Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 6
86 verið — 50 álnir. Þó var það æði hátt og rajög vatnsmikið. Jeg Jjet bera sápu í Strokk og ókyrðist hann þá og sauð upp undir barraa, en sápan var svo lítil —ekki neraa 2—3 pd.— og við máttum ekki bíða lengur til að vita árangurinn, eða láta sækja meiri sápu. Skrítið er að sjá 8máholurnar þar á völlunum, sem bakað er brauð í og soðinn ýmis konar matur. — Strokkur er nú hættur að gjósa síðan í jarðskjálftunum i haust, en Geysir gýs daglega síðan. Frá Geysi íengum við fylgd að Gkill- fossi, sem er víst allra fossa vatnsmest- ur hjer á Iandi og mjög tignarlegur. En veðrið var dimmt með þoku og regui, svo hann sýndist ekki jafnfríður og ella. Þaðan fórum við ofan með Hvítá og yfir á ferju hjá Tungumúla. Það er stutt sund, en voðalega strangt fyrir hestana. Frá ferjunni fórum við sem Ieið liggur kirkjuveginn að Hruna. Þar er víða sagt mjög fallegt, en við sáum ekkert frá okkur fyrir óveðri, og komum að Hruna mjög illa til reika. Þar býr ejera Stein- dór Briem, og tóku þau hjón okkur svo alúðlega, eins og við hefðum verið þeim gagnkunnug og höfðum við þar hinn bezta beina. Sjera Steindór og frú hans eiu mjög giaðvær og skemmtin, og finnur ferðafólk mjög, hvílíkur munur er að koma þar sem gestrisnin er svo mikil, að líkast er sem heimafólki þyki vænt um gestakomur, án tillits til fyrirhafnar og eyðslu þeirrar sem þeim fylgja. Sjera Steindór ætlaði að láta fylgja okkur, en þá vorum við svo heppin, að þar bar að mann nokkurn, ungan bónda, sem átti heima austan Laxár og fylgdi hann okk- ur alla leið aðStóra-Núpi; þarvorum við um nóttina. Yið komum hvergi við frá Hruna, nema að Hlið til Lýðs bónda, sem er bú- höldur góður og tók okknr vel. Þar var verið að byggja stórt frarahýsi, stofu o. fl., sem líklega hefir hrunið aftur í jarð skjálftunum. Á Stóra-Núpi áttum við hinar beztu viðtökur, enda er þeim hjónum viðbrugð- ið fyrir alúð og gestrisni við alla, hvort sem meiri eða minni háttar eru. Okkur var sagt til dæmis um látleysi og ljúf- mennsku sjera Yaldimars, að aldrei fyndi neinn gestur hann svo, ef hann hefði nokkra viðdvöl hjá honum, að hann fylgdi honum ekki til dyra. Frúin er systir sjeraSteindórs og dóttir sjeraJóhannssál. í Hruna. Þar hafði verið staðið í bygg- ingum og sýndist okkur baðstofan myndi vera nýbyggð og eitthvað af frambænum. Stofan var falleg og nýleg að sjá. Þar hrundu flest bæjarhús í jarðskjálftanum 26. ágúst s.l. Frá Núpi fórum við yfir Þjórsá á ferju í Þjórsárholti. Þar er snnd breitt, eu áin lygn, og óðu hestarnir lengi ána austan til. Frá Þjórsá riðum við um Landið og fórum dálítiun krók aðHvammi til Eyjólfs bónda, sem er einn af merk- ustu mönnum þar. í Hvammi er mjög fallegt, enda hefir Eyjóifur bæði bætt þar túnið og grætt það mikið út. Þá hafði hann í smíðum stórt timburhús, og eru þó aðflutningar þar mjög erfiðir. Húsið skemmdist talsvert í jarðskjálftunum og túnið að sögn líka. Eyjóifur fylgdi okk- ur að Svínhaga, sem er að austanverðu við vestari Rangá. Mjög þóttu mjer eyði- legar sandbreiðurnar á Landinu og Rang-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.