Öldin - 01.03.1896, Blaðsíða 18

Öldin - 01.03.1896, Blaðsíða 18
50 ÖLDIN. indum til mannabygða í grend við hver- ina. Þar liggur hann enn, allur ein bólgu-hella irá hvirfli til ilja og getur ekki í fæturnar stigið.” Af þessu eina dæmi er auðsætt að málmleitendurnir baða ekki æfinlega í rósum, fremur en aðrir og það ennfremúr, að það eru ekki nema tiltölulega fáir þeirra, sem finna það sem þeir leita að. Það er eins í þessu sem öðru í heiminum, að þeir eru fáir sem sigursælir eru að því er auðlegð snertir. En sá ei munurinn, að þegar maðurinn í almennum iðnaðar eða verzlunargreinum, er óheppinn í þessu, þá reynir hann gæfuna í einhverri annari grein. En það gerir málmleitandinn ekki. Það gerir engan mun hvað oft hann fer ónýtisferð og hvað miklar þrautir hann má þoia. Hann heldur altaf áfram, byrjar altaf á nýjan leik, að leita í hinum óbygðu fjalla-hlíðum, að grafa í sandinn og brjóta steinana og bergið. Von hans er altaf sú sama, að hann einhvern tíma finni gim- stéina hellirinn, sem hann leitar að, en sem svo margir aldrei finna. Af þessu er að ráða að málmleitin hafi eitthvert sér- stakt og meir en smáræðis aðdráttarafl, er hún þannig megnar að draga menn frá friðsælum búum og umhverfa manni í sjálfboða útlaga í öræfum langt frá manna- bygðum. Það aðdráttarafi er iíka virki- lega mikið. í fyrsta lagi er frelsið, alger lausn frá öllum þeim höftum, sem fjölmenni fylgir. Það er aðdráttarafl, sem aldrei bregzt. í öðruiagi er aðdráttaraflið sem hulið er í óvissunni en eftirvæntingunni, meira en lítið. Að vona að græða offjár á augnabliki dag eftir dag, það er aðlað- andi. Þessi aðdráttaröfi út af fyrir sig eru nokkurnveginn nóg til að leiða hvern sem er afvega,—út í þetta fjárhættuspil. Þá má nærri geta að það er sérstaklega aðlaðandi fyrir jafnmikla átrúnaðarmenn á -‘lukkuspil”, jafn hóflausa spilamenn eins og málmleitendur allir eru. Því málm- leitandinn hikar ekki við að hætta sínum síðasta pening, já oft og tíðum lífinu sjálfu, í teningskasti. Hver vill segja að hann verðskuldi ekki vinninginn þegar um vinning er að gera ? Matabela-land. Kaflar úr ritgerð eftir Sir Frederick Frankland. Suður-Afríka öll er söguríkt hérað um þessar mundir og verður það áfram um nokkurn tíma enn, ef öll vegamerki bregð- ast ekki. Yngsta landeign Breta í þessum lítt kunna landgeimi, Matabela-landið, er nefnt æði oft í sambandi við uppreist og vígaferli. En svo hefir allur þorri manna litla hugmynd um það land, eða öllu heldur hérað, að undanteknu því, að menn vita, að það er I Afríku einhvers- staðar. Þegar þá þetta hérað, þessi ný- fengna eign Breta, er eins söguríkt og það er nú, er ekki ófróðlegt að skygnast þang- að og sjá hvað verið er að gcra, því Suður- Afríku fieygir fram ekki síður en Ameríku og öðrum nýbygðum. Mannfjöldinn í hin- um litlu Evrópulöndum má til að falla í svo og svo stórum straum aí' landi burt á hverju ári, eitthvað út í geiminn, þar sem landrými er og tækifæri til að hafa ofan af fyrir sér. Mannflutningur þessi til Ame- ríku er mikill á hverju ári, hann er mikill til Ástralíu, en hann er lika mikill til Suð- ur-Afríku, til “ meginlandsins myrka” og ókunna. Ástandið þar er ekki allólíkt því sem það var í Ameríku fyrir 100 til 150 árum síðan. Hið sívaxandi flóð hvítra innflytjenda gengur æ lengra og lengra upp á landið— frá Góðrarvonarhöfða norð- austur. Og þar eins og annarsstaðar, eins og í Ameríku t. d., eru afleiðingar af þeim mannflutningastraumi þær sömu. Hinir

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.