Öldin - 01.03.1896, Blaðsíða 31
ÖLDIN.
G3
Jarðlögin í Norður-Síberíu.
í norðurhluta Síheríu er jörðin ekki
blátt áfram frosin, heldur samanstendur
hún að nokkru leyti af íslögum, á milli leir
og sand-laganna. Þessi íslög í jörðinni
hljóta að vera mörg þúsund ára gömul og
þessi ís á þessum stöðum er virkilegt grjót
ekki síður en kalksteinn er grjót. Jarðlög
þessi í grend við mvnnið á ánni Lena hefir
Baron Toll nýlega rannsakað og getur
hann þess til, að upprunalega hafi íslögin
myndast fyrir snjófall á ísaldar-tímahilinu.
ísmyndin í lögunum styður og þessa til-
gátu. ísinn samanstendur mest af snjó-
kornum og er þess vegna ólíkur venjuleg-
um vatnaís. í grendinni hefir og fundist
jókulburður, flögugrjót og sandur, og styð-
ur það einnig tilgátu harónsins. Að því
er kunnugt er var ísrek lítið ef nokkuð á
þessu sviði á ísöldinni, eflaust af því snjó-
fall á þeim stöðvum hefir ekki verið nóg
til þess. En þó þar hafl lítil eða engin
jökulskriða átt sér stað, kemur það ekkert
í bága við þessa tilgátu harónsins.
Hinar merku dýraleifar, sem fundist
hafa í jarðlögunum á þessum stöðvum, eru
nær yfirborðinu en þessi íslög — eru þar
mitt í þykkum leirlögum. Sjást þessi lög
öll greinilega i hökkunum þar sem sjórinn
Iieflr brotið landið, milli meginlandsins og
Ný-Síheríu-eyjanna, er eitt sinn hafa verið
áfastar meginlandinu. I þessum jarðlög-
um finnast enda heil tré og stórir hríshrúsk-
ar, elritré, hogviður og hirkitré alt að 15
feta löng. Eru þau að virðist rótföst í
jarðlögunum, er bendir tii, að þau hafi
fyrrum þróast á þessu sviði — á 74. stigi
norðurbreiddar, eða um 200 milum ensk-
n m norðar, en tré 'Uixa nú nyrðst.
Alt þetta virðist vitna um það, að á
eldra steinaldartímahilinu liafi á þessum
stöðvum verið góður jurta og trjáa-gróður
og ágætis hagi fyrir hin m'irgu dýr, sem
fyrir löngu eru útdauð, en sem þekkjastaf
leifunum í jarðlögunum á þessum stöðvum
og víða annarsstaðar. í þessum stáifrosnu
Siheríujarðlögum eru ekki að eins hein
þeirra til sýnis, heldur einnig heili skrokk-
urinn í mörgum tilfellum. Þar geymast
þessar leifar líka óskemdar og hvergi het-
ur, til þess, ef sá tími kemur, að nýr, iífg-
andi hitastraumur svellur um þessar eilífs-
vetrar-strendur og þýðir jarðskorpuna.
Sveskju-paradís.
Það er réttnefni á Santa Clara dalnum
í California. Þar eru í einum fláka um 18
þúsundir ekra af landi undir sveskjutrjám,
og um 100 tré á hverri ekru. Sumstaðar
eru þar í einum garði 500 ekrur, eins
manns eign, með 50 þúsund trjám frá 5 til
10 ára, gömlum, plöntuð í heinum röðum
með tuttugu feta millibili, eða um það hii.
Að ganga milli þessara trjáraða um morg-
unstund í Maímánuði, þegar trén öll eru í
íullum blóma, það er nokkuð sem maður
aldrei gleymir. Ej-amundan manni í hvaða
átt sem maður lítur milli trjánna, er iaufi
þakinn stigur svo mílum skiftir á lengd,
trén hein og nokkurn vegin jafnhá til
heggja handa og bogna ögn og hristast í
morgunkælunni. Á yfirhorði jarðarinnar
er ekki að sjá eitt einasta grashlað, ekki
einn einasta stein og ekki einn einasta
moldarköggul. Alt er áferðarslétt sand-
blandin inold. Hið efra, milli trjátoppanna,
sveima marglitar flðrildahjarðir frarn og
aftur. En í tijátoppunum sitja ýmist eða
flögra frá einum til annars söngfuglar
margir og halda uppi eilítum klið. Um
þessa stígi á milii trjánna reikar eigandinn
og þjónar hans og athuga með nákvæmni
hvert einasta tré, hverja einustu litlu hnoð-
una á greinunum, því þar er sveskjan í
frummynd sinni. Til þess að halda trján-
um jafn laufmiklum, eru greinar þeirra sí-
fe!t högnar og er stundum stærri bingur af
limi niðri fyrir trénu, en nokkurn tima á