Öldin - 01.03.1896, Blaðsíða 24

Öldin - 01.03.1896, Blaðsíða 24
56 ÖLDIN. Hóflaust spaug. Hinn merki fræðimaður Iljálmar Hjörtur Boyesen ritaði margt og mikið á seinustu mánuðum æfi sinnar. A meðal ritgerða hans er hafa komið út síðan hann lézt, er ein í “North American Review”, um hóflaust spaug I Ameríku, eiginlega í Bandaríkjunum. í þeirri ritgerð segir liann sínu máli til sönnunar frá því, að fyrir nokkru síðan liafi hann beðið stúd- entana í Columbia College að rita stutt æfiágrip sitt. Þegar svörin komu sá hdnn sér til mestu undrunar, að meira en helm- ingur stúdentanna hafði álitið þetta spaug, og það þó þessi ósk væri prentuð á sama skjalið og spurningarnar, er þeir áttu að svara við þetta próf. Af 32 stúdentum í íiokknum, sem bar að rita æfisögu sína, rituðu 17 hana í sama anda og þeir álitu óskina framborna, þ. e., í gamni,og bjuggu svo til gamansögu í staðin fyrir æfisögu. Einn þeirra t. d. skrifaði í þá átt, að þar cð hann hefði augun á “hvíta húsinu” (þ. e. á forseta stól Bandaríkja), vildi hann ekki binda hendur seinni tíma æíisöguritara með því að negla þá niður við óþjált grindaverk af sannleika, sem gæti komið sér illa fyrir umboðsmann sinn í kosninga- sókn. Það, sem sérstaklcga vakti atbygli prófessors Boyesens, í sambandi við þetta óvænta spaug, var það, að allir þessir gamansömu unglingar, að tveimur und- anteknum, voru synir innfæddra Banda- ríkjamanna, og aftur á hinn bóginn það, að allir sem rituðu alvarlega æflsögu, voru, að þremur undanteknum, synir að- fluttra, cða útlendra manna. Um þetta atvik ritar svo prof. Boyesen á þessa lcið: “Sem sýnishorn af lunderniseinkunn þjóðarinnar, tel ég þetta sérlega eftirtekta- vert. Áður hafði ég oft tekið eftir þeirri tilhneigingu Bandaríkjamanna, að henda gaman að öllu og gera sér skemtun af' öllu mögulegu. En því hefði ég aldrei trúað, að þessi tilhneiging væri eins ákveðin og eins almenn, eins og ofangreint atvik virð- ist benda á. Og þó, þegar ég lít yflr 26 ára reynslu mína í Bandaríkjum, staðfest- ist ég í þeirri skoðun, að engin lundernis- einkunn Ameríkumanna sem þjóðar sé eins djúpt gróðursett eins og einmitt gam- ansemin. Það er aö þessu leytinu, öllu öðru fremur, að Ameríkumenn eru ólíkir annara þjóða mönnum. Það liggur við að það sé eitt af þvi fyrsta sem greindur út- lendingur veitir eftirtekt þegar hann er kominn til stranda vorra, að allir hlutir, vér sjálflr meðtaldir, eru háðir endalausu spaugi. Sléttheflllinn mikli, lýðstjórnar- liugmyndin, heflr miðað til að eyða lotn- ingunni, sem verndar sum málefni fyrir örvadrífu hæðninnar.” “Eg gleymi aldrei hve hverft mér varð, þegar ég í fyrsta skifti varð var við þennan kærulausa kesknis anda, sem engu þyrmir, andlegu eða veraldlegu. Það eru meira en 20 ár síðan ég var gerður kunnngur æruverðum kennimanni, góð- gjörnum manni og vel mentuðum, en nokk- uð miklum á lofti. Um leið og ég var gerður þessum manni líupnur, sagði sá, er það gerði, að það væri álitið að ástæðan til þess að þessi æruverði prestur lifði enn, væri sú, að hann væri að “bíða eftir að losnaði embætti í þrenningunni.” Prof. Boyesen segist efa, að blegið yrði að öðru eins spaugi og þessu nokkur- staðar utan Bandaríkja. “Eg hefl oft”, heldur hann áfram, “Imgsað um hvcr sé frum-orsök þessarar gamansemi, sem maður rekur sig á hver- vetna í Bandaríkjunum og sem er alvog eina einkunnin, sem öllum Bandaríkja- mönnum cr sameiginleg. Jafnvel aðflutt- ur Evrópumaður, sem á ættlandi sínu hefði naumast látið hrjóta eitt spaugsyrði á heilu ári, er innan skamms svo gagntek- inn orðinn af þessum anda, að hann fer að slá um sig með spaugsyrðum, sem, ef til vill, eru honum sjálfum til meiri ánægju,

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.