Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 1
Kvennablaöið. 2. ár. Reykjayík, nóvember 1896. Nr. 11. Heilbrigðisreglnr. •Wf-Mt sýuistþaðóskiljanlegt, hvernig S5ttnæmi breiðist át, og viljum vjer því hjer leitast við að benda á, hvernig það berst oft manna á milli. í fyrri daga þekktist sóttnæmi ekki. Hitasóttin settist að hingað og þangað, án þess nokkur grennslaðist eftir, hvaðau hún kæmi eða hvert hún færi. Nú á dögura er fólk fróðara. Við vitum að hitasóttin kemur ekki að orsakalausu, heldur er afleiðing af bakterium eða sótt- næmi af sjúkdómi, sem borizt hefir einhverstaðar að. Það er skylda vor, sem þekkjum þetta að vera varkárir í sjúkdómum. Sje nauðsynleg aðgæzla við höfð í fyrstu er oft hægt að stemma stigu fyrir útbreiðslu sjúkdóma, og þannig koma í veg fyrir sjúkdóma, bágindi og sorg á mörgum heimilum. Gætið vel að öllu.j í vatninu felast oftar fyrstu efnin í taugaveikina og marga aðra sjúkdóma. Drekkið því ekki slæmt vatn, eða látið aðra drekka það. Staðin, ósoðin mjólk er líka mjög hættuleg að draga til sín sóttnæmi, þar sem veikindi eru eða illt loft. Hana má því alis ekki nota þar sem svo stendur á, nema helzt soðna, eða ef mjólkað væri i vel hreina „emaileraða4* fötu eða ieirkönnu; þá mætti líklega drekka hana uýmjólk- aða úr kúnni. Loftið, sem vjer öndum að oss,er fullt af sóttnæmi, ef vjer athugum ekki að fá nægilegt hreint loft með því að halda vel hreinu inni, opna dyr og glugga, og sótthreinsa herbergin ef þess er þörf. Fötin, sem vjer erum í, eru líka hætt- uleg með að taka í sig sóttnæmi og flytja það. Enginn ætti að gauga inn til sjúklinga, án þess að hafa síðan slopp utan yflr fötum sínum, sem svo væri farið úr og hreinsaður þegar frá sjúk- lingnum er farið. Bækur geta líka flutt sóttnæmi. Þegar sjúklingurinn hressist, langar hann oft til að lesa eitthvað, og það er líka það eina, sem hann getur þá getur gjört sjer til skemmtunar. Ef hann nú ekki á bækurnar sjálfur, fær hanu þær oftast að láni hjá kunningjum sínum, eða á bókasöfnum. Sje sýkin næm, er mjög hætt við að bókin geti flutt með sjer sóttnæmi og aðrir sýkist svo síðan af að lesa í henni. Að minnsta kosti er hætt við því um alla næma húðsjúkdóma og fleiri sjúkdóma. Bezt væri því, þar sem svo stendur á, að hafa ekki aðrar bækur eða blöð í sjúkra herberginu enn þær sem skaðlítið mætti brenna þegar í stað á eftir. Barnagull flytjamjög oft sóttnæmi með

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.