Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 3
83 ur ekki vanta. Frú A. átti að spila „Hvítu frúna“ á píanó. Jeg hafði setið með sjónaukann fyrir augunum stundarkorn, þegar jeg sá ein- hvern langt inn í salnum lita til hliðar, og jeg horfði og horfði. — Það var vangi svo „ekta klassiskur", eins og maður les um í bókum, en sjer sjaldan i lífinu. Allt var fulikomið. Hárið var greitt aft- ur og fest upp í hnakkanum í grískan hnút eftir öllum konstarinnar og fornald arinnar reglum. Það var ljóst og ofur- litið hrokkið. Hver einasti dráttur í þessu sljetta, óhreyfil6ga andliti var full- kominn, göfuglegur og fagur. Augun horfðu beint fram fyrir sig nokkrar se- kúndur, og þá tók jeg eftir blíðiegnm sorg- arsvip, sem mótaði hvern drátt í andlit- inu. Píanóið stóð lítið eitt til hliðar, og jeg tók nú eftir, að hún sat fyrir framan það. Þetta var þá frú A. Jeg stóð dá- lítið upp til þess að gæta betur að henni. Hún var mjög látlaust klædd. Hvítblátt sjal var lagt laust yfir herðar henni. og hendurnar lágu á kjöltu hennar. Hún talaði ekki við neinn, en horfði alitaf fram fyrir sig föl og hljóð. En allt í einu hrökk hún við og roðnaði ákaflega við það að drepið var hægt á biárönd- ótta fortjaidið. Á næsta augnabiiki Ijeku fingur hennar um nóturnar á píanóinu og hún fór að spils. Þá sá jeg að þetta klapp á fortjaldið hafði verið bend- ing til hennar. Jeg laut niður að vinkonu minni, frú borgarstjórans, sem jeg var í heimsókn hjá, og spurði hver frú A. væri. „Sú sem spilar?“ „Ó, aumingja konan“ — hvíslaði hún aftur að mjer — „hún hefir átt betri daga, vesalingur. Hún tekur víst nærri sjer að sitja hjer og spiia fyrir fáar krón- ur um kveldið fyrir annað eins rusl og hjer er saman komið í kveld. Alira helzt hjer, sem hún á svo marga kunn- ingja“. Borgarstjórafrúin hafði litla virðingu fyrir fögrum listum. Jeg varð ógnar forvitin, en — „þei, þei I" var sagt allt í kringum okkur, og jeg kom iafhræda auga á nokkra skóla- pilta, sem litu mjög gremjuiega til okk- ar. Þeir höfðu „staðið“, tilbúnir að taka fiug upp í sjöunda himin. „Þú finnur“, dirfðist borgarstjórafrú- in að hvisla að mjer, „að hjer er ótta- lega heitt Við höftim iíka borgað inn- ganginn — eigum við því ekki að iaum- ast burt“. Ósköp eru að vita til þess, að hún skuli ekki kunna að meta þessa list. En jeg var ekki hótiriu betri. Jeg dró djúpt andann af feginleik, ieit í síð- asta sinni á faílega vangann, og fjekk mörg tillit frá hinum himinfarandi skóia- piltum. Svo komumst við út í forstof- una. En það blessað loft, sem þar kom á móti okkur. Frúin hló hjartanlega. „Hvað ætli þeir segi um mig, sem ætti að ganga á undan öðrum með góðu eftirdæmi. En jeg þoidi ekki þessi þrengsli lengur. Nú skuium við fara heim, opna gluggana út að garðinum, drekka okkur saftblöndu, og sitja svo í kveldfegurð-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.