Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 6
6 KVENNABLAÐIÐ. Við strendurnar, þar sem björgin stóðu til- búin að steypa sér kollhnís var sjórinn dimmur og dularfullur. Karen sá þetta alt saman hugsunarlaust eins og í draumi. Uppi á efragólfi í »villunni« hinu megin var alt uppljómað og gluggarnir stóðu opnir. Þar var leikið á hljóðfa.ri, og hún heyrði stöku tóna við og við. Hún gat ekki stilt sig að horfa þangað yfir um, þegar hún horfði ekki á logana úr ofn- unum við vélarnar, sem gusu upp með jöfnu milli- bili og köstuðu eldgneistunum langt upp í loft eins og djúpur andardráttur með blástri og mási. Karín gat ekki hætt að horfa á alt þetta. Hún var dauðþreytt, en þorði ekki að fara að hátta fyr enn maður hennar kom heim. Hann yrði víst bálvondur, ef hún leitaði hann uppi niðri í bæn- um, eins og hún gerði einu sinni, og henni féll það líka sjálfri illa, en hún gat varla þolað þessa hræðslu og órósemi lengur. Oftast fylgdi einhver honum heim, stundum var hann líka nóttina niður frá. En hún vissi aldrei hvernig þessu lyki, einhvernttma kæmi ó- gæfan yfirþau, einhverntíma mundi hann.--------- Henni hafði dottið alt það versta og voða- legasta í hug, og eins og lifði það upp fyrir fram, eitthvað sem hefði komið fyrir manninn hennar, — meðan hún sat svona btðandi og vonandi al- ein á kveldin eftir honum, eins og núna. Ogþó var það allra óttalegast, að innst inni í sálu eða tilfinningum hennar, — svo innarlega að hún varla vissi af því — fanst henni stundum einhver ósk um, að eitthvað kæmi fyrir svo þetta tæki enda. Ef drengurinn hefði ekki verið, þá hefði hún vel getað borið það. En það sem sundraði kröftum hennar var að sjá hræðslu og viðbjóð hans við föður sinn, og aftur hin beisku orð föð- ur hans, og eins og renna svo grun í að tilefni þessarar beiskju væri sár þrá og fyrirlitin ást, sem leitaði sér svölunar í hatri og hefnd. Hún var sjálf eins og milli steins og sleggju, og hafði skyldum að gegna jafnt við báða feðg- ana, en hún var hrædd um að hún sæi ekki ætíð skyldur sínar glögglega, þvl hjarta hennar drógst æ meira frá manni hennar og að barn- inu. Hún knýtti hnefana nteð sorgblöndnum áhuga. En hvað gleði drengsins hafði orðið að engu í kveld. Henni varð aftur litið á »villuna« með ljósunum í hverjum glugga. Það var ef til vill bezt eins og fór 1 En tár barnsins brunnu á hjarta hennar og jóku gremjuna við upphafsmann alls þessa. Hún hlustaði aftur, henni heyrðist hund- gá í fjarlægð. — Nei, það var víst ekki! En svo heyrði hún aftur hósta, — þenna voðalega hósta, sem gekk alveg í gegnum hana. — Hún hlustaði, því á honum þekti hún hann. En því var hún svona hrædd ? Hún vissi að hann hafði enga peninga, og þá var það ekki eins hættulegt. Hún hafði líka einu sinni verið sæl, þó henni fyndist nú svo langt síðan eins og það hefði al- drei verið. Hann hafði verið dugandi verkmað- ur, góður eiginmaður og faðir þangað til--------- Víst hafði hann fengið sér stöku sinnum fullmik- ið í staupinu — — — eins og hinir — en hún hafði ekki gefið því gaum. Þegar svo þetta voðalega slys kom fyrir, þá varð hún gagntekin af sorg og meðaumkun og ást. Hún ætlaði að elska hann hálfu meira, það voru þær »skaðabætur« sem hún gaf honum. Honum batnaði mjög seint, og með degi hverjum varð hann gremjufyllri og verra að gera honum til hæfis. Hún var honum svo góð sem hún gat, van- rækti ekkert; en andlitið varð ósjálfrátt harðara, rómururinn kaldari og hendin ekki eins mjúk. Hann, semlá þar hrumur og gramur í skapi, með formælingar á vörunum var ekki sami mað- urinn, sem hún hafði einu sinni elskað. Þjáningarnar höfðu skerpt allar tilfinningar hans, svo hann leitaði að kulda frá hennar hálfu löngu áður en hún sýndi hann, og oftarenn einu sinni sneri hann sér upp í rúminu til að sjá ekki, hvað hún væri þreklega og vel vaxin, eins og hann hafði áður verið sjálfur. Hans eina ánægja varð nú að skýra henni og drengnum, og hverjum sem vildi heyra það, frá því, hvernig slysið hafði viljað til. Hvernig hvítglóandi járnið hefði oltið út af valsaborðinu oltið svo aftur ofan á kalt steingólfið snúist utan um handlegginn á honum, og brent sig í gegn- um skinnið og kjötið alt inn að beini. Loksins þoldi hún ekki að heyra þetta, og gekk svo burtu, þegar hann byrjaði á frásögunni. Hún sá að eins fór fyrir drengnum, en lézt ekki taka eftir því. Þegar hann komst aftur á fætur, fatlaður og óþekkjanlegur, og fékk eftirlaun fyrir lífstíð, þá lifnaði lífslöngunin og lífsþrekið aftur, enþað var ekki nema snöggvast. Vinnan fyrir konunni og barninu varáenda, og ábyrgðartilfinningin gagnvart þeim, sem hafði haldið honum við, og gert lífið nokkurs vert fyr- ir hann; hún var horfin. Nú var að einsum að

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.