Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 2
2 KVENN ABLAÐIÐ. liti, og þó sérstaklega hér á landi, verðum í þó að játa, að hagur vor hefir tekið stórum stakkaskiftum á þessari síðastliðnu öld. Om- j urinn af hinum óstöðvandi framförum heims- ins, bæði í andlegum og verklegum efnum, ásamt hinum háværu jafnréttiskröfum kvenn- anna gagnvart bræðrum þeirra í þjóðfélaginu, í hafa einnig náð til vor, og vakið hér berg- j mál, þó veikt sé, í meðvitund manna, sem svo hefir borið ávöxt t meiri menningu, meira jafnrétti og betri kjörum að öllu leyti fyrir oss, heldur en vér áttum áður að fagna. Þegar vér lítum aftur á bak til fyrstu áratuganna á 19. öldinni, þá sjáum vér, að konurnar hér á iandi áttu þá ekki um auð- ugan garð að gresja, þegar tala skyldi um mentun eða borgaraleg réttindi. Systurnar j voru þá ekki einu sinni arfgengar nema að hálfu leyti móti bræðrum sínum. Eins var um mentunina; það var mjög sjaldgæft á fyrstu áratugum 19. aldarinnar, að konur væru skrifandi. Þær sem viðstöðulaust lásu prentað mál, og björguðust fram úr venju- legri skrift, þóttu mætavel að sér. Hinar voru hreinar undantekningar, sem sjálfar gátu klórað nafn sitt, enda munu það hafa verið fáar aðrar en helzt presta- eða embættismanna- dætur. Margar þeirra kunnu þó ekki svo mikið í bóklegum fræðum. Þó einstöku menn settu syni sína til menta, þótti þá al- veg óþarft og óhæfilegt, að kvenfólkið væri að snuðra í þess háttar lærdóini. Bókvitið var á þeim tímum ekki í askana látið fyrir kvenfólkið, Atvinna var þá ekki önnur til fyrir konur en sú, að vinna í vistum fyrir mjög lágt kaup, og var þeim þó víðast ætl- að að vinna mörg þau verk, sem nú eru karlmönnum einum ætluð, svo sem fjárgeymsla á vetrum og margt fl. Auðvitað voru þá margar heldri konur þó vel að sér í ýmsum hannyrðum, ekki síður en nú, enda glapti þá færra fyrir. En mjög var þeim tímum ábótavant í hreinlæti, hollri og hagkvæmri matreiðslu, og smekklegum og vel unnum tóskap og fatatilbúningi. Vitaskuld hittist þetta á einstöku stöðum, en það var mjög fágætt. En þó vinnubrögðin væru yfirleitt ekki fín, þa vpru þau mikil. Þá var kven- fólkið ekki að tetja sig á að halda ræður um landsins gagn og nauðsynjar. Slíkt hefði verið talin ósæmileg framhleypni, ef ekki óskammfeilni af kvenmanni á þeim tímum, og hamingjan má vita, hvaða refsing feð- urnir hefðu búið dætrum sínum, ef þær hefðu viljað fara að halda fyrirlestra, tala á mann- fundum, ganga í skóla með karlmönnum eða gefa út bækur eða blöð. Þegar fór að líða fram að miðri 19. öld, fór þó heldur að rofa til. 1847 kom fyrst á þingi til umræðu, að breyta erfða- lögunum þannig, að konur fengju jafnan arf móti karlmönnum, og 1850 voru þau lög staðfest, og var það 7 árum áður en slíkt komst a í Danmörku. 1871 sendu tuttugu og fimm frúr í Reykja- vík út áskorun til landsmanna, að skjóta fé saman til að stofna kvennaskóla í Reykja- vík handa ungum stúlkum. Undir þessari áskorun stóðu allar helztu dömur bæjarins. Þessi áskorun fékk svo góðar undirtektir, bæði utan lands og innan, að skólinn var settur 1. okt. 1874, undir forstöðu frú Þóru Melsted, sem mestan þátt átti í að koma þessu fyrir- tæki af stað. (Hún hefir enn á hendi for- stöðu þessa skóla). Þrem árum seinna var annai kvenna- skóli stofnaður að Laugalandi í Eyjafirði með frjálsum samskotum utanlands og innan, sem Eggert Gunnarsson gekst fyrir. Þar var bygt skólahús, og urðu fyrstu kenslukonur þar frú Valgerður Þorsteinsdóttir og frú Anna Stephensen (fædd Melsted). Sama ar var stofnaður þriðji ki/enna- skóli á Asi í Hegranesi í Skagafirði. Sá skóli var haldinn á ýmsum stöðum í Skaga- tjarðarsýslu. Um líkt leyti stofnuðu Hún- vetningar hjá sér lítinn kvennaskóla, og voru báðir þessir skólar á hálfgerðri hrakól um sýslurnar, þangað til þeir voru sameinaðir 1883, undir forstöðu frk. Elínar. Briem (nú frú Eyjólfsson) og skólinn settur á Ytri-Ey í Húnavatnssýslu, þar sem hann er enn þá. 1881 samþykti alþingi lög um að ekkjur ng aðrar ógiftar konur, sem stæðu fyrir búi, eða á einhvern hatt ættu með sig sjálfar,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.