Kvennablaðið - 01.12.1898, Side 1

Kvennablaðið - 01.12.1898, Side 1
Kvennablaöið 4. ár Reykjavík, desember 1898. Nr. 12. Líkamlegt uppeldi barna Eftir Axel Hertel danskan héraðslækni. I. mörgum ransóknum, sem gerðar hafa verið á öllum Norðurlöndum um heilsufar skólabarna á síðustu tuttugu árum, verður að álíta það fullsannað, að hinn uppvaxaudi æsku- l_ýður só alls ekki svo heilsugóður og þrótt- mikill, sem æskilegt væri, heldur só meiri hlutur haus blóðlítill og taugaveiklaður. Einkum á það við stúlkubörnin; á gelgju- skeiðinu er að minsta kosti helmingurinn af stúlkunum í æðri skólunum þjáður af blik- sótt, höfuðverk og taugaveikluu; af því verða þær meira og miuna vanmegna og óhæfar til að ganga í skólana. Þetta sóst á öllum lima- burði þeirra; þegar þær sitja, hniprast þær saman og hryggurinn bognar í mörgum þeirra, og kemur það af þeirra magnlausu vöðvagerð. En taugaveiklunin og afl-leysið kemur ekki að eins fram í líkamanum, heldur ber fult svo mikið á þessum veikleika í hinum and- legu efnum, sem sýnir sig í skorti á starfs- löngun, hirðuleysi, sleni og leti, eða þá þvert á móti í dutlungasemi, frekju, breytingagirni og æsandi skemtunum o. s. frv. Jafnframt eru gerðar miklar kröfur til námsins, svo að unglingarnir verði sem færastir um að komast áfram og standast hina miklu samkepni í öll- um efnum. Próf eru iðulega tekin og gerast sifelt heimtufrekari. Einkum er það að verða j algengt, að uppeldi stúlkna sé lokið með op- inberu prófi. Það dugar naumast að berjast gegn þessari stefnu tímans, en af því það er mjög þýðingarmikið, að hinn uppvaxandi æskulýður, og einkum hiuar tilvotiandi mæð- ur, só svo heilbrigðar og þróttmiklar sem verða rná, og af því vér vitum, að taugaveikl- un mjög auðveldlega gengur að erfðum frá foreldrum til barna, þá hlýtur það að verða ætlunarverk vort að berjast móti þessari al- mennu veiklun og lasleika æskulýðsins með skynsamlegu uppeldi. Heimilin og skólarnir verða hér að taka höndum saman, enda hafa mjög miklar breytingar til hins betra með húsakynni verið gerðar í ýmsum skólum, jafn- vel þótt mörgu sé enn ábótavant. Hér skal þó einkum minst á það sem gera má í þessu efni á heimilunum. Það þarf ekki að bregða foreldrum nú á tímum urn skort á umhyggju fyrir börnunum, heldur skipa þau víða fullmikið öndvegi; það er vakað yfir þeim með alt of mikilli áhyggju meðan þau eru lítil. Þegar þau stækka er tekið ofmikið tillit til þess sem þau segja og ofmikið látið eftir þeim, svo þeim finst þau vera sjálf heilmiklir menn. Uppeldið á að stjórnast af ást og jafnframt t'estu. Það er óþarfi að vera dauðhræddur um, að ofurlítið kvef só byrjunin á öllum mögulegum hættu- legum sjúkdómum. Frá því börnin hafa fyrst vit á, skyldi venja þau á hlýðni og aga, og tauganæm börn þurfa að gefa sig á vald rólegum, ástúðlegum, föstum vilja. Með því læra þau að stjórna geði sínu og hvorki stór-

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.