Kvennablaðið - 01.12.1898, Page 5
93
og búa til úr því eitthvað á tréð. Þaö
glansar svo vel við ljósbirtuna.
Laglagt er aS klippa út rósabekki eða blóra-
bönd af pappír, helzt mislitum, vefja þá grein
af grein og hengja þar á allra handa örsmátt,
dót. Sé til mjög linur járnvír eSa látúnsvír
er gott aS búa til úr honum langa króka og
hengja með því dótiS á greinirnar. Smákök-
ur er bezt að hengja eina sér, en ekki í pok_
um. Seinast eru kertin látin eitt á hverja
grein, og væri bezt ab steypa þau í strokk að
haustinu. Þau þurfa ekki stærri en manns-
fingur, en auðvitað fer það eftir vild hvers
eins. Þau má festa á greinirnar í kertapíp-
ur úr þykkum pappír, sem eru límd á hverja
grein, eða festa sjálft kertið á greinina.
Þegar allir hafa skoðað tréS sem þeir vilja;
taka allir höndum saman og ganga samstiga
(í »takt«) kringum jólatréð og syngja einhvern
fallegan jólasálm, t. d.: »Heims um ból«.
Börnin, sem vön eru að fara að sofa snemma,
fá nú aS vera með.
Nú hvíla menn sig um stund; þá er lokið
upp hurðinni og »jólasveinn« rekur inn höf-
uSið og spyr, hvort börnin hafi veriS þæg í
vetur.
Fullorðna fólkið segir »já«. »Það er'gott«,
segir hann, »við höfum þá komið á réttan
bæ«. Svo hverfur hann snöggvast en kemur
svo aftur með annan félaga og bera þeir eitt-
hvað á milli sín, sem er fult með smá-bögla.
Einhver af fullorðna fólkinu fer þá að lesa
utan á böglana. En jólasveinarnir, sem eru
tveir krakkar í dularbúningi, hlaupa hingað
og þangað með böglana, sem eru smágjafir
til barnanna og fullorðna fólksins, leikfang,
eða annaö, alt eftir efnum og ástæðnm. Á-
nægjan er þá á hæsta stigi. En nú er börn-
in farið að langa í eitthvaö að borða.
Þá er lokið upp dyrunum að herberginu,
sem hiislesturinn var lesinn í, og þar er dúk-
að borð, svo vel sem föng eru á, með allra
handa sælgæti. Á borðinu er 2—4 kertaljós.
Við það setjast allir.V En mest eru allir hissa
á því, að hjá diskum allra stendur ofurlítil
skál með rísgrjónagraut í: »Hvað á maður
að gera með allan þenna graut« hugsa þeir.
En þegarþeir stinga spæninum ofan f, þá toll-
ir alt við. Og undir eru allrahanda kökur og
sælgæti.
Þetta gaman er hægðarleikur að búa út.
Klippa skal lok af þunnum pappír, sem er
alveg mátulegt í skálina, og leggja það ofan
á það sem er í skálinni. Á þetta lok skal
leggja þunt lag af þykkum rísgrjónagraut.
Grjónin verða að vera heil, en ekki soðin
sundur. Ofan á grautinn er stráð steyttum
kanel og sykri.
Ef einhverjum af lesendum Kvbl. líkaði
þessi jólaskemtun að meira eða minna leyti,
þá mundi það gleðja höfundinn.
* * *
Tekiö að nokkru leyti eftir tillögu um jóla-
skemtun eftir L o u i s e Nimb.
---------38©-----------
Haimyrðir.
Jólagjafir.
Hattbursta þykir mörgum karlmönnum vænt
um og vantar oft. Hér er ]ivi fyrirskrift um ó-
dýran laglegan og handhægan hattbursta.
Taka skal 12 þumlunga langa flauels ræmu og
6 þumlunga breiða, brjóta hana svo saman í
miðju á lengdma og sauma það saman, eins og
poka. Hann er «vo fyltur með mjúka bómull og
saumað fyrir. Faliegast er að sauma fangamark
eigandans með silki i aðra hliðina og ef vill of-
urlitla blómsturgrein á 2 hornin.
Vilji menn hafa hann enn fallegri, má sauma
mjóa rykta silkiræmu (Piber) utan í röndina á
pokanum dálítið ljósari en hann er sjálfur Þetta
getur orðið laglegur og þægilegur hattbursti
handa »herrunurn« á jólunum.
Vindlaveski má búa til af dálítilli klæðispjötlu
eða filtpjötlu, 10 þumlunga langri og 4 þumlunga