Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 8
8 KvENNABlAÐI©. hvítna, þá er nokkurum dropum af rósa-olíu eða bergamotts-oliu hrært vel saman við, og þetta lát- ið svo í litlar krukkur með loki eða korktappa í. Si>rungnar og harhir hendur geta á skömm- um tíma orðið mjúkar og hvítar, eí þær eru vel hirtar. Ef lítið eitt af buris er látið í þvottavatn- ið, þá verður hörundið mjúkt og hreint, og ef ofurlítið af haframjöli er saman við, þá verða hendurnar hvítar. Gott er líka að nudda hafra- mjöli vel inn í þær á kveldin, og sofa svo með hanzka. Annað ráð er að nudda eggjahvítu, sem einn hnífsoddur af pulveríseruðu álúni er leyst upp í, vel um hendurnar. Að pvo Ijósadúk og borðrefla (Bordlöber), sem saumaðir eru með mislitu silki, á að gera eftir þess- ari forskrift, svo litirnir upplitist ekki eða bland- ist saman: Leysa skal 6 kvint. af burís upp í 3 pel- um af volgu vatni. í þessu er dúkurinn svo þveg- inn, að hann er kreistur milli handanna og skol- aður svo í köldu vatni, sem einn hnefi af salti er leystur upp í. Sfðan er dúknum skolað innan um edik, til þess að litirnir skýrist upp, og kreist- ur upp innan í tveimur handklæðum eða klútum. Síðast er hann sléttaður á úthverfunni með vel hreinu og heitu sléttunarjárni. Barnab laðið 1. tölubl. þessa árs kemur ekki út fyrri en 2. tbl. kemur í febrúar. Þrlíln og myndarleg húsvön stúlka, sem kann dálítið að sauma léreftasaum og get- ur gert laglega við föt, getur fengið vist frá 14. mal næstk. í góðu húsi í Reykjavlk. Gott kaup er í boði. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Kvbl. K ven n ablaðið, 5. og 6. árgangur, fást nú innbundnir í logagylt skrautband á 3 krónur. Þeir sem vilja sæta þessu kostaboði eru beðnir að senda pantanir sínar sem fyrst. Þeir, sem eru kaupendur blaðsins, eða verða það framvegis, fá þessa innbundu árganga kostnaðarlaust senda með skipum á næstu höfn. Aðrir verða að borga burðargjald. Kvennablaðið Barnablaðið. Af því ég veit að mjög margir kaupendur Kvbl. og Barnabl. halda blöðunum saman og binda þau inn, þá hefi ég til reynslu fengið mér fáein bindi á blöðin. Það eru skrautbindi með gyltu nafni blaðsins bæði á kili Og frítmspjaldinu. Mjög lík bindunum á kvæðum Gröndals. Bindin eru á 2 árganga af Kvennablaðinu, svo þeir sem eiga það frá upp- hafi þurfa þrjú bindi, ef þeir vilja binda þá alla inn. Hvert bindi á hvort þessara blaða kostar 50 aura. Nýir kaupendur að Kvennablaðinu, sem vilja kaupa sér 2 af eldri árgöngunum (þó ekki þann fyrsta) geta fengið þá innbundna í skrautbandi fyrir að eins þrjár krónur og Barnabl. frá upphafi fyrir tvær krónur. Bæði Kvennablaðið og Barnablaðið í skraut- bandi eru einkar hentugar aímælis- og sumar- gjafir og verða nokkur eintök innbundin handa kaupendum, en þeir verða þá að sæta færi, af því ekki hefir verið fengið af þeim nema svo lítið í bráðina, en verður pantað meira síðar ef menn vilja. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Ódýrustu vefnaðarvörur fást hjá undirskrifuðum, svo sem tilbúin karlmannsföt, yfirfrakkar, jakkar, kjólatau, svuntutau, prjön-nærföt fyrir börn og 'fuliorðna, sirs, léreft allskonar, fatatau alls- konar, enskt vaðmál, klæði. Verðlisti yfir vefnaðarvörur sendist ókeypis hverjum þeim sem óskar. Reykjavík, Vesturgötu 4. Björn Kristjánsson. Útgefandi: Bríet Bj a r n h é ð i n sd ótti r. Glasgow-prentstniðjan.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.