Öldin - 01.01.1896, Qupperneq 27

Öldin - 01.01.1896, Qupperneq 27
ÖLDIN. 27 lyjeinn að þöríum. Þar er aldrei að óttast vatnsekln, og er því þó óspart veitt til hag- lega gerðra gosbrunna hér og þar í bæn- um, á gras og blómsturbeð í skemtigörðum og á prívat landcignir íbúanna. Þegar stærð bæjarins og afstaða er tekin til greina, er sem næst'að Caracas sé fjörmestur bær í öllum heimi. A sex mán- aða tíma ár hvert, á vetrarmánuðunum sem svo eru kallaðir, er stöðugt leikið í leik- húsinu fagra. Er það heimalinn söng- leikaflokkur og ferst verk sitt ijómandi vel enda eru leikirnir prýðisvel sóttir á hverju kveldi. Að auki eru umfarandi leikflokk- ar sífelt í bænum, svoum tvent er að velja: söngleiki og almenna ieiki. Fyrir þá sem ekki cru hneigðir til að lilusta á leikrit, eru nautaöt, hanaöt og veðreiðar. Þar eru og sífeld lieimboð hjá stjórnarformönnun- um, dansveizlur og alls konar slíkar skemt- anir í heimahúsum. Alt þetta er að hafa í ríkum mæli í bæ, sem ekki er stærri en Ottawa. Meðal heldra fólksins og æðri stéttar- innar yflr höfuð, er lcvennleg fegurð á háu stigi í Venezuela, þrátt fyrir ættblöndun og lit. Konurnar eru yfir höfuð einkar fallegar í vexti, bera sig vel, hafa fjörleg svört augu, hrafnsvart hár og mjallhvítar, jafnar tennur. Að auki cru þær hinargóð- lyndustu og glaðlyndustu, sjást helzt aldrei öðruvísi en glaðar og kurteisar. Þær eru að virðist rétt kjörnar til að búa í landi, þar sem er eilíft sólskin og sumarblíða. Málsnild og mælska er mecíædd flest- um karlmönnum í Vcnezuela. Og meðal stjórnmálamannanna má þar finna rnarga jafningja þeirra Lauriers og Chapleus, hvað mælsku snertir. Mál þeirra — og í Venezuela yflr höfuð — er hin hreina og ldassiska Castiliu-spænska,engu síður hrein og klassisk, en er spænskan í Madrid á Spáni. Niður við sjóinn, við Maracaibo-flöa, er bærinn Maracaibo og er einna lieitastur og óheilnæmastur bær í heimi. Þar er sagt aðalheimkynni eða vagga gulusóttarinnar mannskæðu. í forunum umhverfls bæinn búa Indíánar í kofum, sem bygðir eru á stöngum sem sökt er niður f forina. Það voru þessi býli. sem réðu nafni ríkisins. Þegar hinn spænski landkönnunarmaður, Ojeda, kom inn á flóann í fyrsta skifti árið 1499, og sá þessa mergð af kofum á stöng- um og í trjám á ströndinni, mintist hann Feneyjaborgar og gaf ríkinu nafnið sem það ber síðan : Venezuela, er þýðir: Fen- eyjaborg hin litla, eða litlu Feneyjar. Frá þessu gulusóttarbæli, Maracaibo, kemur mestur hlutinn af kaflinu, sem frá Venezuela er flutt til Norður-Ameríku og Evrópu. Þó gerist það ekki vandræða- laust að koma því á sjó út. Flóinn er grunnur, svo að þangað komast ekki nema lítil hafskip og þess vegna, er kaflið flutt í byrðingum fram að flóamynninu, til bæj- arins Curacoa, þar sem hin stóru hafskip liggja; taka þau þar við afbyrðingunum og flytja svo áfram til annara landa. Aðalvarningurinn, sem út er fiuttur frá Puerto Cabello, er afurð lands alls- konar og kopar frá koparnámunum miklu í Tucacas-héraðimi. Eru það meðal hinna auðugustu koparnáma í heimi. Englend- ingar eiga þær og standa íyrir málmtekj- unni og þeirri verzlun allri. Á austurjaðri ríkisins, nærri beint und- an bikeyjunni bresku, — Trinidad, fellur hin milda elfa Orinoco í Atlantshaf í 17 stórum kvíslum. Lengd árinnai er um 1500 mílur og svo vatnsmikil er hún,að all- stór gufuskip geta gengið upp eftir henni um 500 mílur vegar. Um 240 mílur upp frá ármynninu er bærinn Ciudad Bolivar. Upprunalega hét sá staður Angostura, og þýðir “mjóddin,” þvf þar mjókkar áin og grynnist. Var þar brugguð blanda sú, er dróg nafn sitt af staðnum og hét Angostura- bitter. Sú iðnaðavgrein er nú alflutt það- an og fram til Trinidadeyjar. Vilji mað- ur komast til Ciudad Bolivar frá Caracas, verður maður að taka sér far til Laguayra,

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.