Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 1
ftvennabladid ícost- ar i kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. (60 cents vestan hafs). i/j verðsins borgist fyrirfam, en a/3 fyrir 15. júlí. ♦ ♦ Uppsogn skridcg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- gef. fyrir 1 okt. og kaupandi hafi borgað að fullu- 7. ár. Reykjavík, 28. janúar 1901. M 1. Til kaupendanna. M leið og eg þakka yður alla vin- semi yðar og góð viðskifti, bæði á gamla árinu og síðan Kvenna- blaðið hófst, óska eg yður einnig allra heilla á árinu og nýju öldinni, sem í hönd fer. Eg hefi verið svo lánsöm, að hitta á, að koma því fyrirtæki á stað, sem kvenfólkið eindregið hefir óskað eftir og það hefir stutt drengilega frá byrjun. Engum mun hafa komið til hugar í fyrstu, þegar boðs- bréfið að Kvennablaðinu var sent út um land 6. nóv. 1895, að það fengi á fyrsta ári 2500 áskrifendur, og þó varð það árangur- inn. Og það sem þó var meira um vert, blaðið var að mestu borgað fyrir næsta nýar. Margt hefir auðvitað breyzt síðan, og sizt til batnaðar fyrir viðskiftalífið í landinu. Fjármarkaðirnir hafa því miður tekist af, og við það hafa menn orðið sviftir mestum hluta þess skotsilfurs, sem'áður hafði gengið manna á milli til allskonar viðskifta. Kvennablaðið hefir þó á þessum árum átt mjög marga vini, sem hafa haldið sömu trygð við það frá upp- hafi, og þakka eg sérstaklega öllum þeim, sem þannig hafa mest stutt að með skilsemi og áreiðanleika, að eg gæti gert blaðið sem bezt úr garði og efnt þau loforð, sem eg hafði heitið kaupendunum. Til að sýna, að eg að mínu leyti meti góðvilja kaupendanna og ýmsra annara við blaðið, hefi ég áformað að stækka það með þessari nýju öld, án þess að það þó hœkkt i verði. Auðvitað verður það talsverður kostn- aðarauki, en ef kaupendurnir standa í skil- um og gera sitt til að útbreiða blaðið, vona eg að það geti þó borið sig. Blaðið ætti líka að geta orðið talsvert betra og fjölhæfara. þegar það er *stærra, og eg hefi fremur viljað gera mitt til, að það gæti sem bezt verðskuldað hylli manna, held- ur en þó eitthvað mætti spara við útgáfuna. Stefna blaðsins verður hin sama og að undanförnu. Stöku sinnum munu verða í því myndir af merkiskonum, og ef til vill af ýms- um smáhlutum, sem kostnaðar-Htið væri að búa til. Eg vona að kvenfólkið og aðrir vinir Kvennablaðsins haldi sömu velvild áfram við það á nýju öldinni og hingað til. Það má ekki gleyma því, að Kvemtablaðið er þess ýyrsta og útbreiddasta blað, sem kvenfólkinu er sómi að, að hafa stutt svo vel, að það hefir náð áliti og hylli allra beztu manna landsins. í slíku horfi verður það að hald- ast, og eg treysti því, að kvenfólkið sýni það líka í verki á komandi tímum, að það er ekki hvikulla en karlmennirnir, en vill frem- ur halda sínum eldri kunningjum, sem það hefir reynt að góðu, en fá sér aðra nýja, sem það þekkir ekki til. Með vináttu og virðingu. Bríet Bjarnhóðinsdóttir. AFTURLIT. EGAR vér stöndum á þessum alda- mótum, þá höfum við konurnar ekki síður ástæðu til en karlmenn- líta um öxl aftur til hinnar liðnu þess að skygnast eftir hverju vér eigum á bak að sjá. Nitjánda öldin mun lengi verða í minn- um höfð fyrir sínar stórstígu framfarir í öll- um efnum. Vér konurnar, sem hvarvetna í heiminum höfum dregist aftur úr í öllu til-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.