Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 4
4 KVENNABLAÐIÐ. an tíma, að því var hætt að finnast til þess. En svo þegar ýmsar raddir utan að fara að ýta við því, og svo að segja rífa of- an af því rekkjuvoðarhornið, þá rís það upp við olnboga, nuggar stýrurnar úr augunum og litast um. Og þegar svo dagsbirtan og glaða-sólskinið skin inn um gluggana, þá sér það fyrst, að það hefir sofið yfir sig, og verður þá bilt við, þegar það sér að systur- nar úti í heiminum eru fyrir löngu glað- vaknaðar og teknar til starfa. Því má ekki furða sig á, þó oss í fyrsta fátinu færi margt í handaskolum. Vér vil- jum svo fegnar verða menn með mönnum, en vitum ekki almennilega, hvernig fara skal að því. Oss þykir svo margt hafa verið að, en reynsluna og þekkinguna vantar, og því fleygjum vér oft því fyrir borð, sem nýtileg- ast er, af því við óttumst að við verðum ann- ars of gamallegar eða á eftir tímavum. Það er svo lengi búið að brýna fyrir oss nú á síðustu áratugum, að vér höfum verið rétt- litlar og eins og ambáttir, er þá ekki vor- kunn, þó við trúum því og viljum sporna við, að svo verði lengur? Þetta eru helztu agnúarnir á framförum vor kvennanna eftir áliti margra. En þó nokkuð kunni að vera hæft í því, þá eru þetta að eins sker, sem karlmenn flaska jafnt á og vér. Það er barnaskapurinn og þroska- leysið, sem ekki kann að nota sér aukin rétt- indi og frjálsræði, alveg eins og börnin, sem eru að byrja að ganga, hrasa oftlega. En með vaxandi reynslu vex líka þroskinn, sjón- deildarhringurinn verður stærri, nærsýnin og hégómleikinn hverfur með meiri þekkingu, og þá hverfa smámsaman gallarnir, sem nú þykja fylgja þessum fyrsta mentunarvísi vorum. Vér heilsum því tuttugustu öldinni með þeirri föstu von og trú, að hún verði heilla og framfara öld, sem auki og fullkomni alt það góða, allar þær framfarir, sem nítjánda öldin hefir byrjað. Vér vonum að á henni taki karlar og konur höndum saman með að starfa sem mest og bezt, í hvaða stöðu sem þau eru, því undir því eru allar sannar fram- faiir komnar, og öll heill landsins og þjóðar vorrar. Og vér vonum að hin uppvaxandi unga kynslóð, sem svo miklu betur er að mörgu leyti búið í haginn fyrir, heldur en fyrir oss var gert, byggi örugg ofan á þann grundvöll, sem beztu menn vorrar gömlu ald- ar hafa lagt, og að bæði karlar og konur leggist á eitt í því, því það er rétt sem H. Hafstein segir í „íslandsljóðum" sínum: „Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem striðið þá og þá er blandið, það er: aðelska og bygggja og treysta á landið. “ IVI i n n i kven na við aldamót 1900—1901. Við aldamót er minst á landsins hagi og menn þá alla' er veg þess greiddu bezt, þótt fáar vísur vart til þessa nœgi, þá viðleitnin í óði skáldsins sést. Vér sjáum engan söng af mörgum Ijóðum, þótt syngi menn um óld og liðna tið, er helgast megi fósturlandsins jijóðum, er fyrst oss sungu vógguljóðin blíð. Þœr kendu oss að tala málið mœra, er metnað jók oss langt um aldabil, svo hart, en þýtt, með hljóminn undurskœra, í hjarta barns er vekur kœrleiksyl. Því metum vorar mœður framar óllum, sem mannsins glœða fyrstu tilfinning, við sjávarstrónd, i sveit, í dal hjá fjöllum þœr seiða kraft í brjóst á íslending. Og kœrar mœður kendu' oss fyrst að biðja og kristna trú þœr rœttu í huga manns. En bœnin œ stm stafur mun oss slyðja, og stöðug trú á guð og heill vors lands. Vér skulum ávalt mæður vorar muna, og minning þeirra um aldur geymist kœr á meðan fossar glatt í zljúfrum duna og gróa tún og jökla þekur snœr. Og fegra ekkert finst á voru landi en fogur mót með íslenskt mál á vör, —

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.