ferðin meiri á þessari hraut en það, að menn eru hálfa þriðju klukkustund á leiðinni milli hæjanna. En umferð allskonar er mikil og borgar þessi hraut sig ágætlega. Það voru enskir auð- menn sem hygðu brautina og eiga þeir fiana síðan. Gufuvagnarnir og yfir höfuð allir vagnar á þessari braut eru gerðir með sérstöku lagi. Efrihluti þeirra er gerður svo léttur sem mögulegt er, en neðrihlutinn aftur á móti svo þungur sem verður. Er þetta hyggingarlag gert vegna hinna mörgu og skörpu sveiga á brautinni og hliðarhallans á sporinu, sem er svo mikill, að efrihluti fólksvagnanna virkilega hall- ast alveg út yfir sporið og hangir yfir gín- andi gjánni fyrir neðan. Svo er snarbratti mikill víða á þessari leið, að út um vagn- gluggana má á aðra hönd snerta fjallshlíð- ina, en á hina má láta stein falla beint nið- ur í gljúfrin, mörg hundruð, enda þúsund fet fyrir neðan sporið. Á þessari leið ber margt mikilsvert fyrir augað, en svo hefir þessi ferð einnig margt óskemtilegt í för með sér. Það er sem sé ekki ósjaldgæft, að sandur og mold falli niður á rjáfur vagn- anna; losnar og hrapar af titringnum í fjallahlíðunum, sem ferð Iestanna framleið- ir. Skriðuhætt er þar og mjög í rigninga- tíðinni. En varðmenn eru hvervetna með- fram henni, öldungis eins og meðfram Canada Kyrrahafsbrautinni í Klettafjöllun- um vestra. Áður en þessi braut varð til, voru menn alt að 20 klukkustundir að komast þessa leið milli höfuðstaðarins og hafnstaðarins, en hæg eins og ferðin er nú, fara menn nú þessa leið í þægilegu sæti á 21 klukkustund. En síðan járnbrautin kom hefir akbrautin lagst niður, og er nú ófær alveg. Þó svona skamt sé á milli Caracas og Laguayra, er mismunurinn á loftslaginu ó- segjanlega mikill. Niður við sjóinn er hit- inn óþolandi og að auki er loftið ætíð fult af raka, en uppi á fjallinu, í Caracas, er loftið þunt og hreint og tiltölulega svalt. Þar er loftslagið í einu orði sagt indælt, hitinn jafn og ekki til óþæginda og— ellíft sumar-veður. Eins og víðast í brunabelt- inu, er þar lítið um glerglugga í húsum. Gluggarnir eru bara göt á veggjunum, sein lukt eru með hleypilokum úr tré, þeg- ar vindur er eða regn og að nóttu til lokað með slagbröndum úr járni. Caracas telur milli 50 og 60,000 íbúa. Stjórnarskrifstofur allar eru þar og öll þau tilfæri, sem þéna til að gera lífið skemti- legt í höfuðstaðnum, enda þótt í fremur smáum stíl sé. Stórbyggingar þær, er einkum skara fram úr sem meistaraverk og sem ferðamenn allir undrast og dást að, eru; Þinghúsbyggingin, leikhúsið, dóm- kyrkjan, Alta Gracia kyrkjan, algyðishöll- in og háskólinn. Bærinn er vel útlagður hvað niðurröðun stræta snertir. Háar byggingar eru fáar í bænum. Ekki eitt einasta íbúðarhús er tvær tasíur á hæð. Satt að segja er elcki í öllum bænum nema þinghúsbyggingin, erkibyskupshöllin og tvö stærstu hótelin, sem meira eru en ein tasía á hæð. En svo eru þá allar bygging- ar, íbúðarhúsin ekki síður, stórar mjög um sig, eins og gefur að skilja, þar sem ekkert er loftið í þeim til að hagnýta. Auk þess sem íbúðarhúsin í sjálfu sér eru flest rúm- málsmikil, er í miðjum þeim klasa stórt opið svæði, sem kallað er “patio”-—nokk- urs konar lystigarður í miðju íbúðarhúsinu. Er þetta svæði uppáhalds dagstofa heimil- isfólksins. Á ríkismannaheimilum eru þessi svæði tvö, hvert innan í öðru, og eru þá eldaskálar og geymsluhús á milli þeirra eins og landamerkjagarður. Fjölda margir krystaltærir lækir falla niður um hlíðarnar í grend við borgina, og er þeim veitt í hvylft mikla sem gerð herir verið til að veita vatninu móttöku og geyma það. Þaðan er því svo veitt um

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.