Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 2
82 gjer. Það ættu allar mæður að athuga vandlega. Setjum nú, að barn deyi af einhverjum næmum sjúkdómi, barnaveiki, difteritis, eða einhverri annari ilikynjaðri sýki. Móðirin týnir svo gullin þess sam- an og i hinni þungu sorg hennar er henni fróun að því, að geyma þau sem helgan dóm. En svo smágleymist sárasta sorg- in; móðirin fær aðrar skyldur, og hún tekur gömlu gulíin tii að gleðja önnur börn með þeim. En gleðin verður skamm- vinn. Sóttnæmið er ef til vili ekki út- dautt, börnin sýkjast og ef til vill deyja. Þess væri því óskandi, að allar mæður og barnfóstrur hlífðust ekki við að brenna alit leikfang þeirra barna, sem næma sjúkdóma hafa haft, hversu sárt sem það kann að falla þeim í fyrstu. Að endingu viljum vjer benda á, að nauðsynlegt er að aðgæta vel húsdýrin, og ætti ekki að þurfa að vara fólk við hundunum, svo oft sem um skaðsemi þeirra er talað, en kettirnir eru líka at- hugaverðir. Ef þess verður vart, að kött- uriun hafi hósta eða þyngsli, þarf að að- gæta hann þegar í stað. Það iiefir borið við, að börn hafa fengið difteritis af ketti. Eins hefir margoft komið fyrir, að þau hafa fengið kláða og önnur út'orot af því að leika sjer að þeim. Allir vita líka, að sjálfsagt er að forðast þau heimili, sem uæmir sjúkdóm- ar ganga á. Og það ætti ekki að þurfa að minna neiun á, hvaða ábyrgðarhluti það er, að vera valdur að því, að nafa flutt sjúkdóma vegna óaðgætni eða hirðu- leysis, og þanníg orðíð sök í heilsuleysi og dauða margra manna. Fallegi vangiuu. (Dýtt úr sænsku). jmtt fagurt maí-kveld var steikjandi hiti inni í ráðhúsinu í V. Okkur var troðið saman á mjóa trjebekki, sem síld í tunnu, og við biðum eftir að blá- röndótta fortjaldið, sem haft var fyrir framan hið tilbúna íeiksvið, yrði dregið upp, og við fengjum að njóta hinnar miklu íþróttlegu skemmtunar, sem aug- lýsingarnar höfðu lofað fyrirfarandi daga. Þær höfðu reyndar verið prentaðar fyrir allt annað tækifæri, en breytingarnar voru skrifaðar með bleki og penna liing- &ð og þangað ofan í, en það stóð auð- vitað á sama. Fyrir gluggunum hengu ullarsjöl, og fcveir litlir olíalampar breiddu út frá sjer mjög daufa Ijósgiætu, sem mest líktist ofurlítilli rökkurskímu. Það leit samt svo út sem íbúarnir í Vk hefðu ekki ljósa hugmynd um fagrar listir, því þetta leikarafjelag, sem var að eins maður, kona og dóttir, varð að ganga um bæinn með inngöngumiðana í vösun- um til þess að reyna að fá fólkið til að fylla húsið. Og nú sátu hinir heiðruðu bæjarbúar köfsveittir í rökkrinu, þótt sól- in skini í veatri með rauðurn bjarma, liuditrjeu ilmuðu og fuglarnir syngju á þessu inndæla, svala vorkveldi. Jeg mltti ekki hugsa til þess, því nú biðuin við og vonuðum eftir þessari furðulegu frammistöðu, sem átti að láta okkur gleyma öllu öðru, og sýna okkur að list- iu væri miklu betra og hærra þroskastig en náttúran. Hljóðfæraslátt og söng mátti auk held-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.