Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 8
88 jökul fyrir botninum og Markarfljðt að yest- anverðu. Fyrir vestan Markarfljðt segja menn að Goðaland það sje sem talað er um í Njálu, en nfl heitir það ekki svo. Jón í Syðstumörk fylgdi okkur alla leið og út að Barkarstöðum. Ðar vor- um við um nóttina og var mjög vel tekið. Þar er stðrt og vandað timburhfls, og umgengni hin bezta. Á Barkarstöðum er mjög fallegt. Tðmas hóndi á Barkarstöðum er mjög skemmtilegur mað- ur. Kona hans er ung og falleg, ættuð af Bang- árvöllum. Hann fylgdi okkur flt úr Hlíðinni, sem er langur vegur, og var okkur mikil skemmt- un að því. Þann dag fórum við að Hjálmholti í Flða, og þaðan heim daginn eftir. Tvennt var það sem jeg veitti eftirtekt í Bang- árvallasýslu : hvað allir voru gestrisnir og vin- gjarnlegir, svo að meðal annars var okkur fylgt alstaðar og sumstaðar af fleirum í senn; annað það sem jeg tðk eftir var hið lága kaupgjald vinnukvenna þar. Mjer var Bagt að venjulegt vinnukvennakaup væri frá 10—16 krónur og"föt. En þau eru ðtiltekin og verða þannig fltilátin eftir dánumennsku og ástæðum- hösbændanna. Jeg sagði við eina stfllku, sem jeg átti tal við, að þetta væri lágt kaup, en hfln hjelt að stfllkur í Beykjavík væru ekki betur haldnar með sínar 50 krðnur og engin föt. Gömul merkiskona, sem sagði mjer frá þessum siðum, sagði að jeg ætti að tala um í Kvbl. hvað þetta væri ranglátt. En jeg hjelt, að ef stfllkurn- ar sjálfar væru ánægðar með það, þá væri engin ástæða til að tala um það og kveykja óánægju þar sem hfln væri ekki áður. ------+3»+------- Hvernig lýsa lamparnir? Hjer á landi þarf ekki að gjöra ráð fyrir margskonar ljðsum. Hjer er hvorki um gasljós nje raímagnsljós að ræða; lýsistýrurnar og kerta- ljðsin eru löngu lögð niður. Steinolíulamparnir eru aðeins notaðir. En logar nfl alltaf vel á olíulömpunum? Og af hverju logar stundum illa á þeim? Oftast er það af því lampinn er ðhreinn eða kveykurinn, stundum líka af því olían er ónýt. Þar sem margir lampar eru, er bezt að láta þá alla saman á einn stað á morgnana, og láta á þá þegar búið er að gjöra herbergin hrein. Það er jafnan ðnotalegt, að lampinn sje tðmur, þegar þarf að fara að kveykja. Á hverjum degi þarf að skoða lampa, sem daglega eru brúkaðir, og láta á þá, en ekki má láta þá alveg fulla, því þá springur glasið frem- ur. Bezt er að fægja lampaglösin með lampa- fægjara, sem búinn er þannig til, að loðið hvítt lambskinn er saumað utan um hæfllega sívala spítu, sem líka er skaft. Hann verður að þvo jafnðtt og hann verður ðhreinn, hrista vel og greiða með hárgreiðu, þegar hann þornar. Á eftir á að þurka hann með mjökum snöggum ljereftsklút, þurka síðan lampann sjálfan með öðru stykki, þurka vel skrflfurnar og hreinsa, svo loft- götin sjeu hrein. Brennarann verður líka dag- lega að hreinsa utan og innan og strjúka kveyk- inn með brjefl, en klippa hann ekki opt, því þá verður hann misjafn. Gætið jafnan að því, að brúka einungis gððan lampa, halda houum vel hreinum og kaupa jafnau gðða olíu. 111 olía er líka hættuleg, því auk þess að hún logar illa, reykir og gjörir óloft, þá er henni hætt við að hitna svo að lampinn springi. En kvikni á einhvern hátt í olíu, má ekki hella vatni i hana, en kæfa eldinn með því, að breiða ofan á hann poka, ábreiður eða fleygja á hann salti eða sandi. — Hengilampar eru öruggastir. En þurfi að brflka borðlampa, eru þeir beztir ekki mjög háir, með þungum fæti, svo þeir velti síður. Dagleg og jjrifin stúlka getr feng- ið viat í góðu húsi frá 14. maí næstkom- andi. Börn eru engin, og kaupgjald gott, — Upplýsingar fást á afgreiðslustofu Kvbl. Nýir kaupendur Kvennablaðsins 1897 geta fengið i kaupbæti með blaðinu öll uppdrátta- blöðin (I.—V.) frá byrjun. Heiðraðir kaupendur sem enn haía eigi greitt andvirði Kvennablaðsins (sumir ekki enn fyrir I. árgang) eru beðnir að draga það ekki fram- yfir nýár. Útgefandi: Briet Bjarnhjeðinsdóttir. Flelagsprentímiíjan

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.